Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 155
„ Tilurð ogformgerð “ ogJyrirbærafræðiti
153
sem eitthvað er sett fram. Það sem á við um einingu tölunnar á jafnframt við
um einingu hvaða viðfangs sem vera skal.
Enda þótt Husserl hafni leið sálarhyggjunnar5 í viðureign sinni við það erf-
iða úrlausnarefni að gera grein fyrir hugsjónabundinni merkingarformgerð út
frá tilurð í staðreyndum, hafnar hann ekki síður lausn þeirrar rökfræðihyggju
[[logicisme\ sem gagnfynendur hans vildu herma upp á hann. Rökfræði af þess-
um toga, hvort heldur platonsk eða kantísk, batt einkum trúss sitt við sjálf-
stæði röklegs hugsjónareðlis andspænis hvers kyns vitund almennt talað eða
hvers kyns áþreifanlegri vitund sem ekki væri formleg. Þvert á þetta vill Huss-
erl halda í forskriftarsjálfræði rök- eða stærðfræðilegs hugsjónareðlis and-
spænis hvers kyns staðreyndavitund jafnt sem upprunalega undirskipun hug-
sjónareðlisins undir huglægni almennt - huglægni sem er almenn en jafnframt
áþreifanleg. Því varð hann að sigla milli skers og báru, milli rökfræðilegrar
formgerðarstefnu og tilurðarstefnu sálarhyggjunnar (og þá er meðtalin sú fág-
aða og varasama mynd sem sú síðarnefnda tók á sig hjá Kant og Husserl kall-
aði „forskilvitlega sálarhyggju“). Hann sá fram á nauðsyn þess að beina heim-
spekinni á nýja braut og gera raunverulegri ætlandi, en ekki raunvísindalegri,
kleift að koma í ljós - „forskilvitlegri reynslu“ sem væri „samsetjandi", þ.e. í
senn skapandi og afhjúpandi, gerandi og þolandi, virk og óvirk, rétt eins og
hvert annað afbrigði ætlandinnar. Hin upprunalega eining, sameiginleg rót
virkninnar og óvirkninnar, verður snemma í augum Husserls að því sem ger-
ir merkingu mögulega. Hvað eftir annað rekst maður á dæmi þess að hin
sameiginlega rót býr í senn undir formgerðinni og tilurðinni. Hún er sú
kreddukennda forsenda sem allar viðureignirnar við álitamáhn, og allar sund-
urgreiningarnar sem þeim fylgja, hafa að forsendu. Markmið Husserls með
hinum óh'ku afbrigðum „afturfærslunnar“ er að tryggja aðgang að þessari
sameiginlegu rót. Fyrst í stað leitast umrædd afbrigði við að uppræta hvers
kyns sálfræðilega tilurð og jafnvel alla staðreyndabundna tilurð yfirleitt. A
frumstigi sínu starfar fyrirbærafræðin, hvað stíl jafnt sem viðfangsefni snert-
ir, mjög í anda formgerðarhugsunar enda vill hún einkum varast að falla í
gryfju sálarhyggju og sögustefnu \historicisme\. Tilurðarlýsingum er þó ekki
hafnað sem slíkum heldur aðeins þeim sem notast við skýringalíkön orsaka- og
náttúruhyggju, þeim sem styðjast við vísindi „staðreyndanna" og þar með við
raunhyggju; og þar af leiðandi, að mati Husserls, við afstæðishyggju sem
megnar ekki að tryggja eigið sannleiksgildi; eða, með öðrum orðum, við efa-
hyggju. Færslan yfir í viðhorf fyrirbærafræðinnar er sem sagt nauðsynleg
vegna þess hve vanmáttug og brothætt tilurðarhyggjan er, heimspekilega séð,
s Með skírskotun til þeirrar viðleitni sem einkennir Heimspeki reiknings/is/arinnar skrifar Huss-
erl í formála Rökfrceðilegu rannsóknannæ. „f fyrsta bindi Heimspeki reikningslistarinnar (þ.e. eina
bindinu scm kom út) eru sálffæðirannsóknir [...] afar fýrirferðarmiklar. En þessi sálfræðilegi
grundvöllur dugði mér aldrei fyllilega á öllum sviðum. Þegar um uppruna stærðfræðilegra hug-
mynda var að ræða, eða það hvernig verklegar aðferðir mótast í raun af sálfræðilegum þáttum,
virtist mér sálfræðileg greining skýr og lærdómsrík. En þegar kom að því að færa áhcrsluna frá
sálfræðilegum hugsunarferlum yfir í röklega einingu innihalds hugsunarinnar (þ.e. yfir í ein-
ingu kenningarinnar sem sýnar, teoríu) lét raunveruleg heildstæðni og skýrleiki á sér standa"
(Husserl, Logische Untersuchungen, I. bindi, s. 6).