Hugur - 01.01.2006, Síða 91
Gríski draumurinn um konulausan heim
89
Ef ekkert væri til nema Eitt yrði niðurstaðan algjör stöðnun. Hvers kyns virkni
væri úr sögunni. Þetta þýðir að Eitt getur ekki skapað hluti eingöngu úr sjálíu
sér. Það þarf fyrst að „blandast" andstæðu sinni, Annarleikanum. Endursköp-
un - með öðrum orðum, tilurð og fæðing - þarfnast bæði Eins og Annars.
Þessi lýsing getur sjálfsagt virst nokkuð sértæk, en hjá Platoni býr hún yfir
skýrt afmarkaðri merkingu. Allt sem er til — hvort sem það er tré, manneskja,
stóll eða ríki - er samkvæmt Platoni samsett úr tveimur andstæðum lögmál-
um einingar og annarleika. Eitt ogTvennd/Annarleiki eru ekki hlutir í sjálf-
um sér, heldur lögmál allra hluta sem eru til. Rétt er að undirstrika að þótt
eining sé fyrirmyndin og fjöld aðeins ill nauðsyn, þá er þörf á þeim báðum
til að endursköpun geti orðið. Platon lætur því ekki fyllilega tælast af hinum
gríska draumi og reynist, eins og Hesíodos, nógu raunsær til að viðurkenna
Annað í merkingunni „það sem er ekki eitt“, „það sem er ekki samt sjálfu sér“
o.s.frv., jafnvel þótt hann ætli því óæðra gildi.
Full ástæða er til að ætla að í augum Platons sé Eitt karllögmál og Annar-
leiki kvenlögmál. Til að sýna fram á þetta þarf að taka málin til nákvæmari
greiningar en unnt er í þessum kafla, en ég mun víkja aftur að þessu efni í
öðrum hluta bókarinnar þar sem Platon verður í brennidepli.18 Hér mun ég
aðeins leiða nokkrar líkur að þessari staðhæfmgu með því að taka til athug-
unar tengsl heimspeki Platons við hina pýþagórísku hefð. Pýþagóringar
skýrðu tilvist á svipaðan hátt og Platon, þ.e. sem samsetningu andstæðra lög-
mála sem hétu í þeirra tilfelli „takmarkað" og „ótakmarkað“. Þessi tvö lögmál
voru talin hliðstæð heilli röð af öðrum andstæðupörum sem Pýþagóringar
héldu til haga í svokallaðri lögmálstöflu sinni (sbr. Frumspeki Aristótelesar, I
986a). Hér eru karlkyn, gott og birta sömu megin í töflunni og eining og hið
takmarkaða, en fjöld og hið ótakmarkaða eru í hóp með kvenkyni, illsku og
myrkri. Samkvæmt Pýþagóringum er því lögmálið sem myndar einingu eða
takmörkun karllegt í eðli sínu.
Þetta lögmál hins karUega eða hins góða er virkt lögmál sem greinir og af-
markar einstaka hluti frá hinum ótakmarkaða, óákveðna og formlausa kven-
kyns þætti. Allt sem er hefiir orðið til við slíkt aðgreiningarferli, sem sjálft á
rætur að rekja til einhverskonar fæðingar. Hlutir öðlast tilvist þegar hið karl-
lega lögmál veður yfir hið kvenlega. Þannig gegna kynfrjóvgun og fæðing
hlutverki líkans fyrir hvers kyns tilurð hjá Pýþagórasi. Enginn vafi er á því
að kenning Platons um lögmál sækir margt til pýþagórísku hefðarinnar. Þar
að auki er ég þeirrar skoðunar að greinargerð hans fyrir tilurð allra hluta
verði að skilja sem hliðstæðu við kynfrjóvgun og fæðingu. Platon var með
öðrum orðum ekki ókunnugur vandamálinu um kynjamismun eins og leitt
verður í ljós, í frekari smáatriðum, í öðrum hluta bókarinnar.
18
[Þessi hluti bókarinnar er ekki þýddur hér.]