Hugur - 01.01.2006, Side 184
i82
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
með sýningu sinni. í kjölfar þess að Kína tók smám saman að opna markaði
sína fyrir umheiminum árið 1979 hefur hinn gífiarlegi áhugi á landinu, eins
og Jasper Becker hefur réttilega orðað það, einkennst af draumnum „um
hversu mikið megi græða á því að selja Jóni Kínverja1 varning."52 Að öðru
leyti þreytast vestrænir fjölmiðlar og ýmiss konar sérfræðingar ekki á því að
gagnrýna og skamma „Kínverjana" fyrir tregðu þeirra til að „nútímavæðast",
sem með öðrum orðum merkir að tileinka sér vestrænar stofnanir og vestræn
gildi á borð við lýðræði, markaðshyggju og einstaklingshyggju. Samkvæmt
þessari einhliða skilgreiningu á „nútímavæðingu“, sem er afkvæmi upplýs-
ingarheimspeki og nýfrjálshyggju, eru „hefðir" einfaldlega fyrirstaða „þróun-
arinnar" í átt til hinnar einu réttnefndu „nútímalegu" samfélagsgerðar.55 A
síðustu árum hefur þröng sýn á borð við þessa verið gagmýnd af fjölda fræði-
manna sem kjósa heldur að leita fanga í „kenningu um nútímann sem ekki
er kenning um nútímavæðingu' og ræða um nútíma í fleirtölu. Fyrir
skemmstu hefiir Charles Taylor til dæmis varpað fram þeirri spurningu hvort
„við þurfum ekki að ræða um ,margþætta nútíma' þar sem fleirtölumyndin
vísi til þess að menningarheildir sem ekki eiga sér vestrænar rætur hafa nú-
tímavæðst á sinn sérstaka hátt og að við getum því ekki öðlast fullnægjandi
skilning á þeim ef við beitum á þær altækri kenningu sem upphaflega mót-
aðist með hliðsjón af vestrænum tilfellum?"54
Fágaða rannsókn á hugtakinu „margþættir nútímar" er að finna í heim-
speki Tu Wei-mings. Líkt og Xu Bing veitir Tu vissulega athygli þeim mikla
mun sem er á kínverskum og vestrænum menningarheimi. En hann leggur
jafnframt áherslu á að kínversk menning hafi ekki farið varhluta af nútíma-
orðræðu upplýsingarinnar. Þar með leitast hann við að koma í veg fyrir að
munurinn verði settur fram sem algerlega óbrúanlegur í formi hins óyfirstíg-
anlega andstæðupars „hins kínverska" og „hins vestræna" sem meðal annars
hefur alið af sér óþarflega herskáar hugsmíðar á borð við „siðmenningar-
árekstrana" {the clash of civilizations): „Um leið og við gerum okkur ljóst að
upplýsingarhugsunin er á sveimi og að bæði við, sem leggjum stund á kín-
verska nútímahugsun, og kínverskt menntafólk nútímans, sem hefiir tök á að
túlka eigin arfleifð frá innra sjónarhorni, erum börn upplýsingarinnar, þá
höfum við fundið upphafspunkt sem gerir okkur kleift að leita nýrra leiða til
að túlka þær breytingar sem orðið hafa á kínversku nútímasamfélagi frá því
að ópíumstríðinu lauk.“55
52 Jasper Becker, The Chinese (Lundúnir: John Murray, 2000), s. 3.
53 Sláandi dæmi um þetta eru nærri allar greinarnar í greinasafni ritstýrðu af Lawrence E. Harri-
son og Samuel P. Huntington, Culture Matters: How Values Shape Human Progress (New York:
Basic Books, 2000). Ef vel er leitað má raunar finna þar örfáar greinar sem halda fram gildi
menningar á eigin forsendum en hæðnislegar tilvísanir Harrisons til þessara greina í inngangi
benda til þess að þær hafi einkum verið hafðar með í för sem dæmi um forheimskaða aftur-
haldsstefnu.
54 Charles Taylor, Modem SocialImaginaries (Durham N.C.: Duke University Press, 2004), s. 1.
55 Tu Wei-ming, „Tlic Enlightenment Mentality and the Chinese Intellectual Dilemma", Per-
spectives on Modem China, s. 106. Ópíumstríðið svokallaða, sem háð var árið 1842, markar
þáttaskil í samskiptum Kína og Vesturlanda. í kjölfar þess að keisarastjórn Kina hafði bannað