Hugur - 01.01.2006, Page 59
Nytsemi og skilningur
57
manninum.10 Á honum má skilja að slík afstaða sé ábyrgðarleysi er eigi
rætur að rekja til of mikillar umhyggju fyrir eigin hreinleika - sem á end-
anum sé „hugumsmá sjálfsumhyggja" - eða til órökstudds forgangs réttlæt-
isins sem siðferðisdygðar. Kjarni nytjastefnunnar er á hinn bóginn sá, að
dómi Kristjáns, að menn bera „jafna ábyrgð á því sem þeir gera og láta
ógert, það er á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum athafna sinna og at-
hafnaleysis“ (29). Þess vegna skirrist nytjahyggjumaðurinn ekki við „að
reyna að ráða fram úr vandanum með hamingju sem flestra að leiðarljósi;
að horfast í augu við samábyrgð sína á velferð heimsins" (44). Nytjahyggju-
maðurinn hefur hugrekki til að taka erfiðar og þungbærar, en jafnframt
siðferðilega réttar, ákvarðanir; hann veit að „hann býr í hörðum heimi þar
sem það kostar klof að ríða röftum“ (44).
I túlkun Kristjáns er harla lítill munur á nytjastefnunni og þeirri nytja-
hugsun sem ég hef verið að ræða með hliðsjón af dæminu; siðferðilega séð
ber manni að velja milli þeirra kosta sem herforinginn býður honum þar eð
hann ber ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum athafna sinna og at-
hafnaleysis. Manni ber að taka boði ofbeldismanns og skjóta saklausan mann
því ella ber hann ábyrgð á dauða allra tuttugu, enda ber hver maður sam-
ábyrgð á „velferð heimsins." Helsta ástæðan sem maður gæti haft til að láta
ógert að lífláta manninn er sú að fordæmisgildið hefði enn verri afleiðingar.
Þar er, að því er virðist, komin aðalástæða þess að Kristján telur rangt að
stytta lítið veikum sjúkhngi aldur og nota líffærin úr honum til að lappa upp
á fimm aðra sjúkhnga. Fordæmið gæti skapað „þórðarótta11, „beyg manna að
leggjast inn á spítala“. En þar sem fordæmisgildið skiptir ekki máh, að dómi
Kristjáns, í dæmi eins og því sem hér er til umræðu þá væri einboðið að mað-
ur tæki á sig rögg og hleypti af.
Vilji menn kynna sér rökvísa vörn fyrir það viðhorf til siðferðis sem ég hef
hér verið að andmæla þá er óhætt að mæla með nánari rannsókn á grein
Kristjáns. Málflutningur hans er á köflum þrunginn svo mikilli sannfæringu
að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður hafi tekið skakkan pól í
hæðina eftir allt saman! Þunginn í málflutningi hans leiðir manni að minnsta
kosti fyrir sjónir á hve ólíkan máta skynsamir menn geta nálgast siðferðileg-
ar spurningar. Maður þarf í senn að leita þeirrar hugmynda sem eru í bestu
samræmi við manns eigin tilfinningu og skilningsljós, og viðurkenna gremju-
laust að skynsemi annarra leiðir þá oft að annarri niðurstöðu. Að því sögðu
virðist mér Kristján of fljótfær þegar hann skýrir afstöðu þeirra sem telja
rangt að drepa saklaust fólk í þágu fjöldans sem óhóflega umhyggju fyrir eig-
in hreinleika, eða eitthvað ámóta. Kristján kemur ekki auga á aha þá mögu-
leika sem skynsamt fólk hefur í stöðunni. Eða á þessi skýring að gilda um
alla sem ekki teldu rétt að skjóta einn fanga í dæminu um ferðamanninn? Á
Kristján Kristjánsson, „Af tvennu illu“, Af tvennu Hlu: Ritgerðir um heimspeki (Heimskringla:
Reykjavík 1997), s. 42. Dæmið sem Kristján hefur í huga virðist frábrugðið dæminu sem hér er
til umræðu að því eina leyti að í dæmi Kristjáns er hinn hugsanlegi gerandi einn fanganna og
á því á hættu að vera skotinn ásamt hinum föngunum gangi hann ekki að „tilboðinu".
10