Hugur - 01.01.2006, Side 69
Eining líkama og sálar og kynjamismunur
67
hann þróar hvort í sínu lagi. Annars vegar höfum við vélrænt viðmið sem út-
leggur líkamann sem tengslakerfi orsaka og virkni; hins vegar er boðandi
viðmið sem lýsir líkamanum sem h'frænni einingu sem ekki verður skipt í
hluta (Merleau-Ponty 1945,231/199). I fyrra líkaninu er líkamanum líkt við
vél; í hinu síðara er eining hans meira í ætt við listaverk (Merleau-Ponty
1945,175-177/150-151).
Hið h'fræna viðmið um líkamann er yfirleitt skýrt sem arfleifð frá bolla-
leggingum skólaspekinnar, en Merleau-Ponty heldur fram nýrri túlkun í ljósi
þekkingarfræði Descartes sjálfs. Þessi tillaga er studd textarýni; í Astríðum
sálarinnar eftir Descartes (1. hluta, §30) má finna eftirfarandi skýringu:
En til að skilja þessa hluti alla með fullkomnari hætti þarf okkur að
skiljast að sálin tengist í raun öllum hkamanum og að við getum ekki
sagt með réttu að hún sé til í einum hluta líkamans og engum öðr-
um. Því að k'kaminn er eining sem segja má að sé ósundurgreinan-
leg í ljósi niðurröðunar h'ffæra hans, sem eru svo nátengd hvert öðru
að fjarlægi maður eitthvert eitt þeirra lamast líkaminn allur
(Descartes AT XI 351, CMS I 339).
Svipaða kafla má finna í öðrum verkum og þó enn fremur í bréfaskiptum
Descartes (sjá t.d. Descartes AT IV 166-167, CSM-K 243, AT III 661,
682-685).6 Descartes heldur því fram að hugsa megi um líkamann sem vél-
rænt kerfi en einnig sem lífræna heild, og að hvor skilningurinn um sig sé
réttmætur á sinn hátt (Descartes AT III 691-693, CSM-K 227).
Eins og allir vita er þessum tveimur hugsanaferlum þó ekki gefið sama vægi
í þekkingarfræði Descartes. Þannig harmar Merleau-Ponty það í Fyrirbæra-
frœðinni að Descartes veiti hinni vélrænu útskýringu þekkingarlegan forgang
fram yfir reynsluútlistun hins hfandi h'kama (Merleau-Ponty 1945,231).7
Lausnin endurspeglast í þeirri sannfæringu að eining sálar og h'kama eigi
ekki erindi á meðal viðfangsefna hinnar fyrstu heimspeki heldur verði hún
aðeins skoðuð og rædd innan afmarkaðra vísindagreina á borð við hfeðhs-
fræði, læknisfræði og siðfræði. I þessum skilningi væri hugmyndin um ein-
inguna heimspekilega léttvæg; hún gæti orðið gagnleg í þágu afkomu og vel-
ferðar, en í henni felst ekki vottur af óyggjandi sannindum (sbr. Alanen
2002, 6, Reuter 2000, 58-59, 146, 2004, 96-97, 117). í augum femínískra
heimspekinga er þessi niðurstaða til ama: samkvæmt henni reynast hvorki
kynferði né kynjamismunur tilheyra viðfangsefnum réttnefndrar heimspeki
(sbr. Reuter 2000,147, 2004,118).
Til að losna úr þessum kartesísku ógöngum hafa menn tíðum gripið til þess
ráðs að draga grundvallarforsendu þeirra í efa, þ.e. hugmyndina um þekking-
arfræði sem hina fyrstu heimspeki. Ymsir femínískir hugsuðir hafa haft and-
Itarlegar skýringar á þessum textabútum má finna hjá Shapiro 1997,1999b, Reuter 2000.
Glögga umræðu um þessa rökfærslu má finna hjá Reuter 2000,2004.