Hugur - 01.01.2007, Síða 217
Mil/i Guðs ogjjöldans
215
Kristilegt dýnamít
Mér virðist enginn íslenskur heimspekingur líklegur til að andmæla hugsjóninni
sem býr að baki fullkomnunarhyggju únítaranna. Orestes Brownson orðar hana
þannig „að sérhver maður fái svigrúm til að springa út í allri sinni fegurð og öllum
sínum mætti, þroskast og verða fúllkominn maður“. Þessi fúllkomnunarhyggja er
ákveðin kristileg útgáfa þess sem Vilhjálmur Arnason nefnir þroskasiðfræði og á
með því hugtaki „við kröfúr af margvíslegu tagi úr sögu siðfræðinnar um að fólk
leitist við að þroska möguleika sína og verða sannar manneskjur."270 Að mati
Vilhjálms er þetta einnig grunntónninn í skilningi „Marx á mannlegu siðferði
[...]. Lykilhugmyndin í kenningu hans er sú að markmiðið sé að manneskjan nái
að blómstra, þ.e. þroska hæfileika sína og lifa eins og henni hæfir [...]. Höfúð-
áhugaefni Marx er [...] að leita svara við því hvernig siðferðið geti orðið að veru-
leika í samfélaginu. [...] Annars vegar hvaða skilyrði séu nauðsynleg til þess að
gera siðferðilegar hugmyndir að veruleika; hins vegar hvaða öfl muni bera þá
breytingu uppi.“271
Þegar hugsjón þroskasiðfræðinnar sleppir virðist nokkur skoðanaágreiningur
meðal íslenskra heimspekinga um það hverjar séu forsendur þess að einstaklingar
geti raungert sjálfa sig, þ.e. hvað manneskjan þarf mikið svigrúm til að hafa raun-
hæfan möguleika á því að blómstra. Sigríður Þorgeirsdóttir hefur réttilega bent á
að Nietzsche „undanskilur ákveðna þjóðfélagshópa frá réttinum til sköpunar-
frelsis" og nefnir í því sambandi konur og verkamenn. Hún gagnrýnir Nietzsche
fyrir að loka „augunum fyrir þeim félagslegu og lagalegu skilyrðum sem eru
forsenda þess að sköpunarfrelsi einstaklinganna fái notið sín“, því „lýðræðisleg
trygging jafns réttar gerir einstaklingunum fyrst kleift að nýta sér þá frelsiskosti
sem hann [Nietzsche] segir sjálfúr vera frumskilyrði fyrir því að vera maður."272
Aþekka gagnrýni á Nietzsche er að finna hjá Vilhjálmi Árnasyni sem leggur
áherslu á að „forsendur skapandi mannh'fs eru hefðir lýðræðis og frelsis".273 Hann
telur afstöðu Nietzsches tengjast höfnun hans á „kristinni arfleifð" og þar með
„lýðræði og félagslegu réttlæti". Sigríður nefnir aftur á móti höfnun Nietzsches á
kvenréttindabaráttu og jafnaðarstefnu. Olíkt transendentalistunum hafnaði
Nietzsche kristinni arfleifð, lýðræði og almennum mannréttindum, að meðtöld-
um kvenréttindum og réttindum lágstéttanna. Þótt Nietzsche væri sem heim-
spekingur framsæknari en flestir hugsuðir þess tíma var hann ólíkt transend-
entalistunum fremur afturhaldssamur í garð samfélagsumbóta og var lítt hrifinn
af hugsjónum á borð við þá sem vestur-íslenskur únítaraprestur orðar þannig að
270 Vilhjálmur Árnason, „Siðfræðin og mannlífið“, BroddJIugur, Reykjavík: Siðfræðistofnun/Háskólaútgáfan,
1997,s- 72-
271 Vilhjálmur Árnason, „Hið sanna ríki frelsisins", s. 84. Þótt Vilhjálmur gæti líkast til, eins og aðrir íslenskir
heimspekingar, skrifað undir þroskahugsjón Brownsons er hann þó þeirrar skoðunar „að mannræktarhlutverk
heimspekinnar sé ofmetið.“ Hann gagnrýnir hina „rómantísku sýn á einfarann", sem honum finnst einkenna
sjálfsþroskahyggju Róberts H. Haraldssonar og Jóns Á. Kalmanssonar, og telur slíka einstaklingshyggju leggja
of litla áherslu á fijálsar samræður á jafnréttisgrundvelli („Á rauðu ljósi“, s. 229-230,237).
272 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Inngangur“, Svo malti Zarapústra, s. 16,17.
273 Vilhjálmur Árnason, „Við rætur mannlegs siðferðis", s. 169.