Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 64
62
Gunnar Harðarson
blasir við listamanninum (eftirlíkingarkenning), heldur þarf einnig að koma til
handlagni listamannsins til að túlka áhrif hlutarins á sjónina (173). Málverk er því
ekki einfold eftirlíking heldur kemur til skjalanna milliliður, listamaðurinn sjálfiir
og ímyndunarafl hans. Og þegar upp er staðið er málverkið eða myndin orðin að
summu af hagleik og ímyndunarafli listamannsins. Og þá er, eins og oft vill verða
með hefðbundnar eftirlíkingarkenningar, stutt yfir í einhvers konar afbrigði af
tjáningarkenningu. En Halldór fer þó ekki þá leið, heldur kýs hann að halda sig
við eftirlíkingarkenninguna og líta á framlag hstamannsins fyrst og fremst sem
spurningu um tækniþróun. Að vísu segir hann að því „betri sem listamaðurinn er,
því svarnari óvinur er hann hinnar vélteknu myndar, sem byggir út allri ímyndun“
(174-175). En á móti kemur að „ljósmyndun, kvikmyndun og gagnmyndun (Rönt-
gen) eru allar þróunarspor í sögu myndgerðar engu síður en hafskip er framfara-
spor í sögu sjóferða ...“ (175).
Til að gera langa sögu stutta má segja að eftir allflókna röksemdafærslu verði
afstaða Halldórs til tækniþróunarinnar fremur afdráttarlaus. Listamaður sem
notar blýant og pensil er einfaldlega að beita úreltum verkfærum. Þróun tækn-
innar felst í því að gömul verkfæri verða úrelt og ný leysa þau af hólmi: Þau gera
sama hlutinn og hin fyrri, en bara betur, þau koma með nýjar tæknilegar lausnir á
ýmsum hagnýtum vandamálum. Léttivagn gegnir sama hlutverki og bifreið, því
að flytja fólk milli staða, en bifreiðin gegnir þessu hlutverki betur en léttivagninn,
kemst hraðar yfir og á þægilegri máta (163). Eins er um seglskip og eimskip:
Hlutverk þeirra er hið sama, en eimskipið er fuhkomnara tæki en seglskipið. A
sama hátt eru verkfæri myndlistarmannsins, blýantur og pensill, frumstæð í sam-
anburði við ljósmyndavélina og kvikmyndavélina sem Halldór kallar fullkomin
verkfæri. Gera má ráð fyrir að ástæðan fyrir því að þau eru fullkomnari sé sú að
þau ná betur en blýanturinn eða pensillinn að búa til sjónræna eftirlíkingu af
fyrirmyndinni (174-175).
En tækniþróunin hefur ekki bara áhrif á sjálfa framleiðslu mynda. Tækniþró-
unin breytir skilyrðum og möguleikum listrænnar sköpunar og þær breytingar
koma fram á ýmsa vegu. Ein meginbirtingarmyndin felst í því að sérfræðiþekk-
ing Ustmálaranna verður úrelt og almenningur fær í staðinn tæki sem auðvelt er í
notkun og nær á einu andartaki fram hinu sama og listmálararnir með áralangri
þjálfun. Þarna má sjá hina félagslegu vídd birtast í greiningu Hahdórs á mynd-
listinni. Listmálarar búa til myndir handa þröngum hópi auðugra listaverkakaup-
enda og þeir búa þessar myndir til með úreltum verkfærum, gefa þeim svo skáld-
leg nöfn, setja upp hátt verð fyrir þær og setja á „langar hrókaræður um form og
Hnur og litasamstillingu" (161). Á meðan þessu fer fram sækir almenningur kvik-
myndahús og fer til ljósmyndara, en skiptir sér ekkert af listmálurunum; þetta er
ódýrt og nýtt og felur í sér fagurfræðilega upplifun sem svarar til samtímans, en
er ekki birtingarmynd eldri og úreltra þjóðfélagshátta.
Halldór ræðir því næst framlag Ijósmyndarinnar til listarinnar. Ljósmyndin er
það listform sem kemst næst því, að hans dómi, að svara til eðlis myndarinnar,
sem er að vera eftirlíking. Þar tiltekur hann sérstaklega litljósmyndina, sem er,
þegar ritgerðin er skrifuð, enn á þróunarstigi. Ljósmyndin sýnir útlit hlutanna