Hugur - 01.01.2006, Síða 122
120
Páll Skúlason
Þeim sem þegar hafa, eða telja sig hafa, komist inn í Derrida kann að virð-
ast það sem hingað til hefur verið haldið hér fram heldur villandi. I fyrsta
lagi: ritstíll Derrida er ekki yfirfullur af merkingu, öllu heldur er hann gríð-
arlega ríkur og gefandi. I öðru lagi: Derrida hefur sýnt fram á að frumspeki-
hefðin er rökmiðjuð eða hljómmiðjuð og sagt sig úr lögum við hana. I þriðja
lagi er það sem hann fæst við afbygging allra hugtaka- og menningarbund-
inna kenninga og kerfa.
Aður en ég tek þessa þríþættu mótbáru til athugunar langar mig að
skyggnast eih'tið dýpra í meginatriði hugsunar Derrida eins og ég lýsti þeim
og freista þess að skýra hvers vegna og á hvaða hátt þessi atriði mega heita
ástæður þess hversu erfitt sé að komast inn í Derrida, svo og þess hve við
erum treg til að takast á við það verkefni.
Eg minntist á þrjú megineinkenni á ritstíl Derrida: þar er ofgnótt merk-
ingar, textinn er fjölradda og ásetningur hans er á huldu. Við höfiim svo að
segja eðlislæga tilhneigingu til að vísa heimspeki af þessu sauðahúsi á bug
sem merkingarleysu, eða, ef við viljum sýna meiri háttvísi, bægja henni frá
okkur með þeim rökum að hún sé tóm mælskulist eða dæmi um einhvers
konar ljóðræna tjáningu - við tökum henni að minnsta kosti ekki sem alvöru
heimspekiverki.
Á þessi tilhneiging, í hvaða mynd sem hún annars tekur á sig, rétt á sér?
Eigum við að meina sjálfum okkur inngöngu í þann heim sem geymir skrif
Derrida vegna þess eins að stíil hans stangast á við eða virðist ekki vera í
samræmi við þá hefð heimspekiskrifa sem hófst hjá Platoni og Aristótelesi?
Leiðum fyrst hugann að uppruna þessarar ólundar eða höfnunar. Ég held
að upptakanna sé að leita í því þegar Platon sneri baki við skáldunum og
skipaði heimspekilega orðræðu í stöðu hins mögulega boðbera þekkingar-
innar eða sannleikans um hinn skiljanlega heim handan skynheims okkar
(og heimspekileg samræða er, í þessu ljósi, tæki til að frelsa okkur undan lík-
amlegu, jarðlegu ástandi okkar). Að skilja á heimspekilegan hátt merkir þá
að ná tökum á sannleikanum um tiltekið atriði; heimspekileg orðræða ætti
að vera í þjónustu sannleikans og öll merking orða og setninga ætti að miða
að því marki. Frá tímum Forn-Grikkja höfum við komið okkur upp alls kon-
ar prófsteinum sem nota má til að gagnrýna hvers kyns orðræðu sem virðir
að vettugi þessa grundvallarþrá eftir sannleikanum.
Heimspeki Derrida virðist vera augljóst dæmi um orðræðu sem beygir sig
ekki undir þetta heimspekilega skylduboð að höndla sannleikann, gera
skipulega grein fyrir honum og öðlast skilning á honum. Þetta heimspeki-
lega skylduboð segir okkur að einblína á eina merkingu í einu og taka til máls
í þeim anda sem leitast við að skilja allan sannleikann og birta hann fölskva-
laust. I samræðum Platons minnir Sókrates okkur stöðugt á þessar reglur. Og
eins og sjá má ganga þær þvert gegn megineinkennunum þremur á ritstíl
Derrida sem hér hefur verið lýst: ofgnótt merkingar, fjölröddun og óskýrri
afmörkun viðfangsefnisins.
Þar með virðumst við hafa fundið haldbærar ástæður til að streitast á móti