Hugur - 01.01.2006, Side 190
i88
Þorsteinn Vilhjálmsson
Breytileiki í nytjastofnum og náttúru
Fyrsti kaflinn í bók Darwins fjallar um breytileika nytjastofna. Þar dregur
hann saman margvíslega reynslu manna af kynbótum húsdýra og nytja-
plantna sem byrjuðu um leið og menn hófu akuryrkju og kvikijárrækt í upp-
hafi síðsteinaldar, en tóku á sig skipulega mynd í Vestur-Evrópu á 17. og 18.
öld. Darwin ber breytileika nytjastofnanna saman við breytileika lífvera í
náttúrunni og kemst að þeirri einföldu niðurstöðu sem við þekkjum öll ef við
hugsum út í það, að breytileikinn er miklu meiri í nytjastofnum en í náttúr-
legum stofnum. Jafnframt bendir hann á að frjósemi dýra skerðist oft eða
hverfur ef þau eru í haldi og mun það vera ein ástæða þess að það eru svo fáar
tegundir sem mönnum hefur tekist að temja til langframa og gera að hús-
dýrum.
Síðar í bókinni (392-393) setur Darwin fram fróðlega skýringu á því að
innbyrðis ólík húsdýr eins og mismunandi hundakyn (hundar af mismun-
andi afbrigðum eða deilitegundum) skuli oftast geta æxlast innbyrðis og átt
frjó afkvæmi, þannig að þau teljast þá til einnar og sömu tegundar sam-
kvæmt líffræði nútímans. Skýringin á þessu er sú að æxlunarfæri dýranna og
skilyrði á meðgöngu breytast lítið þó að ytra útlit á fullorðinsskeiði taki
verulegum breytingum með kynbótum. Mennirnir sem rækta fram afbrigð-
in hafa tiltekna eiginleika í huga, svo sem stærð, vaxtarlag, skapferli, afurð-
ir og svo framvegis, og haga kynbótum sínum samkvæmt þeim, en þeir
tengjast engan veginn eiginleikum æxlunarfæranna eða tilhögun æxlunar að
öðru leyti.
Darwin ræktaði sjálfiir dúfur og fjallar um þær í þessum kafla auk þess sem
hann vísar til þeirra öðru hverju í öðrum köflum bókarinnar. Hann telur það
hafið yfir allan vafa að allir dúfnastofnar séu afkomendur bjargdúfunnar
(Columba livia), og athugasemdir hans um dúfnarækt og hegðun ræktaðra
dúfna eru oft skarplegar og skemmtilegar aflestrar.
Þá er ekki síður fróðlegt að lesa lýsingar Darwins á mismuninum á vali
taminna og villtra dýra, það er að segja vali mannanna annars vegar og nátt-
úruvali hins vegar. Hann bendir á að vissar aðlaganir séu húsdýrum í raun-
inni einskis nýtar en með því á hann við að þær mundu ekki gagnast dýrinu
í náttúrunni. Hins vegar verða þessar breytingar á stofnunum af því að
mennirnir sem rækta dýrin kalla þær fram með kynbótum sjálfum sér til
hagsbóta eða ánægju. Um þetta höfum við auðvitað fjölmörg dæmi enda vit-
um við að fæst húsdýr eða nytjajurtir mundu lifa lengi í náttúrunni ef ekki
kæmi til margvísleg vernd mannanna.
Ahugavert er að lesa eftirfarandi ummæli um það sem Darwin kallar
ómeðvitaðar kynbætur á sauðfé:
Þótt til væru það illa siðaðir villimenn að þeir veittu arfgengum
eiginleikum húsdýra sinna enga athygli, þá mundu þeir í hallærum
og annarri óáran, sem þeir væru berskjaldaðir fyrir, reyna að hlífa