Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 213
Milli Guðs ogjjöldans
211
iðkir hugleiðingar á sviði vísinda og bókmennta. Dag nokkurn verður
þér ljóst að sveitasetrið þitt ásamt gervöllu innbúinu sé staðsett í helvíti,
og að réttmæti friðsældarinnar reynist hafa klaufir og hala — tapa þessir
hlutir þá ekki skyndilega gildi sínu í þínum augum? [...] Eg geng niður
að einhverri tjörninni okkar; en hvaða gildi hefur náttúrufegurðin þegar
mennirnir eru auvirðilegir? Hver getur verið heiðríkur í landi þar sem
stjórnendur og hinir stjórnuðu lifa í lögleysu? Minningin um þjóð mína
spillir göngunni.2S2
Líkt og Emerson hellir Thoreau sér út í pólitíska baráttu til þess meðal annars að
endurheimta ánægju sína af fegurð náttúrunnar. Aðra áherslu finnum við hins
vegar í samanburði Róberts á Thoreau og George Orwell: „Báðir höfundar eru
pólitískt ábyrgir og berjast gegn ofbeldi og misrétti en báðir gera sér grein fyrir
hvernig pólitísk barátta og sú hugmyndafræði, sá lygavefur, sem gjarnan fylgir
stjórnmálum, getur eyðilagt alla saklausa gleði okkar af lífinu og náttúrunni." (FA
47-48) Mér virðist Thoreau aftur á móti fara út í pólitíska baráttu gegn þrælahaldi
og stríðsbrölti til þess að geta einmitt notið lífsins og náttúrunnar á ný. Eins og í
tilviki Emersons er lífið í huga Thoreaus ekki gleði án fyrirvara líkt og túlkun
Róberts lætur í veðri vaka: „Thoreau ræðir um að lífið sjálft sé gleði og það án
fyrirvara! Að náttúran sé endalaus uppspretta gleði og unaðar, án fyrirvara!
Hvernig er hægt að tala um frelsi, göfuglyndi og einfaldleika í svo andstyggileg-
um heimi?“ (FA 42) Þegar Thoreau verður ljóst að hann lifir í andstyggilegum
heimi er heiðríkja hans ekki fyrirvaralaus heldur sér hann sig, eins og Emerson,
knúinn til að hefja pólitíska baráttu. ÞóttThoreau sé ekki gagnrýninn á sköp-
unarverkið er hann, eins og komið hefur fram, gagnrýninn á mannfélagið að því
leyti sem það brýtur í bága við lögmál skaparans. En þrátt fyrir að glæpir gegn
mannkyninu aftri Thoreau þess að njóta menningar og náttúru finnur hinn vor-
huga náttúruspekingur tákn vonarinnar í ilmi fyrstu hvítu vatnaliljunnar sem
hann þefar uppi eftir langa bið. Blómið táknar hreinleika og yndisþokka sem
sprottið getur upp úr aur jarðar: „Ilmur liljunnar minnir okkur á hvaða lögmál
hafa ráðið ríkjum lengst og víðast, og gera það enn, og að sá tími mun koma þegar
dáðir mannanna munu anga jafn yndislega.“253 Það að náttúran skuli ár hvert geta
framkallað þennan ilm vekur þá von „að þrátt fyrir allt búi innra með manninum
dygð sem er sniðin til að skynja ilminn og elska.“ Ospillt náttúran forðast mála-
miðlarnir að hætti flóttaþrælalaganna.
Hegðaðu þér því þannig að angan athafna þinna auki við alheimssæt-
leika andrúmsloftsins, þannig að þegar við sjáum eða þefum uppi blóm,
kafii það ekki fram minningar um það hve ósamkvæmar athafnir okkar
eru þessum ilmi. Því sérhver ilmur er ekkert annað en nokkurs konar
skilaboð um siðferðileg gæði, og ef réttlátar athafnir hefðu ekki verið
viðhafðar, hefði liljan ekki sætan ilm. Slímdrullan táknar dugleysi og
252
253
Sama rit, s. 29-30.
Thoreau, „Slavery in Massachusetts", s. 30.