Hugur - 01.01.2006, Page 222
220
Ritdómar
Hvetjandi leiðarvísir handa nýrri kynslóð
Gunnar Dal: Þriðja árþúsundið: Framtíð
manns og heims. Bókaútgáfan Skjaldborg
2004. 170 bls.
Þriðja árþúsundið er safn stuttra ritgerða
í formi 111 bréfa eða kafla. Gunnar, sem
hefúr upplifað meirihluta síðustu aldar,
skoðar reynslu sína og vitneskju og not-
ar hana til að varpa ljósi á framtíðina.
Hann bendir okkur á þau málefni sem
við þurfúm að einbeita okkur að og þau
vandamál sem við þurfum að leysa, og
vísar okkur þannig leiðina inn í framtíð-
ina. Kaflarnir taka á fjölmörgum og ólík-
um umfjöllunarefnum sem öll eiga það
þó sameiginlegt að velta upp spurning-
um um framtíðina, spurningum sem
hafa nú þegar vaknað og þörf er á að
svara á nýju árþúsundi. Umfjöllunarefni
og nálgun Gunnars eru bæði af vísinda-
legum, heimspekilegum og sagnfræði-
legum toga, og mikill fróðleikur er fólg-
inn í hverjum kafla. Til dæmis fjallar
hann um genatæknina og stöðu hennar í
nútíð og framtíð, hann talar um heilann,
lyktarskynið, kenningar um upphaf
heimsins, afstæðiskenninguna, tímatalið,
jarðfræði og stjörnufræði. Hann fjallar
einnig um skynsemi og tilfinningar, rétt-
trúnað, hjarðhvötina, listrænt eðli, siðvit,
sannleikann, samskipti kynjanna, tengsl
manns og náttúru, tungumál, jafnrétti,
hnattvæðingu, gáfúr, yfirstéttir og goð-
sagnir. Þessi upptalning rúmar aðeins
lítið brot af þeim umræðuefnum sem
bókin inniheldur. Markmið hennar virð-
ist vera að skapa umræðu- eða samræðu-
grundvöll fyrir alla þá hluti sem þörf er á
að ræða betur í framtíðinni.
Tengingar á milli kafla eru ekki alltaf
augljósar, þráður bókarinnar sveigist frá
því að fjalla um kolefnisatómið yfir í
umfjöllun um Venus, þaðan liggur hann
yfir í umræðu um nöldur og því næst er
fjallað um samskipti kynjanna. En þrátt
fyrir að víða sé komið við og kaflarnir
séu ekki alltaf í beinu framhaldi hver af
öðrum kemur það alls ekki að sök vegna
þess að allir fjalla þeir á einhvern hátt
um heiminn, manninn og framtíðina.
Bókin er skrifúð á mjög skýru og fal-
legu máli, hún er auðlæsileg og getur í
raun hentað hverjum sem er, öllum þeim
sem eiga leið inn í framtíðina. Hún eyk-
ur skilning lesandans á stöðu okkar f
heiminum fyrr og nú, og er því öndveg-
islesning fyrir alla almenna lesendur.
Segja má að Þriðja árþúsundið sé skrif-
uð í anda kenningar R.G. Collingwoods
um sagnfræði.1 Samkvæmt þeirri kenn-
ingu á sagnfræðin að vera okkur upp-
spretta sjálfsþekkingar um manninn og
veru hans í heiminum. Þessi sjálfsþekk-
ing felst í því að vita hvað við erum fær
um að gera og hugsa, og einfaldasta leið-
in til að öðlast þá vitneskju er sú að horfa
til fortíðarinnar og athuga hvað menn
hafa gert og hugsað. Þessi þekking er
grundvöllur allrar annarrar þekkingar,
því án hennar værum við alltaf á byrjun-
arreit. Sagnfræðileg hugsun er þannig
leið okkar til að mynda okkar eigin skoð-
anir á heiminum sem við búum í og það
gerum við með því að hugsa eldri hug-
myndir upp á nýtt og meta þær svo út frá
okkar eigin hugmyndaheimi. A þennan
hátt verða framfarir og þróun í því sem
við gerum og hugsum og við þurfúm
ekki alltaf að byrja á upphafsreit eins og
fyrstu hugsuðirnir til forna. Þess í stað
getum við byrjað á að komast að því hvar
við erum stödd í hugmyndasögunni og
síðan getum við haldið áfram þaðan og
hugsað okkar eigin hugsanir um það sem
áður hefúr verið hugsað. Þetta er einmitt
það sem Gunnar Dal gerir í Þriðja ár-
þúsundinu, hann fer í gegnum þá sögu
sem hann þekkir og sýnir okkur hvar við
erum stödd í dag. Hann gefúr okkur yf-
irsýn yfir síðustu öld og fyrri aldir, heild-
arsýn sem er okkur nauðsynleg til þess að
geta haldið áfram í rétta átt.
En hvað felst í þessari heildarsýn? Það
sem virðist vera aðalatriðið er að við lær-