Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 112

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 112
IIO Björn Þorsteinsson * Eins og áður sagði var Husserl upphafsmaður fyrirbærafræðinnar sem sjálf- stæðrar greinar á hinu kræklótta tré - eða kjarri - heimspekinnar. Hug- myndinni að fyrirbærafræðinni laust þó ekki niður í höfuð hans í einni svip- an - né heldur verður það sagt um Husserl að hann hafi helgað sig heimspekinni allt frá upphafi. Oðru nær; leið hans inn í heimspekina al- mennt, og fyrirbærafræðina sérstaklega, lá um lendur stærðfræði og rök- fræði.4 Að þessu leyti má rekja heimspekilega ættartölu Husserls til sömu forfeðra og margra helstu fulltrúa rökgreiningarspekinnar; og rétt eins og meðlimir Vínarhringsins fræga, að ógleymdum Frege, Russell, Wittgenstein og félögum, þáði Husserl ríkulegan innblástur af raunhyggjunni bresku (einkum af verkum Humes og Mills). Hann hafði einnig dálæti á kenning- um samtíðarmanns síns Williams James og las verk eðlisfræðingsins og vís- indaspekingsins Ernsts Mach af ákafa.5 Helsti lærifaðir Husserls var þó landi hans Franz Brentano (1838-1917). I heimspeki Brentanos runnu áhrif frá Aristótelesi og skólaspekinni saman við breska raunhyggju og hugmyndir Descartes og úr varð mikil kenning sem ætlað var að hjálpa þeirri nýfæddu vísindagrein sálfræðinni að komast á legg. Þungamiðjan í hugsun Brentanos — að minnsta kosti þegar horft er til hennar frá sjónarhóli fyrirbærafræðinnar — er hugtakið um ætlandi (Intent- ionalitcit) sem hann þáði frá Aristótelesi og mótaði á sinn hátt. I hnotskurn lýsir umrætt hugtak þeirri staðreynd að vitundin beinist alltaf að einhverju - hún er alltaf vitund um eitthvað.6 Undiraldan í kenningu Brentanos er ótví- rætt af meiði raunhyggju, og fer saman við megna andúð á þýskri hughyggju. Þessar hugmyndir tók Husserl í arf nokkurn veginn gagnrýnislaust og hafði þær að leiðarljósi langt fram eftir aldri.7 Fyrsta verkið sem Husserl sendi frá sér var Heimspeki reikningslistarinnar {Philosophie der Arithmetik, 1891). Þar heldur hann því fram að hugmyndina um tölu megi rekja til athafna í sáhnni. Nánar tiltekið snúast sh'kar athafnir um að flokka niður „mergðina" sem fyrir augu ber og rekja tengsl á milli þeirra. Skemmst er frá því að segja að Husserl var þegar orðinn fráhverfur þessum hugmyndum þegar bókin kom út, og gat því ekki annað en tekið undir með Gottlob Frege þegar sá síðarnefndi tók bókina til bæna í ritdómi 4 Þannig skrifaði Heidegger síð:ir um læriföður sinn: „Husserl sjálfur var upphaflega stærðfræð- ingur. Hann var nemandi Weierstrass [1815-1897, stærðfræðingur] og skrifaði doktorsritgerð í stærðfræði. Hann hafði engin kynni haft af heimspekinni fyrir utan það sem venjulegur stúd- ent hendir á lofti í fýrirlestrum" (Martin Heidegger, History of the Concept ofTime: Prolegom- ena, T. Kisiel þýddi, Bloomington, Indiana University Press 1985, s. 23; hér vitnað eftir Der- mot Moran, Introduction tophenomenotogy, London og New York, Roudedge 2000, s. 69). 5 Husserl var einnig góðvinur og fræðafélagi stærðfræðinga á borð við Georg Cantor (1845-1918) og David Hilbert (1862-1943). 6 Þannig mætti hugsa sér að viðhafa orðið „aðhygli" um ætlandina - með tilvísun til þess að vit- undin hugar ætíð að einhverju. En orðið „ætlandi" hefiir þann kost að fela í sér augljósa skír- skotun til ætlunar á sama hátt og Intentionalitat skírskotar til Intention. 7 Á sextugsaldri, um það leyti sem fyrri heimsstyrjöld geisaði, tók Husserl óvæntu ástfóstri við Fichte. Sjá Moran, Introduction tophenomenology, s. 81-82.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.