Hugur - 01.01.2006, Side 151
Tilurð ogformgerð“ ogfyrirbœrafrœðin
149
um yfirvegunarinnar verði hugsun hans móttækilegri en ella fyrir sögulegu
eðli merkingarinnar og mögulegri framtíð hennar, og taki meira tillit en ella
til hvers kyns eyða í formgerðinni. Þó að sú skoðun kunni að láta á sér kræla
að opið í formgerðinni sé „formgerðarbundið“, þ.e. eðlislægt, er maður þar
með kominn yfir á allt annað svið: mismunurinn á minni formgerðinni - sem
er nauðsynlega lokuð — og formgerðareinkennum opsins er ef til vill sá óstað-
setjanlegi staður þar sem heimspekin skýtur rótum. Sér í lagi þegar hún tal-
ar um formgerðir og lýsir þeim. Þannig virðist togstreitan milli aðferðar sem
miðast við tilurð og aðferðar sem miðast við formgerð allt frá upphafi
þröngva sér upp á sérkenni þess sem gefst hinni óspjölluðu sýn. Og hefði
spurningin „formgerð eða tilurð?" verið lögð fyrir Husserl formálalaust, þori
ég að veðja að hann hefði undrast mjög yfir því að vera kallaður til leiks í
slíkri deilu. Hann hefði svarað því til að það færi eftir því hvað menn teldu
sig vera að tala um: sumu beri að lýsa með skírskotun til formgerðar, öðru
með skírskotun til tilurðar. Merkingin myndar setlög sem hafa á sér kerfis-
brag, líta út eins og samsettar heildir eða bera svip af kyrrstæðum formum. I
iðrum þeirra er hreyfing eða tilurð möguleg innan marka þeirra reglna og
þeirrar virku merkingar sem viðkomandi formgerð býr yfir. Önnur setlög,
hvort sem þau liggja dýpra eða nær yfirborðinu, koma í ljós með þeim hætti
sem einkennir sköpun og hreyfingu, uppruna, framvindu eða hefð. Þetta
krefst þess að um þessi atriði sé rætt á máli tilurðarinnar, að því gefnu að
slíku máli sé til að dreifa eða að það sé eitt og aðeins eitt.
Aherslan á mikilvægi fyrirbærafræðilegrar lýsingar og trúnaðurinn við
hana endurspeglast í því hversu samkvæmur Husserl var sjálfum sér allan
sinn feril - að minnsta kosti á yfirborðinu. Til að leiða þetta í ljós nefni ég
tvö dæmi.
1.1 Heimspeki reikningslistarinnar (Philosophie der Arithmetik, 1891) leggur
Husserl stund á tilurðarrannsóknir. Þessi bók var reyndar sú eina sem hann
sneri síðar baki við - vegna þeirrar aðferðar og þeirra sálarhyggjuforsendna
sem þar var notast við. I Rökfræðilegum rannsóknum (Logische Untersuchungen,
1900-01) fólst verkefnið umfram allt í því að lýsa hlutlægni hlutlægra ein-
inga af toga hugsjóna \objectités idéales\ með skírskotun til óhagganleika
þeirra og þess hvernig þær eru óháðar tíma og huglægri framvindu. Þróun
hugsunar Husserls frá fyrra verkinu yfir í það síðara ber öll merki samfelldr-
ar skýringarviðleitni. Um það er Husserl svo viss að tæpum fjórum áratug-
um síðar skrifar hann:
Þegar í verki mínu Heimspeki reikningslistarinnar (1891) hóf ég að
beina sjónum að formlegum þáttum og öðlaðist frumskilning á
merkingu þeirra. Eins ófullkomið byrjendaverk og það var, fólst í því
ákveðin frumtilraun til að varpa skýru ljósi á eiginlega merkingu
grunnhugtaka mengja- og talnafræðinnar sem væri upprunanum
trú. Þessi tilraun fólst í athugun á þeim sjálfsprottnu athöfnum að
leggja saman og telja sem láta á upprunalegan og skapandi hátt söfn