Hugur - 01.01.2006, Page 157
Tilurð ogformgerð“ ogjyrirbœrafrœðin
155
ir forskriftina að sögulegri staðreynd og ruglar á endanum reynslusannind-
um saman við röksannindi, svo gripið sé til orðalags sem finna má hjá
Leibniz og í Rökfræðilegum rannsóknum. Farið er á mis við hinn hreina
sannleika eða tilkallið til hans, hvað merkinguna snertir, um leið og reynt er
að gera grein fyrir honum innan ákveðinnar sögulegrar heildar eins og
Dilthey gerir - þ.e. innan heildar staðreynda, endanlegrar heildar þar sem
allar birtingarmyndir og afurðir menningarinnar sýna sömu formgerðarein-
kenni hvað varðar samstöðu og samfellu, og mótast þar að auki af sama
heildarhlutverki, af sömu endanlegu heild altækrar huglægni. Þessi merking
sannleikans eða tilkallsins til hans er krafan um altæka sýn á tímann [omni-
temporalité] og algildi sem væru algjör, óendanleg og án allra takmarkana.
Sannleikshugsjónin, eða með öðrum orðum hugsjón heimspekinnar eða
vísindanna, er óendanleg hugsjón, þ.e. hugsjón 1' skilningi Kants. Engin
heild og engin endanleg formgerð getur gert henni fullnægjandi skil. En
hugsjónin eða ætlunarverkið sem blæs lífi í og sameinar sérhverja tiltekna
sögulega formgerð, eða sérhvert dæmi um heimssýn, er endanleg.7 út frá
formgerðarlýsingu á ákveðinni sýn á heiminn má gera grein fyrir öllu nema
því hvernig hún er óendanlega opin fyrir sannleikanum, þ.e. öllu nema
heimspekinni. Raunar er það ávallt eitthvað á borð við opnun sem hlýtur að
spilla fyrirætlunum formgerðarstefnunnar. Það sem ég get aldrei gert skil
innan formgerðar er það sem veldur því að hún er ekki lokuð.
Ovægni Husserls í garð kenninga Diltheys8 má rekja til þess hversu aðlað-
andi þær eru: villigötur sem freista. Að vísu má telja það Dilthey til tekna að
hann andæfði pósitívískri náttúruvæðingu hins andlega lífs. Athöfninni „að
skilja" sem hann teflir fram gegn skýringunni og hlutgervingunni er ætlað að
verða grunn- og meginaðferð hugvísindanna. Af þessum sökum vottar
Husserl Dilthey virðingu sína og reynist afar jákvæður í garð eftirtahnna
þriggja þátta: ífyrsta lagi hugmyndarinnar um „skilning" eða endurskilning
og um „eftirlifun" (Nachleben) sem grundvallarreglu: öll þessi hugtök verður
í senn að tengja við innlifun (Einfúhlung), en það hugtak sækir Husserl til
Lipps og umbreytir því, og við endurvirkjun (Reaktivierung), sem felst í því
að upplifa á ný liðna ætlun annarrar andlegrar veru og endurvekja sköpun
merkingar; í þessu er sjálfur möguleikinn á hugvísindum fólginn; i öðru lagi
hugmyndarinnar um að til séu altækar formgerðir sem gæddar séu heild-
hcimssýnarinnar" (Husserl, Phtlosophie als strenge Wissenschaft, 2. útg. Frankfurt am Main, Vitt-
orio Klostcrmann 1965, s. 53, nmgr.). Vitaskuld varðar fordæmingin á sögustefnunni aðeins
hin nauðsynlegu tengsl hennar við reynslubundna sögu, þ.e. sögu sem staðreyndavísindi (Tat-
sachenviissenschaft). Husserl skrifar: „Sagnfræðin og reynslubundin hugvísindi [empirische Geist-
eswissenschaften) almennt talað geta af eigin rammleik hvorki kvcðið af né á um hvort gera megi
greinarmun á trúarbrögðum sem menningarfyrirbæri og trúarbrögðum sem hugmynd, þ.e. sem
gildum trúarbrögðum [gú/tiger Religion]', á list sem menningarfyrirbæri og gildri list; á söguleg-
um rétti og gildum rétti; og að lokum á sögulegri heimspeki og gildri heimspeki" (sama rit,
s. 52).
Sbr. Husserl, Die Philosophie als strenge Wissenschaft, s. 61.
8 Ádeila Husserls á Dilthey bélt áfram eftir að Heimspeki sem ströng vísindi (Philosophie als strenge
Wissenschaft, 1910-11) kom út. Sjá Husserl, Phánomenologische Psycho/ogie. Vorlesungen Somm-
ersemester 1925. Husserliana IX. Dordrecht, Boston og London, Kluwer Academic 1995.