Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 188

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 188
i86 Þorsteinn Vilhjálmsson En þó að bókln hafi verið sett fram með miklum sannfæringarkrafti fer því fjarri að henni hafi verið tekið með eindregnum fögnuði og húrrahrópum. Harður kjarni manna úr innsta hring þekktra náttúrufræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum studdi kenninguna að vísu með ráðum og dáð og margir aðrir náttúrufræðingar fóru smám saman í slóð þeirra. En jafnframt komu fram þungvæg rök gegn henni - rök sem Darwin sjálfur tók nærri sér enda skorti hann góðar varnir við sumum þeirra. Samkvæmt kenningunni áttu tegundirnar að þróast hver af annarri til- tölulega samfellt, þannig að hvergi væru stór stökk í þróuninni (natura non facit saltum var eitt af eftirlætismáltækjum Darwins; náttúran tekur ekki stökk; 295,1 sjá einnig hér á eftir). Hins vegar skorti mikið á að hinir fjöl- mörgu milliliðir í þróuninni birtust mönnum í jarðlögum sem þá voru þekkt. Darwin reyndi að svara þessu fyrirfram í þeim anda sem áður var lýst, að ræða ekki síður veikleika kenningarinnar en styrkleika. En margir létu sér ekki nægja þau rök og höfðu gildar ástæðu til þess, að minnsta kosti að nokkru marki. I öðru lagi var ljóst að erfðir áttu mikinn þátt í þróuninni samkvæmt hug- myndum Darwins og hann dró vissulega enga dul á það. Engu að síður gat hann gert mjög litla grein fyrir erfðum yfirleitt og alls ekki fyrir tengslum þeirra við þróunina. Menn höfðu á þessum tíma að vísu stundað kynbætur á nytjastofnum í Evrópu í eina til tvær aldir og þannig aflað hagnýtrar þekk- ingar á erfðum í einstökum dæmum, en þeir voru samt engu nær um það hvernig erfðaboðin flyttust milli kynslóðanna. I ljósi síðari þekkingar getum við sagt að þá hafi bæði skort rökfræði erfðanna og skýrar hugmyndir um efnislega miðilinn sem flytur boðin. Það er eitt dæmið um kaldhæðni ör- laganna að um sama leytið og Uppruninn kom út var austurrísk-ungverski munkurinn Gregor Mendel einmitt að gera tilraunir sínar með erfðir bauna- plöntunnar austur í borginni Brno (Briinn) á Mæri sem er nú hluti Tékk- lands. En verk Mendels varð ekki þekkt fyrr en um aldamótin 1900 og hefði raunar gagnast Darwin h'tið í fyrstu umferð, því að erfðafræði Mendels þótti fyrst í stað samrýmast illa þróunarkenningu Darwins. I þriðja lagi kom fljótlega fram hörð gagniýni á þróunarkenninguna frá þekktum eðlisfræðingum sem bentu á að jörðin virtist alls ekki nógu göm- ul til að þróun hefði getað átt sér stað með þeim hætti sem Darwin hélt fram. Þarna fór fremstur í flokki Kelvin lávarður sem naut mikillar virðing- ar í Bretlandi þegar hér var komið sögu, fyrir umfangsmikil og merk störf sín að eðlisvísindum og tækni. Kjarni máls er sá að þróunin er mjög hæg- virk samkvæmt kenningu Darwins því að hún gerist eingöngu með breyt- ingum á erfðum (erfðaefninu eins og við köllum það nú á dögum) og Darw- in og samtíðarmenn hans vissu að þess konar breytingar gerast hægt. Breytingar á einstökum lífverum vegna umhverfis koma hins vegar ekki við í Blaðsíðutöl vísa í þýðinguna sem er tilefni þessarar greinar (Darwin, 2004), nema annað sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.