Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 161
Mi/li Guðs ogfjöldans
159
mennskunni „aftur á stall sem markmið í siðlegu uppeldi nútímans" (FA 61),
endurveki hvorki fyrirlitninguna á asanum, fjöldanum né náungakærleikanum.
Hann virðist auk þess litaður af hraða samtímans að því leyti sem endurreisn
hans á stórmennskuhugsjón Aristótelesar einkennist af „fljótfærnislegum lestri“
sem hugar ekki að því í hvaða samhengi fúllyrðingar standi (FA 58); „hafi Nietz-
sche,Mill og amerísku hugsuðirnir Emerson ogThoreau viljað endurvekja mikil-
læti í anda Aristótelesar á 19. öld hafi það ekki síst verið til að hafna lykilþáttum í
stórmennsku af því tagi sem Kristján virðist aðhyllast." (FA 73) Olíkt Kristjáni
vill Róbert í anda hinna ótímabæru hugsuða 19. aldar endurvekja fyrirlitningu
stórmennisins á asanum, fjöldanum og náungakærleikanum. Og þar sem Róbert
ætlar sér að fara alla leið væntir hann þess að þurfa að fara upp straumharða á því
„ýmis öfl í samtímanum muni veita meiri og lævísari mótspyrnu gegn mikillætis-
hugsjóninni en Kristján virðist gera ráð fyrir.“ (FA 57) Hið óljósa hugtak lævís öfl
virðist vera tilraun til að skjóta sér undan því að nafngreina það sem um ræðir en
eftirfarandi neðanmálsfullyrðingar varpa þó nokkru ljósi á málið: „Kristján Kristj-
ánsson og höfúndur þessarar bókar [Róbert] hafa báðir verið gagnrýndir fyrir það
eitt að ræða um stórmennið, slíkt er greinilega talið til marks um undarlegheit"
og meira að segja „virðist einfaldlega athugavert að svara (ræða) grein [Kristjáns]
um stórmennsku." (FA 221-222) Þótt óljóst sé hvort þau séu á bandi fyrrnefndra
„lævísra afla“ bregður nöfnum heimspekinganna (tímabæru?) Sigríðar Þorgeirs-
dóttur og Jóns Ólafssonar fyrir í umfjöllun um þá sem veita mikillætishugsjón-
inni mótspyrnu og Róbert tínir á öðrum stað til gagnrýni annars (tímabærs?)
heimspekings, Vilhjálms Árnasonar, á fyrirlitningu Nietzsches og Thoreaus á
fjöldanum (FA17). Eitt af því sem gerir lesandanum erfiðara fyrir að átta sig á því
hvaða „lævísu öfl“ Róbert á við og gegn hverju þau beita sér er sú staðreynd að
þegar Róbert segir, undir lok greinarinnar, að nú sé „loksins komið að síðari
spurningu hugleiðingarinnar, um það hvort hægt sé að endurvekja mikillæti í
samtíma okkar og hvort það sé æskilegt" (FA 83), þá reynist viðureignin við þessa
spurningu aðeins ná yfir fimm setningar (ég hef þegar vitnað í flestar þeirra).12
Þessi orðfæð veldur nokkrum vonbrigðum þar sem Róbert hefur fyrr í greininni
glætt áhuga lesandans með þeirri fullyrðingu að slík endurvakning, sem okkur er
að vísu ekki sagt hvernig megi raungera, feli í sér róttæka „endurskoðun á gildum,
skoðunum og venjum í samtíma okkar“ (FA 56) og endurómar annálað kall
Nietzsches eftir „endurmati allra gilda“.13
„Nietzsche temur sér smám saman stíl og framsetningarhátt sem miðar að því að hafa áhrif á hraðann í lííi
lesandans“, skrifar Róbert (FA 78) og virðist hér koma á framfæri dæmi um aðferð hinna ótímabæru til að
vinna gegn meintum asa nútímamanna.
J3 Róbert er ekki fyrstur íslenskra heimspekinga til að álíta eigin umfjöllun um (andlega) fátækt (náungans) falla
illa að tíðarandanum og hljóma jafnvel ankannalega í eyrum samtímamanna. I erindi sem Páll Skúlason flutti
á ráðstefnu um fátækt vorið 1986 vildi hann „sigrast á ríkjandi viðhorfi", þ.e. á „almennu viðhorfi til fátæktar“
(„Hvað er fátækt?“, Pœlingar, 1987, s. 376, 375). Það „virðist blasa við að vandamál fátæktar falla undir svið
efnahagslífsins, þ.e. öflun og dreifingu h'fsgæða. Þetta er svo augljóst að allt tal um fátækt menningargæða
eða siðferðisgæða virkar ankannalegt.“ (381) Að mati Páls hefur „þröngsjm efnahagshyggja - sem eins mætti
nefna auðhyggju eða peningahyggju — [...] náð að gegnsýra lífsmat fólks á Vesturlöndum“ (381). „Fátækt í
efnahagslegum skilningi hefiir haft sérstöðu og þokað til hliðar annars konar fátækt.“ (374) Gegn áherslu
tíðarandans á efnahagslega fátækt segir Páll: „Öll helstu vandamál fátæktar eru í eðli sínu siðferðileg" (373),
sem gerir honum kleift, þótt hann æth „ekki að gera h'tið úr fátækt í efnahagslegum skilningi" (375), að tala um
„andlega öreiga.“ (384) Með svipuðum hugtakaforða greinir Róbert í Brúðuheimili Ibsens fátækt sem ekki er af