Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 159
Milli Guðs ogjjöldans
157
manna.“5 Greina má þijá þætti sem Róbert álítur mikilvæga hvað varðar gagnrýni
hinna ótímabæru á 19. öldina: asann, fjöldann og náungakærleikann. Hvað fyrsta
atriðið varðar vitnar Róbert (FA 78) í Dagrenningu Nietzsches: ,,[Ö]ld ,vinnunnar‘,
það er að segja, hraðans, ósæmilegs og taugaveiklaðs flýtis, sem vill ,ljúka öllu‘
undir eins, þar með talið sérhverri gamalli og nýrri bók“.6 Svipaðan tón finnur
Róbert hjáThoreau sem kýs að ganga einn með himnasmiðnum fremur en í fjöl-
menni og bíða íhugull meðan hin „eirðarlausa, taugaveildaða, smásmugulega 19.
öld þeysist hjá.“ (FA 27)7 Róbert álítur að þeir Nietzsche og Thoreau eigi það
sameiginlegt með Ralph Waldo Emerson (1803-1882) ogjohn StuartMill (1806-
1873) „að vilja sporna við æsingi, flýti og þeim flautaþyrilshætti sem þeim finnst
einkenna 19. öldina“ (FA 79). Hann finnur annan hraða í hugsjóninni um stór-
mennsku eða mikillæti sem fjórmenningarnir hafi á öld fjöldans viljað endurvekja
í anda Aristótelesar (FA 73).8 Stórmennskuhugsjón Aristótelesar „felur í sér ávís-
un á annan hraða og aðra afstöðu til náungans en tíðkast nú á dögum. Megin-
straumar í samtímanum eru fullkomlega á skjön við þessa hugsjón, og vandséð
hvernig hún verður endurreist." (FA 83)9 Róberti virðist
einkar mikilvægt að endurvekja mikillæti í þeim skilningi sem hér hefur
verið lagður í það hugtak og eignaður hugsuðum 19. aldar. Á sama tíma
virðist mér fátt fjarstæðara og gagnstæðara samtíma okkar. Ekki vegna
þess að það stangist á við manngildishugsjón kristninnar eða aðra þætti í
siðferðilegum hugarheimi nútímans heldur vegna þess að það gengur
þvert gegn þeim lífsmáta sem flest okkar hafa tamið sér, lífsmáta sem
fyrir löngu er orðinn að trúarbrögðum og hefur breiðst víða um lönd.
(FA 83)10
Lesandanum er ekki sagt beinum orðum hver þessi sameiginlegi lífsmáti okkar sé
- einhver kynni að halda að lífsmáti fólks í nútímasamfélögum sé afar fjölbreyttur
- en við fáum þó vísbendingar á borð við þá að Thoreau beygi sig ekki undir þessa
hugsjón samtímans í riti sínu Walden: „Ofugt við fjöldann hafi hann ekkert fram
að færa handa fátækum. [...] Hann efast klárlega um að góðgerðarhjörðin sem
predikar um mikilvægi náungakærleika sé í raun og veru fær um að hjálpa fátæk-
5 Nietzschc, Handan góðs og ills, þýð. Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson, Reykjavíle Hið íslenzka
bókmcnntafélag, 1994, §210, §241; Scbopetihauer als Erzieher, §2; Werke in drei Bánden, ritstj. Karl Schlechta,
Munchen: Hanser, 1954-56,3. bindi, s. 442, 431. Áherslur í tilvitnunum eru í frumtexta nema annað sé tekið
fram.
6 Nietzsche, Morgenröte, formáli §5. Þýðing Róberts H. Haraldssonar.
7 Sjá H.D. Thoreau, „Walden", Walden and CivilDisobedience, New York: Penguin, 1983, s. 43-382, hér s. 378.
® Til einfoldunar nota ég stórmennsku og mikillati sem samheiti í þessari grein þótt vitaskuld sé blæbrigðamunur
þar á.
9 I Tveggja manni tali (148) ræðir Róbert annað fornt fyrirbæri sem hann áh'tur erfitt að endurreisa; hann segir
óraunhæft „að taka aftur upp fjölgyðistrú."
10 Jón Ólafsson hittir naglann á höfuðið þegar hann skrifar í ritdómi („Frjálsir andar fljúga hátt“, Lesbók Morgun-
blaðsins, 26. feb. 2005) um Frjálsa anda: „Róbert kemst að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að afar mikilvægt
sé að endurreisa dygð stórmennskunnar en um leið ómögulegt, því að tíðarandinn leyfi það ekki“. Hins vegar
segir Róbert það ekki bcinlínis „ómögulegt“ heldur að flest okkar hafi tamið sér lífsstíl sem torveldi sh'ka
endurreisn. Róbert gæti að hætti Nietzsches bundið vonir við örfáa einstaldinga og að slíkum mönnum fari
fjölgandi í framtíðinni. En þar sem Róbert cr orðfár um þessa að eigin sögn einkar mikilvægu endurreisn í
ókominni framtíð yrði hann að skýra hugmyndir sínar betur til þess að leggja mætti mat á þær.