Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 204
202
Þorsteinn Vilhjálmsson
bls. 21 í innganginum). Þeir sem fengist hafa við ritstörf af þessu tagi vita þó
fullvel að þetta er ófiillnægjandi meðferð á tilvitnunum því að höfimdur C
nýtir sér aldrei texta eftir höfund A á nákvæmlega sama hátt og höfundur B,
og eins víst að C þyki B hafa vitnað í A með villandi eða ófullnægjandi hætti,
eftir að hann hefur kynnt sér frumtextann í upphaflegu samhengi.
Að því er varðar nýrri heimildir en Oldroyd er til dæmis eftirsjá að ritum
breska vísindasagnfræðingsins Peter J. Bowlers sem hefiir skrifað nokkrar
bækur um Darwin og þróunarkenninguna á rúmlega tveimur áratugum. Þar
á meðal kýs ég að nefna bók um sögu kenningarinnar sem kom út í fyrstu
útgáfu árið 1983 og í endurskoðaðri útgáfu 1989 (Bowler, 1989). Sú bók er
nú notuð í námskeiðinu um vísindasögu við Háskóla Islands í stað bókar
Oldroyds sem byggt er á í innganginum.
Einnig hlýt ég að nefna tvær viðamiklar og verðlaunaðar ævisögur Darw-
ins sem komið hafa út eftir að bók Oldroyds var skrifuð og liggja því óbætt-
ar hjá garði í innganginum (Desmond og Moore, 1992; Browne 1996,
2002). Þessar ævisögur eru byggðar á rækilegum rannsóknum höfunda og
annarra á síðustu áratugum og í þeim er að finna ýmsan nýjan og mikilsverð-
an fróðleik um ævi Darwins og störf. Má þar nefna til dæmis að við höfum
nú miklu skýrari mynd afveikindum Darwins og heilsuleysi, af einkalífi hans
og tengslum þess við störf hans, af sambandi hans við fjölskyldu sína og vini
og af tengslum hans við Alfred Russell Wallace sem uppgötvaði h'ffræðilega
þróun um svipað leyti og Darwin og átti þátt í því að þróunarkenningin birt-
ist að lokum með þeim hætti sem hæfði. Er skaði að því að þessi rit skuli ekki
hafa verið tekin til greina í innganginum. Þess sér stað í ýmsum einstökum
atriðum sem mega betur fara en óþarft er að rekja hér.
Þá vil ég geta þess hér, lesendum til fróðleiks og hvatningar, að hlutaðeig-
andi stofnun breska ríkisins, British National Heritage, hefur nú tekið
landareign Darwins í Downe í Kent-skíri í sína vörslu, gert upp hús og önn-
ur mannvirki og opnað þau almenningi. Þarna gefst mönnum kostur á að
virða fyrir sér vinnuherbergi Darwins í þeirri mynd sem hann skildi við það,
og sömuleiðis dagstofiir og borðstofu á jarðhæð hússins, en á annarri hæð
hefur verið komið fyrir sýningu sem gefur yfirht um ævi og hugmyndir
Darwins. Lesendur sem eiga leið um London eru hvattir til að skoða þetta
skemmtilega safn sem veitir bæði innsýn í líf og starf frægs vísindamanns og
einnig í lífshætti 19. aldar í Bretlandi.
Þarna má meðal annars glöggt sjá hversu ört þekkingu okkar á Darwin
fleygir fram enda þykir mörgum afar forvitnilegt og fróðlegt að rannsaka
þessi efni. Er ekki fyrirsjáanlegt að lát verði á þeim áhuga á næstunni í ljósi
þess að nú eru aðeins þrjú ár þar til tvær aldir verða liðnar frá fæðingu
Darwins og um leið 150 ár frá útkomu Upprunans.