Hugur - 01.01.2006, Síða 112
IIO
Björn Þorsteinsson
*
Eins og áður sagði var Husserl upphafsmaður fyrirbærafræðinnar sem sjálf-
stæðrar greinar á hinu kræklótta tré - eða kjarri - heimspekinnar. Hug-
myndinni að fyrirbærafræðinni laust þó ekki niður í höfuð hans í einni svip-
an - né heldur verður það sagt um Husserl að hann hafi helgað sig
heimspekinni allt frá upphafi. Oðru nær; leið hans inn í heimspekina al-
mennt, og fyrirbærafræðina sérstaklega, lá um lendur stærðfræði og rök-
fræði.4 Að þessu leyti má rekja heimspekilega ættartölu Husserls til sömu
forfeðra og margra helstu fulltrúa rökgreiningarspekinnar; og rétt eins og
meðlimir Vínarhringsins fræga, að ógleymdum Frege, Russell, Wittgenstein
og félögum, þáði Husserl ríkulegan innblástur af raunhyggjunni bresku
(einkum af verkum Humes og Mills). Hann hafði einnig dálæti á kenning-
um samtíðarmanns síns Williams James og las verk eðlisfræðingsins og vís-
indaspekingsins Ernsts Mach af ákafa.5
Helsti lærifaðir Husserls var þó landi hans Franz Brentano (1838-1917).
I heimspeki Brentanos runnu áhrif frá Aristótelesi og skólaspekinni saman
við breska raunhyggju og hugmyndir Descartes og úr varð mikil kenning
sem ætlað var að hjálpa þeirri nýfæddu vísindagrein sálfræðinni að komast á
legg. Þungamiðjan í hugsun Brentanos — að minnsta kosti þegar horft er til
hennar frá sjónarhóli fyrirbærafræðinnar — er hugtakið um ætlandi (Intent-
ionalitcit) sem hann þáði frá Aristótelesi og mótaði á sinn hátt. I hnotskurn
lýsir umrætt hugtak þeirri staðreynd að vitundin beinist alltaf að einhverju -
hún er alltaf vitund um eitthvað.6 Undiraldan í kenningu Brentanos er ótví-
rætt af meiði raunhyggju, og fer saman við megna andúð á þýskri hughyggju.
Þessar hugmyndir tók Husserl í arf nokkurn veginn gagnrýnislaust og hafði
þær að leiðarljósi langt fram eftir aldri.7
Fyrsta verkið sem Husserl sendi frá sér var Heimspeki reikningslistarinnar
{Philosophie der Arithmetik, 1891). Þar heldur hann því fram að hugmyndina
um tölu megi rekja til athafna í sáhnni. Nánar tiltekið snúast sh'kar athafnir
um að flokka niður „mergðina" sem fyrir augu ber og rekja tengsl á milli
þeirra. Skemmst er frá því að segja að Husserl var þegar orðinn fráhverfur
þessum hugmyndum þegar bókin kom út, og gat því ekki annað en tekið
undir með Gottlob Frege þegar sá síðarnefndi tók bókina til bæna í ritdómi
4 Þannig skrifaði Heidegger síð:ir um læriföður sinn: „Husserl sjálfur var upphaflega stærðfræð-
ingur. Hann var nemandi Weierstrass [1815-1897, stærðfræðingur] og skrifaði doktorsritgerð
í stærðfræði. Hann hafði engin kynni haft af heimspekinni fyrir utan það sem venjulegur stúd-
ent hendir á lofti í fýrirlestrum" (Martin Heidegger, History of the Concept ofTime: Prolegom-
ena, T. Kisiel þýddi, Bloomington, Indiana University Press 1985, s. 23; hér vitnað eftir Der-
mot Moran, Introduction tophenomenotogy, London og New York, Roudedge 2000, s. 69).
5 Husserl var einnig góðvinur og fræðafélagi stærðfræðinga á borð við Georg Cantor
(1845-1918) og David Hilbert (1862-1943).
6 Þannig mætti hugsa sér að viðhafa orðið „aðhygli" um ætlandina - með tilvísun til þess að vit-
undin hugar ætíð að einhverju. En orðið „ætlandi" hefiir þann kost að fela í sér augljósa skír-
skotun til ætlunar á sama hátt og Intentionalitat skírskotar til Intention.
7 Á sextugsaldri, um það leyti sem fyrri heimsstyrjöld geisaði, tók Husserl óvæntu ástfóstri við
Fichte. Sjá Moran, Introduction tophenomenology, s. 81-82.