Hugur - 01.01.2006, Page 190

Hugur - 01.01.2006, Page 190
i88 Þorsteinn Vilhjálmsson Breytileiki í nytjastofnum og náttúru Fyrsti kaflinn í bók Darwins fjallar um breytileika nytjastofna. Þar dregur hann saman margvíslega reynslu manna af kynbótum húsdýra og nytja- plantna sem byrjuðu um leið og menn hófu akuryrkju og kvikijárrækt í upp- hafi síðsteinaldar, en tóku á sig skipulega mynd í Vestur-Evrópu á 17. og 18. öld. Darwin ber breytileika nytjastofnanna saman við breytileika lífvera í náttúrunni og kemst að þeirri einföldu niðurstöðu sem við þekkjum öll ef við hugsum út í það, að breytileikinn er miklu meiri í nytjastofnum en í náttúr- legum stofnum. Jafnframt bendir hann á að frjósemi dýra skerðist oft eða hverfur ef þau eru í haldi og mun það vera ein ástæða þess að það eru svo fáar tegundir sem mönnum hefur tekist að temja til langframa og gera að hús- dýrum. Síðar í bókinni (392-393) setur Darwin fram fróðlega skýringu á því að innbyrðis ólík húsdýr eins og mismunandi hundakyn (hundar af mismun- andi afbrigðum eða deilitegundum) skuli oftast geta æxlast innbyrðis og átt frjó afkvæmi, þannig að þau teljast þá til einnar og sömu tegundar sam- kvæmt líffræði nútímans. Skýringin á þessu er sú að æxlunarfæri dýranna og skilyrði á meðgöngu breytast lítið þó að ytra útlit á fullorðinsskeiði taki verulegum breytingum með kynbótum. Mennirnir sem rækta fram afbrigð- in hafa tiltekna eiginleika í huga, svo sem stærð, vaxtarlag, skapferli, afurð- ir og svo framvegis, og haga kynbótum sínum samkvæmt þeim, en þeir tengjast engan veginn eiginleikum æxlunarfæranna eða tilhögun æxlunar að öðru leyti. Darwin ræktaði sjálfiir dúfur og fjallar um þær í þessum kafla auk þess sem hann vísar til þeirra öðru hverju í öðrum köflum bókarinnar. Hann telur það hafið yfir allan vafa að allir dúfnastofnar séu afkomendur bjargdúfunnar (Columba livia), og athugasemdir hans um dúfnarækt og hegðun ræktaðra dúfna eru oft skarplegar og skemmtilegar aflestrar. Þá er ekki síður fróðlegt að lesa lýsingar Darwins á mismuninum á vali taminna og villtra dýra, það er að segja vali mannanna annars vegar og nátt- úruvali hins vegar. Hann bendir á að vissar aðlaganir séu húsdýrum í raun- inni einskis nýtar en með því á hann við að þær mundu ekki gagnast dýrinu í náttúrunni. Hins vegar verða þessar breytingar á stofnunum af því að mennirnir sem rækta dýrin kalla þær fram með kynbótum sjálfum sér til hagsbóta eða ánægju. Um þetta höfum við auðvitað fjölmörg dæmi enda vit- um við að fæst húsdýr eða nytjajurtir mundu lifa lengi í náttúrunni ef ekki kæmi til margvísleg vernd mannanna. Ahugavert er að lesa eftirfarandi ummæli um það sem Darwin kallar ómeðvitaðar kynbætur á sauðfé: Þótt til væru það illa siðaðir villimenn að þeir veittu arfgengum eiginleikum húsdýra sinna enga athygli, þá mundu þeir í hallærum og annarri óáran, sem þeir væru berskjaldaðir fyrir, reyna að hlífa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.