Hugur - 01.01.2006, Page 111

Hugur - 01.01.2006, Page 111
Messías á Islandi 109 traust við lestur greinar Derrida, svo og greinar Maurizio Ferraris sem fer á undan henni. * Greinin „„Tilurð og formgerð“ og íyrirbærafræðin“ má að mörgu leyti heita söguleg, í það minnsta þegar htið er til höfimdarferils Derrida sjálfs. Hún var upphaflega flutt sem fyrirlestur á ráðstefnu í Cerisy-la-Salle á Normandí árið 1959. Ráðstefnan sú arna var haldin til heiðurs læriföður Derrida, Jean Hyppolite, og yfirskrift hennar var einmitt „Tilurð og formgerð" („Genése et structure"). Þar er skírskotað til frægrar bókar Hyppolites, Tilurð ogform- gerð „Fyrirbærafræði andans“ eftir Hegel (Genese et structure de la „Phe'noméno- logie de l'esprit" de Hegel, 1946).1 Þegar Derrida mætir til leiks í Cerisy er hann lítið annað en 29 ára gamall statisti sem ætlaður er til uppfyllingar á leiksviði hinna miklu andans jöfra sem þarna eru og hafa eflaust keppst um að gera sig breiða. Þessi ungi maður hafði aldrei haldið opinberan fyrirlest- ur.2 Fimm árum áður hafði hann lokið meistaraprófi (maitrise) með ritgerð sem skartaði einmitt öðru lykilorði ráðstefnunnar í titli sínum: „Tilurðar- vandinn í heimspeki Husserls" („Le probléme de la genése dans la philo- sophie de Husserl").3 Það er því að mörgu leyti eðlilegt að nýliðinn skyldi velja þá leið, úr því að hann lét freistast til að troða upp meðal stórmennanna, að halda sig við fyrirbærafræðinginn góðkunna. Titill greinar Derrida, sem eflaust kann að virðast einkennilegur, skýrist af þessum aðstæðum: „Tilurð og formgerð“ er bein tilvitnun í yfirskrift ráðstefnunnar (og þar er komin skýringin á gæsalöppunum), og „fyrirbærafræðin" vísar fyrst og fremst til heimspeki Husserls. Gott og vel - en hvernig er þá háttað tengslunum milli þessara tveggja ein- inga í titli ritgerðar Derrida — hugtakatvenndarinnar „tilurð og formgerð" annars vegar og fyrirbærafræðinnar hins vegar? Hvers vegna er áhugavert, nauðsynlegt eða eftirsóknarvert að fjalla um fyrirbærafræði Husserls með skírskotun til þessara tveggja hugtaka? Svarið er hreint og beint: með góð- um rökum má líta á gjörvalla hugsun Husserls sem glímu við umrædd reg- inhugtök. Sömu túlkun mætti einnig orða á þá leið að heimspeki Husserls beri frá upphafi til enda glögg merki um erfiða og sársaukafulla togstreitu milh tilurðar og formgerðar. Til að skýra þetta nánar skulum við líta sem snöggvast á höfundarferil Husserls. 1 Erindin af ráðstefnunni voru gefin út á bók (og grein Derrida þar á meðal): Maurice de Gand- illac, Lucien Goldmann og Jean Piaget (ritstj.), Entretiens sur les notions de genése et de structure, París og Haag, Mouton 1965. Þýðingin á grein Derrida sem hér birtist er hins vegar gerð eftir útgáfii hennar í bók ltans L'écriture et la différence, París, Seuil 1967. 2 Sbr. Geoffrey Bennington ogjacqucs Ðernds,Jacgues Derrida, París, Seuil 1991, s. 303;Jacqu- es Derrida, „L’animal que donc je suis (á suivre)“, í Marie-Louise Mallet (ritstj.), L'animalauto- biographique: Autour de Jacques Derrida, París, Galilée 1999, s. 252. 3 Dcrrida gaf ritgerð þessa út á bók rúmum 35 árum eftir að hann lauk við hana: Derrida, Le probleme de la genése dans laphi/osophie de Husserl, París, Presses Universitaires de France 1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.