Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 180
178
Davtð Kristinsson
Innra haf mannsins
Náttúruspeki Emersons er ákveðin tegund algyðistrúar. Nítján ára gamall punkt-
ar hann hjá sér: „Guð er innra með manninum, umhverfis hann, maðurinn er
hluti af Guði“." Og rúmum áratug síðar: „innra með og íyrir ofan eru samheiti.“100
Guð er ekki aðeins á himni ofan heldur um leið innra með manninum og manns-
sálin því óaðskiljanlegur hluti af Guði. I ritgerðinni „Hringir" (1841) útskýrir
Emerson: „Eins og ekkert tjald eða þak er milli höfða vorra og hins takmarka-
lausa himins, þannig er enginn þröskuldur eða veggur í sálinni, þar sem maður-
inn, afleiðingin, tekur enda, og Guð, orsökin, byrjar.“101 Þessum fljótandi landa-
mærum lýsir Emerson á ljóðrænan hátt í sömu grein: „Ég er Guð í náttúrunni; ég
er illgresi við húsvegginn.“1021 trúarfrumspeki Emersons gegnir yfir-sálin lykil-
hlutverki. Það er þessi eilífa „eining, þessi yfir-sál sem geymir einstaka veru sér-
hvers manns og tengir hann við alla aðra“.103 Óhófleg áhersla á einstaklinginn
Krist samræmist því ekki algyðistrú Emersons sem gagnrýnir í fyrrnefndu ávarpi
„skaðvænar ýkjur um persónu Krists. Sálin þekkir engar persónur."104 A yfirborð-
inu erum við sundruð, en innst inni sameinuð: „Við lifum hvert á eftir öðru, að-
skilin, í pörtum, í ögnum. Samtímis er innra með manninum sál heildarinnar; hin
vitra þögn; alheimsfegurðin sem tengist jafnt sérhverjum hluta og ögn; hið eilífa
EINA.“105 Undir yfirborði hins einstaklingsbundna býr hið almenna: „Maðurinn
er meðvitaður um alheimssál innra með sér eða á bakvið hið einstaklingsbundna
líf hans [...]. Þessa alheimssál nefnir hann Skynsemi [...]. Það sem við nefnum
vitsmunalega séð Skynsemi köllum við í tilfelli náttúrunnar Anda. Andinn er
Skaparinn.“106 Drottinn varpar hinum guðdómlega anda í náttúruna þar sem
hann úthverfist eða opinberar sig: „náttúran er andstæða sálarinnar [...]. Annað
er innsigli, hitt þrykk.“107 Eins og í tilviki mannanna kann náttúran að virðast
sundruð þótt hún sé í raun ein: „Við sjáum heiminn í molum, sólin, tunglið,
dýrið, tréð; en heildin, sem þessir molar eru skínandi hlutar af, er sálin.“108 Leiðin
til föðurins hggur því ekki í gegnum Bibhuna heldur bók náttúrunnar: „náttúran
er til vitnis um hið yfirnáttúrulega [...] heimurinn er musteri, veggir þess eru
þaktir með táknum, myndum og boðorðum Guðs“.109 Þannig „verða hin forna
lífsregla ,Þekktu sjálfan þig‘ og lífsregla nútímans, .Rannsakaðu náttúruna' að
endingu ein og sama meginreglan.“110 Með öðrum orðum eru „í sjálfum þér lög-
mál náttúrunnar allrar [...]; innra með sjálfum þér blundar Skynsemin í heild
99 Sama rit, i. bindi, s. 253 (8. apríl 1823).
100 Sama rit, 3. bindi, s. 399 (21. des. 1834).
101 Emerson, „The Over-soul“, SWE 293-311, hér 296. Þýðingin á þessu textabroti birtist undir yíírskriftinni
„Návist Guðs“ árið 1936 í Ganglera, x. árg., II. hefti, s. 90.
102 Emerson, „Circles“, SWE 312-324, hér 316.
103 Emerson, „The Over-soul“, SWE 294.
104 Emerson, „Divinity School Address“, SWE 252.
105 Emerson, „The Over-soul“, SWE 295.
106 Emerson, „Nature“, SWE 194.
107 Emerson, „The American Scholar“, SWE 225-245, hér 228.
108 Emerson, „The Over-soul“, SWE 295.
109 Emerson, „The Poet“, SWE 325-349, hér 333,334.
110 Emerson, „The American Scholar“, SWE 228.