Hugur - 01.01.2006, Page 197
Snilld einlægninnar 195
fjölda náttúrunnar. Ein meginástæða þess er einmitt sú að flest dýr hneigjast
til að verða í raun ófrjó í vörslu manna eins og við þekkjum vel úr dýragörð-
um. Þetta hefiir trúlega haft umtalsverð áhrif á sögu mannkynsins í önd-
verðu. Samfélag sem réð yfir öflugum og nytsamlegum húsdýrum hefur haft
forskot umfram hin. Til dæmis kann það að hafa átt sinn þátt í heimsvalda-
útrás Evrópumanna frá byrjun nýaldar að þeir áttu í upphafi kost á hús-
dýrum og nytjaplöntum úr villtum lífstofnum sem höfðu þróast í gervallri
Evrasíu, en íbúar Ameríku og Ástralíu bjuggu til dæmis miklu verr að þessu
leyti.
Jarðsagan og lífið
Einn styrkur Darwins var sá að hann hafði jarðfræðina ekkert síður á valdi sínu
en h'ffræði. I ferðinni með Beagle gerði hann ýmsar skarplegar athuganir á
jarðfræðifyrirbærum sem fyrir augu bar, svo sem á jarðlagaskipan, eldgosum,
eldfjöllum og jarðskjálftum og afleiðingum þeirra. Raunar má segja að jarð-
fræði og jarðsaga hafi verið mjög samtvinnuð líffræði á þessum tíma í huga
manna og í rannsóknum. Gleggsta dæmið um þetta í ferðasögu Darwins um
Beagle-ferðina er afar skarpleg greining hans á kórallaeyjum og myndun
þeirra, þar sem h'ffræði og jarðfræði tvinnast órjúfanlega saman. En auk þess
fann Darwin og rannsakaði marga mikilvæga steingervinga í ferðinni, þar á
meðal af risaeðlum, og þar er auðvitað annað dæmi um náin tengsl jarðsögu og
h'ffræði. Þó er einnig vert að taka eftir því að þessi tengsl fá allt aðra merkingu
þegar við horfum á náttúmna svo að segja með gleraugum Darwins.
Níundi kafli Upprunans fjallar um eyður í jarðsögunni. Þar ræðir Darwin
enn betur það sem nefnt var hér á undan um ástæður þess að vitnisburður
jarðlaga er svo gloppóttur sem raun ber vitni. Hann fyallar sérstaklega um
lengd eða rás tímans í jarðsögu og þróun.4 Hann freistar þess að nota athug-
anir á jarðlögum og rofhraða til að meta þessa tímalengd. Einnig vitnar hann
til bókar Lyells um Grundvallaratriði jarðfræðinnar sem hafði mikil áhrif á
hann á unga aldri og var eins konar biblía jarðvísinda á þessum tíma. Ein
niðurstaða hans er sú að hðnar séu að minnsta kosti 300 milljónir ára frá lok-
um miðlífsaldar (415) og yfirleitt er tónninn í umræðu hans sá að tímalengd-
m sé alls ekki sérstakt vandamál gagnvart þróunarkenningunni. Nú á dögum
er talið að umræddur tími frá lokum miðh'fsaldar sé aðeins um 65 milljónir
ára en engu að síður stendur sú meginniðurstaða Darwins að tíminn sé
kappnógur fyrir þá þróun sem átti sér stað á þessu tímabili.
Eins og áður er getið hafði Darwin miklar áhyggjur af því hversu glopp-
ótta mynd steingervingar í jarðlögum gæfu af þróun og tegundamyndun.
Hann segir um þetta:
4 í íslensku þýðingunni er þarna talað um „ómæli tímans" en Darwin talar ævinlega um „lapse of
time“, meðal annars í millifyrirsögn (Darwin, 1996, 228). Þetta er bagaleg ónákvæmni af því
að því fer fjarri að Darwin hugsi sér „ómæli“.