Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 138
136
Maurizio Ferraris
og hann var viss um cogito-ið, hefði honum ekki verið kleift að styðjast við
það sem á sér tilvist hið ytra, óháð því hvers kyns vafa mátti umvefja það? Er
yfirhöfuð mögulegt að staðsetja þann punkt þar sem endurtekning hugsjón-
areðlisins „út í það óendanlega", að því leyti sem það beinist að einhverju,
heldur sig við hið uppálagða líkan hins hreina hugsjónareðlis í stað þess að
láta það víkja sæti fyrir tiltekinni reynslu sem á sér að fullu og öllu stað inn-
an marka endanlegs lífs, þ.e. innan marka þess sem beinist að einhverju sem
er í grundvallaratriðum tilfallandi og reynslu háð? Með enn öðru orðalagi:
væri hugsjónareðlið af meiði ódauðlegrar nautnar sem hlýst af eih'fri nútíð,
byggi það yfir eiginleikum hrings frekar en hnu sem er í grófum dráttum
samfelld og bein. En teygi hugsjónareðlið úr sér eins og lína, þiggur það þá
ekki margvíslegt gildi sitt af ytri reynslu, sér í lagi reynslunni af tímanleikan-
um? A hinn bóginn má spyrja, og hér kemur til hinn hátturinn sem hið
reynslubundna virðist hafa á því að skilyrða hugsjónina: ef ekki kæmi til hið
óskrifaða blað (tabula rasa) og ákveðinn lágmarksfjöldi tákna, hvernig gæti
þá hugsjónareðli, af hvaða tagi sem vera skal, orðið til?
3. Þriðji vandinn, sem virðist sameina hina tvo, snýst um tengsl óendanleik-
ans og hins ótakmarkaða. Á grundvelli þess sem Rökfrœðilegar rannsóknir leiða
í ljós, það er á grundvelli þess texta þar sem Husserl reynir af meira afli en
nokkru sinni fyrr eða síðar að uppfylla hina heimspekilegu þrá eftir algerri
og undanbragðalausri nærveru, gerum við okkur grein fyrir því að innan
endanlegs lífs eins og þess sem er hlutskipti okkar er óendanleikinn aðeins
gefinn sem hugsjón. En aðpvíleyti sem óendanleikinn er hugsjón er hann ein-
hvers staðar undarlega nærri. Þótt hugmyndin um hreina rökfræði búi aðeins
yfir merkingu sem forskrift í okkar huga getum við ómögulega efast um að
sem hugmynd er hún okkur annað og meira en einbert lokamark [telos). Hún
á sér líka tilvist, rétt eins og frummyndir Platóns, tilvist þar sem hún verður
fyllilega að veruleika. Það sem hér er á ferðinni er sá vandi sem Frege glímdi
einnig við: að draga mörk hugmyndaheims þar sem hrein hugsun getur átt
sér stað en er jafnframt aðgreindur frá þeim sem hugsar þessa hreinu hugs-
un. Fyrir sitt leyti gerði Husserl sér mynd af sh'ku umdæmi með skírskotun
til þess sem er frábrugðið hinu reynslubundna eða slær því á frest. I skilningi
sem stendur nærri Hegel er það hinn náttúrulegi dauði sem leiðir hið and-
lega fram. Sérhverri huglægri og tilfallandi segð má skipta út fyrir hlutlæga
án þess að hrófla við ætlandi \intentionality\ hennar. Þetta er í öllu falli það
sem hugmyndin um hreina rökfræði kveður á um, og þá hugmynd verður að
skilja að hætti Kants: „I raunveruleikanum," skrifar Husserl í sjöttu Rök-
fræðilegu rannsókninni, „er ljóst að þegar við segjum að hlutlæg segð geti
komið í stað sérhverrar huglægrar segðar, erum við í grundvallaratriðum að-
eins að halda því fram að hlutlæg skynsemi eigi sér engin takmörk." Að
þessu sögðu má það heita höfuðeinkenni Rökfræðilegra rannsókna - og eftir
á að hyggja sjáum við að hughyggja Hugmyndanna (Ideen, 1913) kemur í
beinu framhaldi af þessu - að vangaveltur um ferli af þessum toga eiga sér
stað undir merkjum hugsjónarinnar fremur en raunveruleikans, hins forskil-