Hugur - 01.01.2006, Side 95
Gríski draumurinn um konulausan heim
93
heldur einnig forsendu hreyfmgar, breytingar og vaxtar, einskonar „rekstrarlög-
mál“ (öþoun; Kratýlos 401 d). Orðaleikur Platons er ekki það eina sem gefur til
kynna tvíræðnina í eðli Hestíu vegna þess að hún var líka til staðar í goðsög-
unum. Málið skýrist þegar við tínum til fleiri eiginleika Hestíu.
Gyðjan Hestía er hrein mey. I því tilliti líkist hún Aþenu og Artemis sem
eru einu gyðjurnar sem geta fyllilega staðist áhrifamátt ástargyðjunnar Afr-
ódítu. Einnig eru merki um að Hestía sé lögð að jöfnu við Móður Jörð,
Gaia-Métér, grunninn að allri frjósemi í náttúrunni. Hestía táknar því ekki
aðeins meydóm heldur líka frjósemi jarðarinnar. Enn og aftur birtist hún í
tvíræðu ljósi. Hún tengir saman frjósemi og meydóm en það jafngildir æxl-
un án kynferðis. Hestía er jómfrúr-eldstæðið, tryggilega rótfastur miðpunkt-
ur heimilis og fjölskyldu, og tryggir sem slík framgang ættleggjarins frá einni
kynslóð til annarrar. Þar af sést að sjálf hugmyndin um framgang er tvíræð.
Annars vegar gefur hún til kynna fastan punkt sem helst óbreyttur þrátt fyr-
ir að það sem er umhverfis hann breytist. Hins vegar felur hún í sér breyt-
ingaferlið sjálft. Það sem á að tryggja framgang fjölskyldunnar á ekki aðeins
að vera fastur punktur sem breytist ekki, það á líka að sjá um fjölgun, en það
jafngildir breytingu.
Þar sem það tilheyrir konunni að fæða barnið virðist rökrétt að líta svo á
að hún sé hinn efnislegi hlekkur milli tveggja kynslóða. A hinu aþenska
heimili (oikos) var hún samt ótraustur hlekkur að því leyti að sækja þurfti nýja
konu inn í fjölskyldu karlsins með hverri nýrri kynslóð. Heimilið eða oikos
tilheyrði karlinum og þess vegna erfði sonurinn heimilið — hús og eignir —
eftir föður sinn. Fasti hlekkurinn í fjölskyldunni var því karlinn, húsbóndinn,
fjölskyldufaðirinn. Hann var tákngervingur einingar og framgangs fjölskyld-
unnar, hann gerði að verkum að fjölskyldan hélst hin sama í tímans rás. Á
þann hátt voru náin táknræn tengsl milli Hestíu og fjölskylduföðurins.
Tengingin milli hinnar kvenlegu Hestíu og hins karlmannlega höfiiðs fjöl-
skyldunnar birtist í aþenska helgisiðnum amfidromia sem Vernant hefiir kall-
að aðlögunarsiðinn.22 Helgisiður þessi var iðkaður þegar taka átti nýfætt
barn inn í fjölskylduna. Nokkrum dögum eftir fæðinguna var barnið borið
hringinn í kringum eldstæði hússins. Merking þessa var sú að faðirinn við-
urkenndi barnið sem lögmætt afkvæmi sitt og að það verðskuldaði að vera
tekið inn í fjölskylduna. Væri siðurinn ekki virtur þýddi það yfirleitt hið
gagnstæða, þ.e. að fjölskyldan afneitaði barninu og því var þá jafnvel ekki
leyft að lifa. Barn sem hlotið hafði viðurkenningu föðurins var talið „afkvæmi
eldstæðisins".23 Þetta orðalag gefur í skyn að barnið sé afkomandi Hestíu eða
fætt af henni. Hestía er eins og naflinn sem rótfestir ekki aðeins jörðina á
sínum stað í „miðju himinhvelanna" og bindur heimilið við jörðina, heldur
festir hún líka barnið í sessi innan fjölskyldunnar. Hér eins og áður er Hest-
ía kynlaust frjóvgunartákn: barnið sprettur út úr Hestíu eins og sproti sprett-
ur upp úr jörðinni.
22 Vernant, Myth and Thought, s. 157.
23 Sama rit, s. 134.