Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 176
174
Davíð Kristinsson
heldur hafa meðfædd öfl og uppsprettu hugsunar í sér sjálfum. [Gjáfa
hinnar skapandi hugsunar kemur helzt fram hjá þeim, sem þyrstir eptir
framförum, sem efla vilja sjálfa sig í allri fullkomnun. Maður, sem vaknar
til þeirrar meðvitundar, að hann sé skapaður til framfara og fullkomnun-
ar, horfir með nýjum augum á sjálfan sig og heiminn, sem hann lifir í.77
Þannig „eru opinberanir þær og vitranir, sem hið innra kvikna, ekki bundnar við
fáeina útvalda, heldur vitja allra þeirra, sem helga sig sannri sjálfsmenntun."78
Svipað Aristótelesi ýjar Channing þó að því að ákveðin lífsskilyrði séu forsenda
þess að menn geti fullkomnað sig með sjálfsrækt:
þótt meðöl þau, sem eg hefi mælt með, muni ríkulega launa ómakið
hverjum manni [...] þá munu þau þó ekki hrífa fullkomlega né sem
heppilegast, nema þar, sem gott uppeldi hins unga hefur undirbúið sál
hans undir síðari framfarir. Þeir, sem vanræktir hafa verið í æsku, geta að
vísu tekið á móti framförum á fullorðins aldri, en trauðlega geta þeir
bætt sér það, sem þeir misstu á sínum fyrstu árum [.. ,].79
Að uppeldinu undanskildu álítur Channing að „hér í landi [liggi] aðaltálmarnir
ekki í kjörum vorum, heldur í sjálföm oss - ekki í ytri erfiðleikum [...]. Ollum
stéttum er vegurinn til fullkomnunar torveldur."80 Þar eð meginhindrunin er
innra með mönnum ræður vilji einstaklingsins að endingu mestu: „Ef þér viljið,
getið þér komizt hátt. Ekkert vald í félaginu, engar raunir í stétt yðar megna að
niðurbæla yður, halda yður niðri í þekkingu, dugnaði, drengskap og skörungsskap,
nema með sjálfra yðar samþykki."81
I ljósi þess að hér mælir andlegur faðir Emersons (ogThoreaus) er áhugavert að
bera saman afstöðuna til fjöldans hjá Channing og Nietzsche, en Róbert skipar
þýska heimspekingnum hvað þetta varðar á bás með þeim fyrrnefndu. Hér verður
eitt dæmi að nægja: Channing býr til ímyndaðan andstæðing sem gagnrýnir
menn
sem dreymir heima við skrifborð sín, flétta saman fagrar hugmyndir, en
hið virkilega líf, tvístrar þeim eins og vindur feykir vefi köngurváfönnar.
Þú vilt gjöra alla að menntuðum mönnum; en nauðsynin vill, að flestir
menn skuli vinna; og hvort af tvennu er líkara til að verði ofan á? Of veik
sálarviðkvæmni kann að gugna gagnvart sannleikanum; en hitt er þó
satt, að flestir menn eru fæddir, ekki til sjálfsmenntunar, heldur til starfs
og strits.82
Hálfri öld síðar skrifar Nietzsche:
77 Sama rit, s. 140.
78 Sama rit, s. 141.
79 Sama rit, s. 154—155.
80 Sama rit, s. 166-167.
81 Sama rit, s. 169.
82 Sama rit, s. 157-158.