Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 107
Sjáljlð og tím 'inn
105
og það á sér aðeins stað í samspili margra sjálfsvera. Ég verð því aðeins að
persónu að ég lifi með öðrum í sameiginlegri veröld. Skilningur fyrirbæra-
fræðinnar á sjálfinu hefur engu að síður forgang. Þó að hægt sé að vera sjálf
án þess að vera persóna, er ekki hægt að vera persóna án þess að vera sjálf.
Rannsóknir í taugavísindum kunna að renna stoðum undir þessa fixllyrð-
ingu. Damasio hefur haldið því fram í nýlegri bók sinni, The FeelingofWhat
Happens, að tilfinning fyrir sjálfinu [sense of self\ sé ómissandi þáttur hins
meðvitaða huga. Hann skrifar: „Sé hugtakið „sjálfsmeðvitund" skilið sem
„vitund með tilfinningu fyrir sjálfmu" þá nær það nauðsynlega yfir hvers
kyns mannlega vitund — eftir því sem ég best fæ séð getur hreinlega ekki ver-
ið um annars konar vitund að ræða“.29
A hinn bóginn er vitundin ekki einsteinungur, og Damasio þykir ráðlegt
að gera greinarmun á einfaldri grundvallargerð hennar, sem hann nefnir
kjarnavitund, og annarri og flóknari gerð sem hann nefnir útvíkkaða vitund.
Kjarnavitundin er bundin við eitt skipulagssvið og helst stöðug alla ævi líf-
verunnar. Hún einskorðast ekki við manninn og er hvorki háð venjulegu
minni, starfandi minni \operative memory\, rökhugsun né tungumáli. Aftur á
móti tekur útvíkkuð vimnd til nokkurra skipulagssviða. Hún tekur breyting-
um þegar æviskeiði h'fverunnar vindur fram og er háð bæði venjulegu minni
og starfandi minni. Hana má finna í einfaldri mynd hjá öðrum lífverum en
manninum, en hámarki sínu nær hún einvörðungu í mönnum sem notast við
tungumál. Samkvæmt Damasio svara þessar tvær gerðir vitundar til tvenns
konar sjálfs. Þá tilfinningu fyrir sjálfinu sem kjarnavitundin býr yfir kallar
hann kjarnasjálf en þá flóknari tilfinningu fyrir sjálfinu sem felst í útvíkkaðri
vitund nefnir hann sjálfsævisögulegt sjáf?(>
Sambandið milli kjarnavitundar og útvíkkaðrar vitundar, og að sama skapi
milli kjarnasjálfs og sjálfsævisögulegs sjálfs, er algjört grundvallaratriði. Ut-
víkkuð vitund byggir á þeim grunni sem kjarnavitundin er. Hún gerir ráð
fyrir kjarna sem hún víkkar síðan út með því að tengja hann í senn við hina
lifuðu fortíð og þá framtíð sem er í vændum. Sé litið á þetta líkan með
þroskahugtakið til marks, þá er fyrst í stað um lítið annað að ræða en ólíkar
myndir hins einfalda ástands kjarnasjálfsins, en eftir því sem reynsla safnast
upp vex minnið og mögulegt verður að kalla hugtakið um sjálfsævisögulegt
sjálf til leiks.31
Líkt og Damasio bendir á má finna í taugavísindum, og sér í lagi í tauga-
meinafræði, margs konar gögn sem renna stoðum undir þennan greinarmun.
Rannsóknir á taugasjúkdómum gefa okkur kost á því að greiða úr hinum
ólíku lögum í vitundinni og svipta hulunni af virkni hennar:
Afleiðingar taugasjúkdóma staðfesta greinarmuninn milli kjarnavit-
undar og útvíkkaðrar vitundar. Grunngerð vitundarinnar, kjarnavit-
29
30
31
Damasio 1999, s. 19.
Damasio 1999, s. 16-17,127.
Damasio 1999, s. 175.