Hugur - 01.01.2006, Síða 65
Nytsemi og skilningur
63
vegna alls hins góða sem það færir og þrátt fyrir hið slæma sem fylgir því
óhjákvæmilega h'ka. G.K. Chesterton segir á einum stað að samband manns
við heiminn sé best tjáð sem viss hollusta og tryggð sem hæfir hermanni:
„Maður tilheyrir þessum heimi áður en hann tekur að spyrja hvort gott sé að
tilheyra honum“ segir Chesterton, og bætir svo við: „Sátt mín við alheiminn
er ekki bjartsýni, heldur líkari föðurlandsást. Hún er spurning um frumholl-
ustu [...]. Kjarni málsins er ekki sá að þessi heimur sé of dapurlegur til að
unna honum eða of glaðlegur til að unna honum ekki. Kjarni málsins er að
þegar maður ann einhverju þá er glaðleiki þess ástæða til að unna því og dap-
urleiki þess ástæða til að unna því enn meira“.18 Frumhollusta við heiminn
og lífið virðist mér vera góð lýsing á h'fi og starfi Sókratesar. Hún er jafnt að
baki heiðarlegri leit hans að skilningi á hinu góða og staðfastri trú hans að
líf sinnuleysis og ranginda sé ekki þess virði að því sé lifað. Slík skilyrðislaus
hollusta er ekki kenning heldur það sem Chesterton kallaði „jarðvegur fyrir
fræ kenninga". Hún er það sem skipuleg hugsun um gildi og merkingu
mannhfsins sækir innsæi sitt í, hvort sem sú hugsun leggur aðaláherslu á nyt-
semi, skyldu, dygðir eða eitthvað annað. Og án þeirrar jarðtengingar, án þess
jarðvegs, eru allar siðfræðikenningar dæmdar til að verða hjóm eitt.19
Abstract
Utility and Understanding
In this paper I reflect on the nature of moral thought and the importance of
understanding in ethical thinking. I begin by reflecting on my own ex-
perience as a teacher of ethics. In teaching I have often used moral dilemm-
as as a starting point. Some of these dilemmas lead many students into mak-
ing rather rough calculations of the consequences of different courses of
action; hence they tend to lead them into a very utilitarian frame of mind.
Although this is the first reaction of many students to the dilemmas, in my
experience they also tend to reconsider their views when they are asked what
a saint, or another kind of exemplary moral being, would do in those circum-
stances. With an exemplary moral being in mind it becomes much more
problematic, in their view, to make a moral decision based on rough utilit-
arian considerations. I try to use these observations, based on my teaching
experience, as material for further reflection on a „good“ and „bad“ use of
moral dilemmas in teaching. I argue also that J.S. Mill’s conception of util-
ity must be seen in the light of his insistence on connecting utilitarianism
18 G.K. Chersterton, Orthodoxy (Hodder & Stoughton: London 1999), s. 92-93.
19 Ég þakka Ástríði Stefánsdóttur, Birni Þorsteinssyni, Svavari Hrafni Svavarssyni og Róberti H.
Haraldssyni yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Greinin byggist á fyrirlestri sem haldinn var á
Hugvísindaþingi haustið 2003. Hún er unnin sem hluti af rannsóknarverkefni er nefnist For-
sendur sjálfbærrarpróunar t íslensku samfe'/agi, sem styrkt er af Rannsóknamiðstöð fslands.