Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 97
Gríski draumurinn um konulausan heim
95
var fram hér að ofan á grundvelli goðsagnanna um hinn jarðborna og Pand-
óru. Hér eins og áður er konan (eða kvenkynið) auðkennd sem Annað eða
Hin, hið útlenda, það sem kemur að utan og brýtur upp hina sjálfbæru karl-
legu einingu. Ástæða þess að karl tók konu inn í fjölskyldu sína með giftingu
var sú að hann vildi raungera það sem hann þráði að gera einn, þ.e. að tryggja
viðgang ættleggs síns.
Hugtökunum kvenlegt og karllegt virðist hafa verið snúið á haus, ekki
bara einu sinni heldur tvisvar. I ljós kemur að Hestía, sem bersýnilega er
heimili-eldstæði, er fulltrúi karllegra gilda, en Hermes, miðlarinn og sá sem
skapar opinbert karllegt rými, á sér líka kvenlega hlið. Þýðir þetta að hug-
tökin „kvenlegt" og „karllegt“ hafi tapað merkingu sinni? Eg held ekki. I
daglegu lífi borgríkisins (polis) er karlinn hreyfiaflið þegar allt kemur til alls,
táknaður með hinum karllega Hermes, en konan er á hinn bóginn hið kyrr-
stæða afl, táknað með hinni kvenlegu Hestíu. Samt virðist karlinn líta á
sjálfan sig sem hið óhreyfanlega, stöðuga afl sem tengist Hestíu á táknræn-
an hátt. I daglegu lífi konunnar - og enn sem fyrr á ég við hina giftu konu,
eiginkonu borgarans og móður tilvonandi borgara - var hún bundin við
heimilið þar sem verkefni hennar var að geta fjölskylduföðurnum skilgetin
afkvæmi. En það er einmitt þetta hlutverk - æxlunareiginleiki konunnar -
sem hefur enga táknræna þýðingu. Það vantar ekki aðeins í goðsögurnar og
helgisiðina heldur einnig í hugmyndafræði og löggjöf tengda hjónabandinu
sem stofnun.
Konan kom inn í fjölskylduna að utan, og ef hún hverfur á braut að nýju
bíður sjálfsmynd fjölskyldunnar engan hnekki. Að þessu leyti minnir hún á
— en gerir heldur ekkert meira en að minna á - hinn karllega Hermes. Við
skulum ekki gleyma því að á meðan heimurinn utan heimilisins var karlin-
um afar mikilvægt fymi — hann var bókstaflega fymið sem gaf lífi hans merk-
ingu - þá var hann tómarúm fyrir konuna, hann var ekkert. Hin gifta kona
hafði ekkert hlutverk utan veggja heimilisins. Hún var ekki neitt utan vett-
vangs heimilislífsins.26 A þennan hátt heldur Hermes fyllilega karlmennsku
sinni. Karlinn virðist hafa náð yfirráðum yfir bæði karllegum og kvenlegum
þáttum borgríkisins.
Og hvað er þá eftir handa konunni? Hvernig gerum við grein fyrir stöðu
hennar í hinum aþenska polisi I samanburði við karlinn og menninguna sem
hann hélt gangandi er konan fyrst og fremst neitun; hún er „annarleikinn“
sem truflar einingu karllegs samfélags. Hún er líkamlega til staðar án þess að
hún sé viðurkennd sem slík; hún er ákveðin ó-vera sem þarf að vísu að taka
með í reikninginn. I lögum Períklesar frá 450 f.Kr. segir til dæmis að Aþen-
ingur þurfi að vera „fæddur af tveimur borgurum“, en af því virðist mega
álykta að bæði móðir og faðir þurfi að vera borgarar jafnvel þótt ekki séu til
Hér mætti á móti benda á að konur hafi leikið virkt hlutverk í trúarlegum hátíðum sem skip-
uðu svo mikilvægan sess í opinberu lífi borgríkisins. En að svo miklu leyti sem þessar hátíðir
virðast styðja karllæga hugmyndafræði borgríkisins, og viðhalda henni, er hlutur kvenna í þeim
á einhvern hátt málum blandinn. Sjá t.d. Zeitlin, „Cultic Models of the Female".
26