Hugur - 01.01.2006, Síða 219
Ritdómar
217
hugtaksins til þess að varpa ljósi á sögu
þróunarkenningar Darwins að umtals-
efni og segir hann þrjár ástæður fyrir því
að sagnfræðingar eigi að hætta að tala
um „byltingu Darwins". Sú fyrsta er að
ef litið er á rannsóknir á stjórnmála-
kenningum og stjórnmálasögu, þar sem
byltingar ættu að eiga öruggt heimili, er
ekki að finna neitt samkomulag um
„eðli, orsakir og afleiðingar byltinga“.
Sama er uppi á teningnum í raunvís-
indaheimspeki því ýmsar tilraunir heim-
spekinga til þess að heimfæra byltingar
upp á raunvísindin hafa reynst „bersýni-
lega ósannfærandi". I öðru lagi nefnir
Hodge að ef byltingar í raunvísindum
eru snöggar og óafturkræfar breytingar
„hafa sagnfræðirannsóloiir ekki leitt í
ljós nein sannfærandi dæmi“ um slíkt.
Hodge telur ástæðu þessa þá að í hvert
skipti sem grundvallarbreytingar hafa átt
sér stað innan raunvísinda hafi þær ekki
átt sér stað „bæði snögglega og sem um-
skipti frá afmörkuðu samkomulagi skoð-
ana, framkvæmda og valds yfir í annað
samræmt samkomulag af þessu tagi“. Af
þessum sökum segir Hogde „sagnfræð-
inga í ýmsum greinum efast nú um
stundir um ,byltingu‘ sem túlkunarhug-
tak“. I þessu sambandi nefnir hann að
sagnfræðingar sem fást við sögu Evrópu
á „tímabili byltinganna" (1789-1848)
fari varfærnislegar með hugtakið en áður
og að „iðnbyltingin" sé nú almennt álitið
villandi hugtak. Að sama skapi, segir
Hogde, hefur „hugtakinu .raunvísinda-
byltingin (um það bil 1543-1687) vís-
vitandi verið hent fyrir róða af mörgum
sérfræðingum þessa tímabils".12
Auk þessarar gagnrýni felur hugtakið
„vísindabylting“ í sér að einhver sam-
nefnari hafi einkennt náttúruspekina í
ólíkum löndum, sem aftur felur í sér að
hún hafi á einhvern hátt verið hafin yfir
menningu hvers lands, en eins og raun-
vísindasagnfræðingurinn David Living-
stone hefur bent á „er ljóst að ólík vís-
indaleg menning þróaðist á Italíu, Spáni
og Englandi á sextándu og sautjándu
öld“, sem og annars staðar í Evrópu. Af
þessum sökum segir hann ljóst „að ,saga
vísindabyltingarinnar1, hugsuð sem ein-
stakt augnablik í hugmyndavitund Vest-
urlanda, þarf að víkja fyrir ,sögulegri
landafræði vísindalegra tilrauna1 á ólík-
um svæðum" innan Evrópu.13 Þetta
endurspeglar þá viðteknu skoðun meðal
ýmissa þeirra sem rannsaka sögu, heim-
speki og félagsfræði raunvísinda að að-
ferðarfræðilegur og þekkingarfræðilegur
grunnur þeirra sé ekki einþættur heldur
margþættur.14
Það er gríðarlega erfitt að skrifa gott
yfirlitsrit sem spannar eins langan tíma
og bók Andra. Að mati ritdómara hefur
Andri ætlað sér um of með Visindabylt-
ingunni, því þegar tdllit er tekið til þess
magns af nýjum upplýsingum sem safn-
ast hefur upp frá því bækur Þorsteins
komu út, sérstaklega um „vísindabylting-
una“, hefur Andri að mati ritdómara ekki
fært okkur með Vísindabyltingunni það
rit sem búast hefði mátt við. Verkið ber
með sér að vera skrifað af áhugasagn-
fræðingi sem virðist ekki í nógu góðum
tengslum við það nýjasta sem er að gerast
innan raunvísindasagnfræðinnar. Merki
þessa má sjá strax í innganginum þar sem
Andri setur fram hugmyndir um sögu-
túlkun sem ganga í meginatriðum gegn
ráðandi hugmyndum innan raunvísinda-
sagnfræðinnar. Til að mynda er ekki
lengur talað innan þeirrar fræðigreinar
um innhverfa og úthverfa nálgun á sögu
raunvísindanna heldur er hvert tímabil
sett í samhengi, þ.e. þeir sem rannsaka
sögu raunvísindanna velja ekki lengur
hvort þeir ætla að beita innhverfri eða út-
hverfri nálgun heldur eru þessir þættir
skoðaðir jöfnum höndum,15 nokkuð sem
lífvísindasagnfræðingurinn Vassiliki
Betty Smocovitis kallaði fyrir tæpum
áratug síðan „nýju samhengishyggj-
una“.16 Þessi túlkunaraðferð Andra end-
urspeglast t.a.m. í þeirri staðhæfingu
hans að „innhverf sjónarmið [ráði] mestu
þegar sagt er frá þróun kenninga, en út-
hverfir þættir meiru þegar [...] vísindi
ruddu sér til rúms í vestrænum samfélög-
um“ (27), sem gengur í berhögg við