Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 7
Inngangur ritstjóra
5
hann því meðal annars fram að hugmynd Agambens sé engan veginn sú að hægt
sé að aflétta undantekningarástandinu; hinni sögulegu þróun verði ekki snúið við,
eða eins og Benjamin orðar það í áðurnefndum texta um söguhugtakið: „Saga
hinna kúguðu kennir okkur að ,undantekningarástandið‘ sem við búum við er
reglan. Við verðum að finna söguhugtak sem samrýmist því. Þá sjáum við að
verkefni okkar er að koma hinu raunverulega undartekningarástandi á; og þar
með batnar staða okkar í baráttunni gegn fasismanum." Þriðja greinin í þema-
hluta heftisins er eftir íslenska heimspekinginn Hjörleif Rnnsson, en hann tekur
á samspili ótta og undantekningarástands á annan hátt en Agamben og Nilsson
og beinir sjónum að því hvernig öryggisiðnaður kallast á við það hvernig alið er á
ótta í velmegunarríkjum Vesturlanda. Greiningu sína tengir Hjörleifur meðal
annars við vel þekktar kenningar þýska félagsfræðingsins Ulrichs Beck um
áhættuþjóðfélagið, svo og kunnuglegar hugmyndir um áhættustjórnun sem nú
seilast æ lengra inn í líf einstaklinganna.
Róbert Haraldsson heimspekingur hefur látið mikið að sér kveða í íslenskum
fræðaheimi á síðustu árum, og er skemmst að minnast þess að á árinu 2004 sendi
hann frá sér tvær bækur: greinasafn á íslensku (Frjálsir andar) og langa ritgerð
eða esseyju á ensku (Plotting against a lie). Hugmyndum Róberts eru gerð all-
nokkur skil í heftinu; annars vegar birtist ítarlegt viðtal sem Róbert Jack átti við
nafna sinn á síðasta ári og hins vegar efnismikil og djúptæk úttekt á fyrrnefndu
greinasafni Róberts, Frjálsum öndum, eftir Davíð Kristinsson. Þar er ekki látið við
það sitja að ræða kenningar Róberts sjálfs, heldur eru þræðir raktir til ýmissa höf-
unda sem hann á í samræðu við, einkum Thoreaus, Emersons og Nietzsches.
Jafnframt er grafist fyrir um rætur hugsunar tveggja þeirra fyrrnefndu og meðal
annars athugað hvernig þær teygðu anga sína til Islands á 19. öld og við upphaf
20. aldar.
Róbert Haraldsson ber víðar á góma í heftinu. I grein sinni „Málsvörn" bregst
Kristján Kristjánsson við gagnrýni þriggja annarra heimspekinga, Róberts, Jóns
Á. Kalmanssonar og Jóns Olafssonar, á siðfræðikenningar sínar. Kristján beinir
meðal annars sjónum að klípusögum og öðrum atriðum er varða útfærslu á nytja-
stefnunni. Ætla má að grein hans verði öðrum tilefni til að taka upp þráðinn.
Ekkert lát er á þeirri stefnu Hugar að birta metnaðarfullar þýðingar á merkum
heimspekitextum. Þannig má finna hér í heftinu margrómaða grein bandaríska
heimspekingsins Edmunds L. Gettier sem ber í þýðingu Geirs Þ. Þórarinssonar
heitið „Er sönn rökstudd skoðun þekking?". Jafnframt hefur heftið að geyma
þýðingu eins reyndasta þýðanda Islendinga á sviði heimspeki, Gunnars Ragnars-
sonar, á sígildum texta Davids Hume „Um mælikvarðann á smekk“. Óþarfi er að
hafa mörg orð um hversu mikill fengur þessir tveir textar eru íslensku áhugafólki
um rökgreiningarheimspeki og listheimspeki - og heimspeki almennt.
Listheimspeki á sér fleiri fulltrúa í heftinu. I grein sinni „Listin á tímum tækn-
innar“ tekur Gunnar Harðarson til athugunar umfjöllun Halldórs Laxness um
sjónrænar listir í Alpýðubókinni og ber hana saman við margfræga ritgerð áður-
nefnds Walters Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar". Sam-