Hugur - 01.01.2006, Side 111
Messías á Islandi
109
traust við lestur greinar Derrida, svo og greinar Maurizio Ferraris sem fer
á undan henni.
*
Greinin „„Tilurð og formgerð“ og íyrirbærafræðin“ má að mörgu leyti heita
söguleg, í það minnsta þegar htið er til höfimdarferils Derrida sjálfs. Hún var
upphaflega flutt sem fyrirlestur á ráðstefnu í Cerisy-la-Salle á Normandí
árið 1959. Ráðstefnan sú arna var haldin til heiðurs læriföður Derrida, Jean
Hyppolite, og yfirskrift hennar var einmitt „Tilurð og formgerð" („Genése
et structure"). Þar er skírskotað til frægrar bókar Hyppolites, Tilurð ogform-
gerð „Fyrirbærafræði andans“ eftir Hegel (Genese et structure de la „Phe'noméno-
logie de l'esprit" de Hegel, 1946).1 Þegar Derrida mætir til leiks í Cerisy er
hann lítið annað en 29 ára gamall statisti sem ætlaður er til uppfyllingar á
leiksviði hinna miklu andans jöfra sem þarna eru og hafa eflaust keppst um
að gera sig breiða. Þessi ungi maður hafði aldrei haldið opinberan fyrirlest-
ur.2 Fimm árum áður hafði hann lokið meistaraprófi (maitrise) með ritgerð
sem skartaði einmitt öðru lykilorði ráðstefnunnar í titli sínum: „Tilurðar-
vandinn í heimspeki Husserls" („Le probléme de la genése dans la philo-
sophie de Husserl").3 Það er því að mörgu leyti eðlilegt að nýliðinn skyldi
velja þá leið, úr því að hann lét freistast til að troða upp meðal stórmennanna,
að halda sig við fyrirbærafræðinginn góðkunna. Titill greinar Derrida, sem
eflaust kann að virðast einkennilegur, skýrist af þessum aðstæðum: „Tilurð
og formgerð“ er bein tilvitnun í yfirskrift ráðstefnunnar (og þar er komin
skýringin á gæsalöppunum), og „fyrirbærafræðin" vísar fyrst og fremst til
heimspeki Husserls.
Gott og vel - en hvernig er þá háttað tengslunum milli þessara tveggja ein-
inga í titli ritgerðar Derrida — hugtakatvenndarinnar „tilurð og formgerð"
annars vegar og fyrirbærafræðinnar hins vegar? Hvers vegna er áhugavert,
nauðsynlegt eða eftirsóknarvert að fjalla um fyrirbærafræði Husserls með
skírskotun til þessara tveggja hugtaka? Svarið er hreint og beint: með góð-
um rökum má líta á gjörvalla hugsun Husserls sem glímu við umrædd reg-
inhugtök. Sömu túlkun mætti einnig orða á þá leið að heimspeki Husserls
beri frá upphafi til enda glögg merki um erfiða og sársaukafulla togstreitu
milh tilurðar og formgerðar. Til að skýra þetta nánar skulum við líta sem
snöggvast á höfundarferil Husserls.
1 Erindin af ráðstefnunni voru gefin út á bók (og grein Derrida þar á meðal): Maurice de Gand-
illac, Lucien Goldmann og Jean Piaget (ritstj.), Entretiens sur les notions de genése et de structure,
París og Haag, Mouton 1965. Þýðingin á grein Derrida sem hér birtist er hins vegar gerð eftir
útgáfii hennar í bók ltans L'écriture et la différence, París, Seuil 1967.
2 Sbr. Geoffrey Bennington ogjacqucs Ðernds,Jacgues Derrida, París, Seuil 1991, s. 303;Jacqu-
es Derrida, „L’animal que donc je suis (á suivre)“, í Marie-Louise Mallet (ritstj.), L'animalauto-
biographique: Autour de Jacques Derrida, París, Galilée 1999, s. 252.
3 Dcrrida gaf ritgerð þessa út á bók rúmum 35 árum eftir að hann lauk við hana: Derrida, Le
probleme de la genése dans laphi/osophie de Husserl, París, Presses Universitaires de France 1990.