Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 173
Að fiera út veginn
171
merkingu textans. Markmiðið var að ráða í uppruna þeirrar hugsunar sem
var uppspretta textans, gera sér þannig fyrirætlun höfundarins ljósa og kom-
ast þar með til botns í „sannri" merkingu textans.13
Sú leið sem Schleiermacher fetar þarna í hugsun sinni er svo sannarlega
fjölfarin í vestrænni heimspeki. I fyrsta lagi er það sú sjálfgefna forsenda hans
að einungis sé unnt að öðlast fullnægjandi skilning á tilteknu viðfangsefni
með því að grafast fyrir um uppruna þess. En í öðru lagi merkir „fullnægj-
andi skilningur“ það, og einungis það, að hafa uppgötvað hinn eilífa „sann-
leika“ úrlausnarefnisins.14
Sú ríkjandi tilhneiging í vestrænni orðræðu að sækjast eftir hlutgerðum
og óbreytanlegum „sannleika" hefur mátt þola síharðnandi gagnrýni frá
breiðum hópi hugsuða sem eiga það helst sameiginlegt að tortryggja for-
sendur upplýsingarheimspekinnar. Derrida, sem er einn þessara gagnrýn-
enda, fylgir Nietzsche og Heidegger að málum og rekur umrædda tilhneig-
ingu til rökmiðjuhugsunar þar sem „viðverufrumspekin" felur sig baksviðs,
togar í strengi orða okkar og gjörða og skilyrðir forsendur okkar og vænt-
ingar.15 En nýr flötur á hlutgervingaráráttu vestrænnar orðræðu kemur í ljós
þegar hún tekst á við að túlka og skilja kínverskan merkingarveruleika. Þá
kemur hún í veg fyrir merkingarbær og skiljanleg samskipti menningar-
heima á milli vegna þess að hún gengur að tiltekinni formgerð hugsunar og
tjáningar vísri.
I um 400 ára sögu samskipta Vesturlanda og Kína er að finna gott dæmi
um þetta skilningsleysi sem sífellt skýtur upp kollinum á nýjan leik. Fjöl-
margir Vesturlandabúar hafa gh'mt (og glíma enn) við þann vanda hvort
skilgreina eigi konfusisma sem heimspeki eða trúarbrögð.16 Forsenda glím-
unnar er sú að konfusismi hljóti að vera annað hvort. Itölsku Kínafræðing-
arnir Mario Sabbatini and Paulo Santangelo hafa réttilega greint megin-
ástæðuna fyrir vandanum: „Almenn tilhneiging jafnt heimspeki sem
trúarbragða [í Kína] er sú að blandast saman við önnur form. Hvort sem um
er að ræða stofnanabundin trúarbrögð eða sundurleita alþýðutrú þá bræðast
þættirnir saman og skerast að meira eða minna leyti. Kínverjar hafa ávallt
getað tilbeðið guði mismunandi trúarbragða án þess að finna til mótsagnar í
trú sinni. Það sem máh skiptir er hagnýting hins trúarlega fyrirbæris, hvort
sem sú hagnýting lýtur að félagslegu hlutverki manneskjunnar, einstaldings-
13 Sama rit, §19, s. 84: „Áður en túlkunarlistinni er beitt þarf fyrst að ganga úr skugga um að mað-
ur hafi þegar sett sig með huglægum og hlutlægum hætti að fullu í spor rithöfundarins.“
14 Heimspekingar hafa óðum horfið frá slíkum viðhorfum, og túlkunarfræðilegir heimspekingar
á borð við Hans-Georg Gadamer og Paul Ricoeur hafna til dæmis með öllu „eilífum sannleika"
sem er óháður sögulegri framvindu og félagslegum veruleika.
Sjá t.d. Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna", Garðar Baldv-
insson þýddi, Spor ibókmenntafrœði 20. aldar Frá Shklovskíj tilFoucault, ritstj. Garðar Baldvins-
son (Reykjavík: Bókmcnntafræðistofnun HÍ, 1991), s. 129-152.
Þessi glíma er ekki í öllum tilvikum einber leikur að orðum. Á 17. og 18. öld olli hún til dæm-
is afar mikilvægum og afdrifaríkum ágreiningi innan hinnar kaþólsku kirkju sem leiddi til þess
að kaþólskum trúboðum var úthýst frá Kína. Sjá Geir Sigurðsson, „,Hin hreinasta kristni'. Um
,fordóma‘ skilnings og misskilning(s) kínverskrar heimspeki", Skintir 181 (vor 2003), s. 69-88.