Hugur - 01.01.2006, Page 188
i86
Þorsteinn Vilhjálmsson
En þó að bókln hafi verið sett fram með miklum sannfæringarkrafti fer því
fjarri að henni hafi verið tekið með eindregnum fögnuði og húrrahrópum.
Harður kjarni manna úr innsta hring þekktra náttúrufræðinga í Bretlandi og
Bandaríkjunum studdi kenninguna að vísu með ráðum og dáð og margir
aðrir náttúrufræðingar fóru smám saman í slóð þeirra. En jafnframt komu
fram þungvæg rök gegn henni - rök sem Darwin sjálfur tók nærri sér enda
skorti hann góðar varnir við sumum þeirra.
Samkvæmt kenningunni áttu tegundirnar að þróast hver af annarri til-
tölulega samfellt, þannig að hvergi væru stór stökk í þróuninni (natura non
facit saltum var eitt af eftirlætismáltækjum Darwins; náttúran tekur ekki
stökk; 295,1 sjá einnig hér á eftir). Hins vegar skorti mikið á að hinir fjöl-
mörgu milliliðir í þróuninni birtust mönnum í jarðlögum sem þá voru
þekkt. Darwin reyndi að svara þessu fyrirfram í þeim anda sem áður var lýst,
að ræða ekki síður veikleika kenningarinnar en styrkleika. En margir létu
sér ekki nægja þau rök og höfðu gildar ástæðu til þess, að minnsta kosti að
nokkru marki.
I öðru lagi var ljóst að erfðir áttu mikinn þátt í þróuninni samkvæmt hug-
myndum Darwins og hann dró vissulega enga dul á það. Engu að síður gat
hann gert mjög litla grein fyrir erfðum yfirleitt og alls ekki fyrir tengslum
þeirra við þróunina. Menn höfðu á þessum tíma að vísu stundað kynbætur á
nytjastofnum í Evrópu í eina til tvær aldir og þannig aflað hagnýtrar þekk-
ingar á erfðum í einstökum dæmum, en þeir voru samt engu nær um það
hvernig erfðaboðin flyttust milli kynslóðanna. I ljósi síðari þekkingar getum
við sagt að þá hafi bæði skort rökfræði erfðanna og skýrar hugmyndir um
efnislega miðilinn sem flytur boðin. Það er eitt dæmið um kaldhæðni ör-
laganna að um sama leytið og Uppruninn kom út var austurrísk-ungverski
munkurinn Gregor Mendel einmitt að gera tilraunir sínar með erfðir bauna-
plöntunnar austur í borginni Brno (Briinn) á Mæri sem er nú hluti Tékk-
lands. En verk Mendels varð ekki þekkt fyrr en um aldamótin 1900 og hefði
raunar gagnast Darwin h'tið í fyrstu umferð, því að erfðafræði Mendels þótti
fyrst í stað samrýmast illa þróunarkenningu Darwins.
I þriðja lagi kom fljótlega fram hörð gagniýni á þróunarkenninguna frá
þekktum eðlisfræðingum sem bentu á að jörðin virtist alls ekki nógu göm-
ul til að þróun hefði getað átt sér stað með þeim hætti sem Darwin hélt
fram. Þarna fór fremstur í flokki Kelvin lávarður sem naut mikillar virðing-
ar í Bretlandi þegar hér var komið sögu, fyrir umfangsmikil og merk störf
sín að eðlisvísindum og tækni. Kjarni máls er sá að þróunin er mjög hæg-
virk samkvæmt kenningu Darwins því að hún gerist eingöngu með breyt-
ingum á erfðum (erfðaefninu eins og við köllum það nú á dögum) og Darw-
in og samtíðarmenn hans vissu að þess konar breytingar gerast hægt.
Breytingar á einstökum lífverum vegna umhverfis koma hins vegar ekki við
í
Blaðsíðutöl vísa í þýðinguna sem er tilefni þessarar greinar (Darwin, 2004), nema annað sé