Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 73
Eining líkama og sálar og kynjamismunur
7i
myndinni um sannleika sem gildi fyrir allar hugsandi verur (sbr. Beauvoir
1949a, 30-31/28).
2. Kynferði og kynjamismunur að hætti Descartes
Þó svo að Merleau-Ponty helgi kynferðinu heilan kafla í Fyrirbærafrteðinni
er markmið hans ekki að leggja fram kenningu um það. Merleau-Ponty
heldur því fremur fram að einungis að undangenginni rannsókn á kynferð-
islegum og erótískum tengslum getum við öðlast skilning á því hvernig við-
föng gefast okkur almennt í reynslu. I upphafi kaflans um kynferðið skrifar
hann:
Ef við viljum leiða í ljós tilkomu verunnar fyrir okkur, verðum við að
líta á það svið reynslunnar sem greinilega hefur merkingu og er
raunverulegt fyrir okkur einum, en það er tilfinningalíf okkar. Reyn-
um að sjá hvernig viðfang eða vera verður til fyrir okkur fyrir til-
stuðlan löngunar12 eða ástar og þannig munum við öðlast betri
skilning á því hvernig viðföng og verur geta verið til almennt séð
(Merleau-Ponty 1945,180/154).
Merleau-Ponty beinir þannig sjónum að kynferðisreynslu til að varpa ljósi á
grundvöll reynslunnar sem slíkrar. Rökin eru þau að öll skynreynsla — og all-
ir reynsluhættir sem hvíla á grunni skynjunar - eigi rætur að rekja til tilfinn-
inga. Þannig stefnir Merleau-Ponty ekki að kenningasmíð um kynferði eða
skýringum á því, heldur ætlar hann sér að lýsa kynferði sem grundvallarhætti
reynslunnar.
Samkvæmt Merleau-Ponty felst hinn marktæki kjarni í skrifum Freuds í
þeirri uppgötvun að lífið og kynferðið gegnsýri hvort annað (Merleau-Ponty
1945,197/169). Gallinn á smættandi túlkunum á sálgreiningunni felst hins
vegar í að ætla að þessa „osmósu" megi skilja, og að henni megi lýsa, með til-
vísun til orsakasamhengis (Merleau-Ponty 1945, 199-202/171-173).
Þannig er málum ekki háttað. Kynferðishegðun er ekki orsök annarra gerða
atferlisins heldur tjáning þeirra, og er jafnframt tjáð í þeim. Þannig myndar
heild líkamlegra athafna tiltekinnar manneskju - hreyfingar, stellingar og
látbragð — tjáningarsamstæðu sem er þannig úr garði gerð að þættir hennar
verða ekki skildir að.
Með almennara orðalagi má segja að háttur manneskju á að mynda tengsl
við heiminn, hluti í honum og atburði, þjappist saman í kynferði hennar. I
erótísku lífi manneskjunnar verður að veruleika sá stíll sem birtist líka í öðr-
um samböndum sem hún stendur í, hvort sem þau varða breytni, fræðilega
sýn eða skynjun. Það hvernig hún ber sig að við að sýna öðrum blíðuhót er
12
Samhengið leiðir í ljós að löngunin sem um er rætt er kynferðisleg.