Hugur - 01.01.2006, Side 181
Að færa út veginn
179
arins sem skapandi afls og tiltekinna sam-skapara. Með tilliti til vegarins
sem skapandi afls myndi fleirtölumyndin „vegir“ (eða „veraldir") henta bet-
ur til að draga fram mikilvægi skapandi framvindu og samhengismyndunar.
Því sérhver einstaklingur er „áhersla sem bæði er skilgreind út frá og skil-
greinir sjálf samhengi - eða svið.“43 Hér er rétt að benda á að þótt vissulega
feli þetta í sér ákveðna tegund sjónhyrningar, þá er alls ekki verið ýta undir
óvirka sýn eða íhugun. „Ahersla" í þessum skilningi gerir kröfu um virka við-
leitni. I umfjöllun sinni um kínverska heimspekinginn Xiong Shili hefur Tu
Wei-ming auk þess bent á að það að hugsa „er ekki einungis að íhuga, held-
ur að finna stefnu, móta og skapa.“44
Gagnvirkt samband „áherslu“ og „sviðs“, eins og Hall og Ames lýsa því,
gefur þar með til kynna að um leið og sérhver einstaklingur mótast stöðugt
af síbreytilegu samhengi sínu tekur hann sjálfur þátt í mótun þessa samheng-
is. Það er í þessum skilningi sem hann er sam-skapari. Asamt óteljandi öðr-
um sam-sköpurum er sérhver sam-skapari þátttakandi í „ferli verðandarinn-
ar“ og allir eiga þeir sinn þátt í stöðugri sköpun þess margvíslega samhengis
sem mótar hina. Þetta ferli er sívirkt og sjálfsprottið. Ekki er unnt að negla
það niður með einhlítri skilgreiningu, enda er það ekki grundvallað á einni
frumorsök eða einu frumlögmáli sem ákvarðar eðli þess. Þannig getur hug-
myndin um sam-sköpun af sér fjöldann allan af mismunandi víddum og það
að hún hafi að mestu leyti verið ráðandi í kínverskri orðræðu kann að vera
skýring á sérstæði viðfangsefna hennar, spurninga og aðferða. Ein afleiðing
þessa er sú að tiltekin úrlausnarefni sem þótt hafa mikilvæg innan vestrænn-
ar orðræðu hafa hlotið litla eða enga athygli í hinni kínversku. Tu Wei-ming
telur upp nokkur þessara úrlausnarefna: „Hvorugt virðist uppi á teningnum,
ástand þar sem brugðist er við hnignun eða firring í þeim skilningi að mann-
eskjan hafi með djúptækum hætti orðið viðskila við uppruna sinn. Þar að
auki virðist sú hugmynd útilokuð að manneskjunni sé ætlað að ráðskast með
náttúruna og ríkja yfir henni.“45
Hér vekur athygh að samkvæmt Martin Heidegger á hugmyndin um
manneskjuna sem drottnara yfir náttúrunni rætur að rekja til tvíþættrar
framvindu sem átti sér stað á nýöld: heimurinn varð að hlutveru og mann-
eskjan að hugveru.46 Þar með var heiminum ekki aðeins stillt upp gagnvart
manneskjunni sem óvirkri hlutveru á borð við mynd, heldur einnig sem við-
fangi sem mætti breyta. Manneskjan varð þá að hugverunni sem setti í senn
heiminn fram sem hlutveru og vann eða framleiddi úr honum (vorstellend-
herstellend). Heidegger heldur því fram að þetta hafi markað fyrsta skrefið í
tilkalli mannverunnar til þess að teljast eina veran {das Seiende) sem væri
43 Hall and Ames, Thinking Through Confucius, s. 238.
44 Tu Wei-ming, „Hsiung Shili-li’s Quest for Authentic Existence", Humanity and Self-Cult-
ivation. Essays in Confucian Thought (Boston: Cheng &Tsui Company, 1998), s. 251.
45 Tu Wei-ming, Confucian Thought, s. 158. Um þessi atriði er einnig fjallað í grein Geirs Sigurðs-
sonar ,A meðal hinna tíu þúsund hluta“, s. 63.
Martin Heidegger, „Die Zeit des Weltbildes", Ho/zwege, Gesamtausgabe 5 (Frankfurt am Main:
Klostermann, 1977), s. 93.