Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 115
Messías á Islandi
113
leggja eiginlegan og traustan grunn að kenningunni sjálfri. Með öðrum orð-
um falla allar umræddar stefnur í flokk þeirra vísinda sem hvíla á vanhugs-
uðum undirstöðum og hljóta því að leysast upp í innantóma afstæðishyggju.
Veturinn 1905-06 hélt Husserl fyrirlestra við Háskólann í Göttingen þar
sem hann gerði vitundina um tímann að viðfangsefni sínu. Lestrar þessir
mörkuðu ákveðin tímamót í hugsun Husserls og eru þeir óspart lesnir nú á
dögum ásamt síðari skrifum hans um tímann. Göttingen-lestrarnir komu út
árið 1928, í eilítið niðursoðinni mynd, en að öðru leyti lét Husserl ógert að
búa tímaathuganir sínar til prentunar.14 Lykilhugtökin í viðureign Husserls
við upplifunina á tímanum lúta að því hvernig vitundin er ekki bundin við það
sem blasir við sjónum „hér og nú“ heldur beinist hún ætíð fram í tímann og
heldur þar að auki eftir ákveðnum þáttum hinnar liðnu upplifiinar. Til að
skýra það sem hér er átt við tekur Husserl jafnan dæmi af því að hlusta á lag-
stúf: að heyra lagið er eitthvað annað og meira en að heyra hvern tón út af fyr-
ir sig, lokaðan inni í skýrt afmörkuðu núi - það útheimtir að við höfum ný-
liðna tóna í huga og þar að auki leitar vitund okkar einnig fram í tímann og
leitast við að „sjá fyrir“ komandi tóna (sér í lagi ef um er að ræða lagstúf sem
við þekkjum). Vitundin tekur með öðrum orðum virkan þátt í tímaupplifun-
inni, það er að segja í upplifuninni almennt, því að öll upplifun á sér stað í
tíma. Vitundin er ekki aðeins óvirkur þiggjandi, heldur einnig virkur gerandi;
og hún er ekki bundin við núverandi birtingu fyrirbærisins, sem Husserl
nefnir frumbirtingu, heldur einkennist hún einnig af eftirheldni (Retention)
sem lýtur að því liðna, og framleitni (Protention) sem beinist fram í tímann.15
Eftir útkomu Hugmynda I var Husserl orðinn frægur heimspekingur með
fjöldann allan af efnilegum nemendum. Einn þeirra, og sjálfsagt sá frægasti,
var Martin Heidegger (1889-1976). Hann gerðist aðstoðarmaður Husserls
um tíma og að lokum fór svo að hann tók við prófessorsstöðu hans í Freiburg.
Arið 1927 sendi Heidegger frá sér höfuðrit sitt Veru og tíma (Sein und Zeit) og
bakaði sér við það óþökk Husserls, sem þótti fyrirbærafræðin þarna hafa tek-
ið á sig nokkuð torkennilega mynd. Samband Heideggers og Husserls átti eft-
ir að þróast til hins verra á fjórða áratug 20. aldar, enda var sá fyrrnefndi „ekta“
Þjóðverji en sá síðari af gyðingaættum. Sú saga verður þó ekki rakin hér.16
Á síðasta áratug ævi sinnar sendi Husserl frá sér nokkur verk sem mark-
verð þykja: Formlega og forskilvitlega rökfræði (Formale und transzendentale
Logik, 1929), Kartesískar hugleiðingar (Méditations cartésiennes, 1931),17
Kreppu evrópskra vísinda (Krisis der europáischen Wissenschaften, 1936) og að
14 Merkasta framlag Husserls til þessara rannsókna er tiltölulega nýkomið út: það eru svokölluð
Bemau-handrit um timavitundina. Sjá Husserl, Die „Bemauer Manuskripte“ úber das Zeitbe-
•wujltsein (1917/18). Husserliana XXXIII. Dordrecht, Kluwer Academic Publishers 2001.
15 Dan Zahavi gerir skipulega grein fyrir þessum hugtökum í grein sinni í þessu hefti, sjá s.
103-104.
16 Nasistar dæmdu heimspeki Husserls úrkynjaða af þeim sökum að hún héldi á lofti „hugsjón-
inni um skynsemi sem gildi fyrir alla menn“ (sjá Moran, Introduction to phenomenology, s. 88).
Með öðrum orðum: þeir skildu hann rétt... að öðru leyti en því að vandséð er í hverju úrkynj-
unin í þessari eðlu hugmynd á að vera fólgin.
17 Bókin kom ekki út á þýsku fyrr en árið 1950.