Hugur - 01.01.2006, Page 91

Hugur - 01.01.2006, Page 91
Gríski draumurinn um konulausan heim 89 Ef ekkert væri til nema Eitt yrði niðurstaðan algjör stöðnun. Hvers kyns virkni væri úr sögunni. Þetta þýðir að Eitt getur ekki skapað hluti eingöngu úr sjálíu sér. Það þarf fyrst að „blandast" andstæðu sinni, Annarleikanum. Endursköp- un - með öðrum orðum, tilurð og fæðing - þarfnast bæði Eins og Annars. Þessi lýsing getur sjálfsagt virst nokkuð sértæk, en hjá Platoni býr hún yfir skýrt afmarkaðri merkingu. Allt sem er til — hvort sem það er tré, manneskja, stóll eða ríki - er samkvæmt Platoni samsett úr tveimur andstæðum lögmál- um einingar og annarleika. Eitt ogTvennd/Annarleiki eru ekki hlutir í sjálf- um sér, heldur lögmál allra hluta sem eru til. Rétt er að undirstrika að þótt eining sé fyrirmyndin og fjöld aðeins ill nauðsyn, þá er þörf á þeim báðum til að endursköpun geti orðið. Platon lætur því ekki fyllilega tælast af hinum gríska draumi og reynist, eins og Hesíodos, nógu raunsær til að viðurkenna Annað í merkingunni „það sem er ekki eitt“, „það sem er ekki samt sjálfu sér“ o.s.frv., jafnvel þótt hann ætli því óæðra gildi. Full ástæða er til að ætla að í augum Platons sé Eitt karllögmál og Annar- leiki kvenlögmál. Til að sýna fram á þetta þarf að taka málin til nákvæmari greiningar en unnt er í þessum kafla, en ég mun víkja aftur að þessu efni í öðrum hluta bókarinnar þar sem Platon verður í brennidepli.18 Hér mun ég aðeins leiða nokkrar líkur að þessari staðhæfmgu með því að taka til athug- unar tengsl heimspeki Platons við hina pýþagórísku hefð. Pýþagóringar skýrðu tilvist á svipaðan hátt og Platon, þ.e. sem samsetningu andstæðra lög- mála sem hétu í þeirra tilfelli „takmarkað" og „ótakmarkað“. Þessi tvö lögmál voru talin hliðstæð heilli röð af öðrum andstæðupörum sem Pýþagóringar héldu til haga í svokallaðri lögmálstöflu sinni (sbr. Frumspeki Aristótelesar, I 986a). Hér eru karlkyn, gott og birta sömu megin í töflunni og eining og hið takmarkaða, en fjöld og hið ótakmarkaða eru í hóp með kvenkyni, illsku og myrkri. Samkvæmt Pýþagóringum er því lögmálið sem myndar einingu eða takmörkun karllegt í eðli sínu. Þetta lögmál hins karUega eða hins góða er virkt lögmál sem greinir og af- markar einstaka hluti frá hinum ótakmarkaða, óákveðna og formlausa kven- kyns þætti. Allt sem er hefiir orðið til við slíkt aðgreiningarferli, sem sjálft á rætur að rekja til einhverskonar fæðingar. Hlutir öðlast tilvist þegar hið karl- lega lögmál veður yfir hið kvenlega. Þannig gegna kynfrjóvgun og fæðing hlutverki líkans fyrir hvers kyns tilurð hjá Pýþagórasi. Enginn vafi er á því að kenning Platons um lögmál sækir margt til pýþagórísku hefðarinnar. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að greinargerð hans fyrir tilurð allra hluta verði að skilja sem hliðstæðu við kynfrjóvgun og fæðingu. Platon var með öðrum orðum ekki ókunnugur vandamálinu um kynjamismun eins og leitt verður í ljós, í frekari smáatriðum, í öðrum hluta bókarinnar. 18 [Þessi hluti bókarinnar er ekki þýddur hér.]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.