Hugur - 01.01.2006, Side 197

Hugur - 01.01.2006, Side 197
Snilld einlægninnar 195 fjölda náttúrunnar. Ein meginástæða þess er einmitt sú að flest dýr hneigjast til að verða í raun ófrjó í vörslu manna eins og við þekkjum vel úr dýragörð- um. Þetta hefiir trúlega haft umtalsverð áhrif á sögu mannkynsins í önd- verðu. Samfélag sem réð yfir öflugum og nytsamlegum húsdýrum hefur haft forskot umfram hin. Til dæmis kann það að hafa átt sinn þátt í heimsvalda- útrás Evrópumanna frá byrjun nýaldar að þeir áttu í upphafi kost á hús- dýrum og nytjaplöntum úr villtum lífstofnum sem höfðu þróast í gervallri Evrasíu, en íbúar Ameríku og Ástralíu bjuggu til dæmis miklu verr að þessu leyti. Jarðsagan og lífið Einn styrkur Darwins var sá að hann hafði jarðfræðina ekkert síður á valdi sínu en h'ffræði. I ferðinni með Beagle gerði hann ýmsar skarplegar athuganir á jarðfræðifyrirbærum sem fyrir augu bar, svo sem á jarðlagaskipan, eldgosum, eldfjöllum og jarðskjálftum og afleiðingum þeirra. Raunar má segja að jarð- fræði og jarðsaga hafi verið mjög samtvinnuð líffræði á þessum tíma í huga manna og í rannsóknum. Gleggsta dæmið um þetta í ferðasögu Darwins um Beagle-ferðina er afar skarpleg greining hans á kórallaeyjum og myndun þeirra, þar sem h'ffræði og jarðfræði tvinnast órjúfanlega saman. En auk þess fann Darwin og rannsakaði marga mikilvæga steingervinga í ferðinni, þar á meðal af risaeðlum, og þar er auðvitað annað dæmi um náin tengsl jarðsögu og h'ffræði. Þó er einnig vert að taka eftir því að þessi tengsl fá allt aðra merkingu þegar við horfum á náttúmna svo að segja með gleraugum Darwins. Níundi kafli Upprunans fjallar um eyður í jarðsögunni. Þar ræðir Darwin enn betur það sem nefnt var hér á undan um ástæður þess að vitnisburður jarðlaga er svo gloppóttur sem raun ber vitni. Hann fyallar sérstaklega um lengd eða rás tímans í jarðsögu og þróun.4 Hann freistar þess að nota athug- anir á jarðlögum og rofhraða til að meta þessa tímalengd. Einnig vitnar hann til bókar Lyells um Grundvallaratriði jarðfræðinnar sem hafði mikil áhrif á hann á unga aldri og var eins konar biblía jarðvísinda á þessum tíma. Ein niðurstaða hans er sú að hðnar séu að minnsta kosti 300 milljónir ára frá lok- um miðlífsaldar (415) og yfirleitt er tónninn í umræðu hans sá að tímalengd- m sé alls ekki sérstakt vandamál gagnvart þróunarkenningunni. Nú á dögum er talið að umræddur tími frá lokum miðh'fsaldar sé aðeins um 65 milljónir ára en engu að síður stendur sú meginniðurstaða Darwins að tíminn sé kappnógur fyrir þá þróun sem átti sér stað á þessu tímabili. Eins og áður er getið hafði Darwin miklar áhyggjur af því hversu glopp- ótta mynd steingervingar í jarðlögum gæfu af þróun og tegundamyndun. Hann segir um þetta: 4 í íslensku þýðingunni er þarna talað um „ómæli tímans" en Darwin talar ævinlega um „lapse of time“, meðal annars í millifyrirsögn (Darwin, 1996, 228). Þetta er bagaleg ónákvæmni af því að því fer fjarri að Darwin hugsi sér „ómæli“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.