Hugur - 01.01.2006, Síða 123

Hugur - 01.01.2006, Síða 123
Ritgerðin endalausa 121 Derrida eða hafna honum alfarið. Verk hans virðast ekki skrifuð í heimspeki- legum stíl sem taka beri alvarlega og jafnvel má frekar h'ta á þau sem leik að orðum og hugmyndum af toga skáldskapar eða mælskufræði. Þessi leikgleði orðanna virðist ekki hlýða lögmálum rökfræðinnar sem segja til um forsend- ur réttnefndrar heimspekilegrar orðræðu. I stuttu máli standast skrif Derrida ekki einföldustu kröfur setningarökfræðinnar og því er full ástæða til að hafna þeim á þeirri forsendu að þau séu ekki heimspeki - nema ef vera skyldi að þau megi heita beinlínis and-heimspekileg. Eigum við að fallast á þessa platonsku gagnrýni í garð Derrida? Er tregða okkar gagnvart því að ganga inn í veröld hans, og taka verk hans alvarlega, vel ígrunduð? Svo virðist vera, ef við gerum ráð fyrir að aðför Platons að skáldunum, gegn orðræðu af tagi mælskulistar og skáldskapar, þ.e. þeirri orð- ræðu sem ekki miðast við sannleikann, hafi verið fyllilega réttmæt. En veiga- mikil rök hníga að því að efast um réttmæti þessarar aðfarar. Meginrökin eru að mínu mati sú að aðför Platons er sjálf af toga ljóðlist- ar og mælskulistar. Jafnvel má líta á hana sem ofbeldisfulla og óskynsamlega árás á sakleysingja: skáld, fræðara og mælskumenn. Ég segi sakleysingja af því að engar sönnur eru færðar á að þeir hafi í raun verið í andstöðu við sann- leika eða skynsemi eða þá heimspeki sem Sókratesi og Platoni var svo annt um. Sannleikurinn er sá að það eru Platon eða Sókrates (eða báðir) sem taka upp á því að úthrópa þessa hópa fólks sem óvini sannleikans, skynseminnar og heimspekinnar, með tilvísun til þess sem Sókrates og Platon töldu vera eintóm klækjabrögð, valdaleiki og mælskubrelli. Og þar með er komið að annarri ástæðu þess að efast um aðför Platons gegn málfari af tagi skáldskapar og mælskulistar (og þessi efi varðar alla heimspeki hans á ákveðinn hátt). Ekki er nóg með að röksemdir Platons séu reistar á öðru en hreinni skynsemi, heldur eru samræður hans, allar með tölu, fullar af mælsku og skáldskap sem oft leggja stein í götu skilningsins.2 Og þessi fullyrðing á ekki aðeins við um Platon heldur má með góðu móti heimfæra hana á heimspekihefðina eins og hún leggur sig: verk Aristótel- esar, Plótínusar, heilags Agústínusar,Tómasar frá Akvínó, Descartes, Spin- oza, Hume og Kants, verk Hegels, Marx, Nietzsches, Wittgensteins og Quines eru uppfull af málfari af toga mælskulistar og skáldskapar. Höfund- ar þeirra voru ekki hreinar skynsemisverur heldur lifandi verur með höfuð- ið fullt af órum — og oft á tíðum voru þeir viti sínu fjær, í það minnsta í skrifum sínum.3 Afþessu leiðir að ef við skirrumst við eða meinum okkur um að ganga inn 2 Hér væri misráðið að ieita að einstökum dæmum um þetta (dæmi sem sýndu Platon í andstöðu við eigin grunnreglur) heldur ætti frekar að sjá verk Platons fyrir sér sem skáldskap og afurðir skynsamlegrar hugsunar í jöfnum mæli. 3 Sláandi dæmi um þetta má finna í skrifiim franska heimspekingsins René Descartes. Þessi mikli rökhyggjumaður gerði sér hugmyndir um það að dýr fyndu ekki til sársauka, úr því að þau hefðu enga sál, og að þess vegna væri ekkert bogið við að gera tilraunir á þeim meðan þau væru enn á lífi. Þau voru vélar. - Felist ckki í þessu gild rök til að efast um skynsemina í skrifum Descartes, þá veit ég ekki livað rök eru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.