Hugur - 01.01.2006, Page 137

Hugur - 01.01.2006, Page 137
Fyrirbœrafrœöin og Messías i3S sama hátt á hönd þeirri endurtekningu sem nær út í það óendanlega og renn- ur þar með saman við möguleikann á ítrekun. Með öðrum orðum: sé tilurð- arhyggjan hrakin út um dyrnar (og orðið „tilurðarhyggja" má hafa um alla þá þætti þar sem fyrirbærafræði hins kyrrstæða verður að taka til greina mögu- leikann á óendanleikanum sem tilheyrir fyrirbærinu engu síður en hugsjón- inni, og reynslunni engu síður en skynseminni, eins og við vorum að komast að raun um) laumar hún sér aftur inn um gluggann. Þannig virðist mega draga fram þríþættan grundvallarvanda sem fyrirbærafræðin þarf að kljást við. 1. Hvert er samband hugsjónar og raunveruleika og hvort þeirra stendur nær raunverulegri nærveru, hlutnum sjálfum? Raunveruleikinn - og hér hætti ég á að vísa til viðfangs reynslunnar eins og það býðst í skynjun okkar - skreppur ætíð undan. Þess vegna, og þetta er aðeins þverstæðukennt upp að vissu marki, getur raunhyggja að endingu snúist upp í hughyggju með því að gera ráð fyrir því að hin eina sanna nærvera sem bjóðist í reynslu okkar sé af toga hugsjónar, sú sem birtist í formúlunni esse estpercipi (að vera er að vera skynj- aður). A móti skal viðurkennt að hugsjónin virðist bjóða fram sterkari trygg- ingar en raunveruleikinn — kjósi maður, í einfeldni sem jafnframt virðist óumflýjanleg, að marka viðföng reynslunnar með því móti. Hugsjónin (sem Husserl sækir aldrei í hugmynd Humes um skynjunina, það er í hugmyndina um óljósa mynd, heldur í skynjunarhugtak Kants) er aldrei „þarna úti“. Hún dvelur hið innra, í sálinni, svo nærri sálinni sem verða má og sameinast henni svo nærveran verður algjör. Engu að síður eru einmitt alvarleg tormerki á slíkri nánd. Eins og við sáum rétt í þessu sækir hugsjónin öðru fremur gildi sitt í möguleikann á endurtekningu út í það óendanlega. Nærvera reynslu- viðfangsins er vafa undirorpin og verður ekki sönnuð. Okkur er í grundvall- aratriðum meinað um þekkingu á eðli viðfangsins — þannig getur það myrkvast eða horfið en hugsjónareðlið \idea/ity\ verður ekki þurrkað út. Eina ástæða þess að hugsjónin máist ekki út er að hana má endurtaka — og ekki er laust við að þar spretti upp enn veigameiri vandi. Hugsjónin endurtekur sig út í það óendanlega - ég mun víkja aftur að þessu orðalagi sem skiptir að mörgu leyti sköpum - en það felur í sér að tiltekið „ekki-enn“, sú framtíð ítrekunarinnar sem við frestum nærverunni til, smeygir sér inn í nærveruna og skilgreinir formgerðina að endingu á forsendum ekki-nærveru. 2. Þessi fyrstnefndi vandi stendur og fellur með þeirri forsendu að hæglega megi koma reglu á tengsl hins reynslubundna og hins forskilvitlega, en það liggur engan veginn í augum uppi. Annars vegar má spyrja: hvað gæti tryggt að einangrun sálarlífsins, þar sem endurtekningu hugsjónareðlisins er ætlað að eiga sér stað, haldi merkingu sinni án skírskotunar til þeirrar hversdags- reynslu sem sálarlífið hefði þannig losað sig undan? Um leið getum við spurt: er réttmætt að gera ráð fyrir því að gildi „h'fsins", sem felur í sér tilvísun til yfirburða nærverunnar jafnt sem þeirrar yfirvofandi hættu á ekki-nærveru sem býr í sjálfum kjarna nútíðarinnar, hafi einhverja merkingu óháð ytri og endanlegri reynslu? Eða, svo þetta sé orðað á eins kjarnyrtan hátt og auðið er: hefði Descartes raunverulega getað verið viss um sjálfan sig á sama hátt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.