Hugur - 01.01.2006, Page 133

Hugur - 01.01.2006, Page 133
Fyrirbœrafræðin og Messías 131 Mergur málsins er annar. Þó svo að messíanismi hafi á sér yfirbragð lykils í höndum okkar þegar ætlunin er að gera grein fyrir sambandi Derrida við fyrirbærafræði og ásetning hennar, er ekki nóg að skírskota almennt til vænt- inga um framtíðina, heldur er mikilvægt að beina athyglinni nánar að því að einmitt í messíanismanum mætir hin ítrasta vænting hinni ítarlegustu rann- sókn á nándinni. (Rousseau las Hina nýju Elóísu í návist Madame de Lux- embourg, sérstaklega í þeim tilgangi að virða hana að vettugi.) Hér er ýkjusagan einmitt andstæða dæmisögunnar. Til að byrja með er Messías hvaða smurður konungur Israels sem vera skal, en verður smám saman (í þróunarferli sem virðist gagnstætt við það sem við nefnum afhelgun) sá venslalausi, sá sem er úr öllum tengslum við öfl þessa heims, enda dæmdur til að snúa aftur til að bjarga lifandi og dauðum. En, vel að merkja: rétt eins og sérhvert tákn er Messías aðeins Messías að því marki sem hann er það ekki, og ef til vill rann hin æðsta messíaníska stund kristninnar upp þegar Kristur neitaði því að hann væri konungur Israels. Eins og Derrida undir- strikaði í Trú ogpekkingu (Foi et savoir) eru gyðingdómur og íslam einu ein- gyðistrúarbrögðin sem, ólíkt kristninni, hafa haldið í hugmyndina um vænt- ingu, eða nánar tiltekið þá vitund sem er innbyggð í alla fyrirbærafræði: þó að allt sem gefst sé allt sem er, virðist það engu að síður vera leifarnar af ein- hverju sem birtist ekki sem slíkt. Að klæða málin í þennan búning felur hins vegar í sér að gengist er við því að fyrirbærið er sögulegt í eðli sínu í stað þess að koma þessu sögulega eðli jýrir í fyrirbærinu eftir á. Þetta er h'ka ástæða þess að misráðið væri að halda því fram að Heidegger hafi, með túlkun sinni á Páli postula, komið vænting- unni fyrir innan fyrirbærafræðinnar. En það væri alveg jafn fráleitt að full- yrða að Heidegger hafi verið fyrstur til að taka söguna með í reikninginn innan fyrirbærafræðinnar. Fyrst og fremst þyrfti að átta sig á því hvað hér sé átt við með „sögu“: er átt við hið almenna form tímanleikans (en þá væri sög- unni raunverulega lokið, með því að hún hefði þá verið afmörkuð áður en hún hófst) eða er hér átt við eitt af mörgum hugsanlegum tilbrigðum þessa forms? Shk tilbrigði hafa komið fram allt frá hinum upphaflegu og, að því er virðist, kyrrstæðari venslum við nándina, hvort sem litið er á hana sem raun- veruleika eða hugsjón. Fyrirbærinu er ítrekað, og óhjákvæmilega, ætlað að birta eitthvað annað - þó að allt og sumt sem það birtir sé það sjálft. Fyrir- bærið er þannig sögulegt, felur alltaf í sér aðra stund, nachtraglich, þátíð sem aldrei hefiir verið nærverandi (hylé þess, þ.e. efnið) og stofnað var til í nær- veru og núi sem aftur eru til orðin úr eftirheldni \retentions] og framleitni [protentions].2 Frammi fyrir hugmyndinni eða nærverunni sem hugsjón kemur einnig upp sú viðleitni að skilja úr hverju hún er gerð, þessi nærvera sem býður sig fram sem ótakmarkaðan möguleika á endurtekningu, sem ótakmarkaða opnun gagnvart framtíðinni, undir merkjum markhyggju sem er ekki lokuð og þar sem lokamarkið er áreiðanlega ekki nærverandi, þannig 2 [Sjá skýringar á þessum hugtökum í grein Dans Zahavi í þessu hefti, s. 103-104.]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.