Hugur - 01.01.2006, Page 156
154
Jacques Derrida
þegar hún - vegna raunstefnu (pósitívisma) sem skilur ekki sjálfa sig - telur
sig þess umkomna að loka sig af í „staðreyndavísindum" (Tatsachenwiss-
enschaft), hvort sem þá er átt við náttúru- eða hugvísindi. Heitið „veraldleg til-
urð“ nær yfir svið þessara vísinda.
Svo lengi sem fyrirbærafræðin hefur ekki fundið sinn eigin vettvang, svo
lengi sem hin forskilvitlega lýsing er ekki hafin, virðist „vandinn um form-
gerð og tilurð" því með öllu merkingarlaus. Til að upplýsa vandann um
grundvöll hlutlægninnar - sem er helsta vandamál Husserls - virðist hug-
myndin um formgerð, sem greinir á milli ólíkra sviða hlutlægrar merkingar
án þess að hrófla við kyrrstæðum upprunaleika þeirra, jafn óviðeigandi og
hugmyndin um tilurð, sem hrindir í framkvæmd óréttlætanlegum færslum af
einu svæði yfir á annað.
Þetta gæti virst harla léttvægt: má ekki mætavel hugsa sér að þessi tvö hug-
tök geti borið ríkulegan ávöxt á sviði aðferðafræði ýmissa náttúru- og mann-
vísinda, einmitt að því marki sem þau þurfa ekki að gera grein fyrir merkingu
og gildi þeirrar hludægni sem þau láta í té í eiginlegu og raunverulegu starfi
sínu? Engan veginn. Einu gildir á hversu einfaldan hátt hugmyndinni um til-
urð og framar öllu hugmyndinni um formgerð er beitt - það útheimtir í það
minnsta að náttúruleg svæði og hlutlægnissvið séu skýrt afmörkuð. En þessi
upphaflega afmörkun, þessi útskýring á merkingu hverrar svæðisbundinnar
formgerðar fyrir sig verður að styðjast við fyrirbærafræðilega gagnrýni. Að
forminu til hefur sh'k gagnfyni ávallt forgang vegna þess að hún ein getur svar-
að — á undan allri reynsluathugun og til að slík athugun verði yfirleitt mögu-
leg - spurningum af eftirfarandi toga: hvað er efnishlutur? Hvað er sálrænn
hlutur? Hvað er sögulegur hlutur? - og svo framvegis. Allar þessar spurningar
eru þess eðlis að svarið er gefið til kynna fyrirfram, á meira eða minna kreddu-
kenndan hátt, í hinum tæknilegu leiðum formgerðar og tilurðar.
Hafa ber í huga að Heimspeki reikningslistarinnar kom út á svipuðum tíma
og metnaðarfyllstu, kerfisbundnustu og bjartsýnustu verk tilurðarsálfræðinn-
ar, en á hinn bóginn urðu fyrstu skrif Husserls á sviði fyrirbærafræðinnar til
á nokkurn veginn sama tíma og fyrstu rannsóknarverkefnin sem unnin eru í
anda formgerðarstefnu, þ.e. rannsóknir sem gerðu formgerðina að yfirlýstu
viðfangsefni sínu. Raunar mætti hæglega sýna fram á að einhvers konar
formgerðarstefna hafi ætíð verið sú athöfn sem stendur heimspekinni næst.
En gegn fyrstu heimspekistefnunum sem helga sig formgerðinni, heimspeki
Diltheys og skynheildarsálfræðinni, teflir Husserl í grundvallaratriðum sömu
andmælum og hann beindi gegn tilurðarhyggjunni.
Formgerðarstefna heimssýnarspekinnar (Weltanschauungsphilosophie) er í
augum Husserls afbrigði af sögustefnu. Þrátt fyrir áköf mótmæli Diltheys,
og hversu frumlegur sem hann annars kann að hafa verið í hugsun sinni, fór
Husserl aldrei ofan af því að Dilthey falli í gryfju afstæðis- og efahyggju,
rétt eins og önnur afbrigði sögustefnunnar.6 Þetta stafar af því að hún ger-
6 Husserl tekur svo til orða: „[...] ég skil ekki hvernig [Dilthey] telur sig hafa fiindið afgerandi
rök gegn efaliyggju á grundvelli annars fróðlegrar greiningar sinnar á formgerð og afbrigðum