Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 168
166
Davíð Kristinsson
Nýstárlegur samanburður af þessu tagi getur verið frjór.36 Sé áherslan hins vegar
einkanlega á það sem virðist líkt hjá þessum hugsuðum á kostnað þess sem er
frábrugðið er hætt við því að það sem er á margan hátt ólíkt renni saman í eitt.
Dæmi um bernskan samanburð af þessu tagi er ítarlegur samanburður heimspek-
ingsins Georges J. Stack á Nietzsche og Emerson.37 Hann heldur því fram að
Nietzsche sé þýskt afrit af úrvalshyggju Emersons.38 A sama hátt virðist Róbert
vera þeirrar skoðunar að Nietzsche sé einhvers konar þýsk útgáfa af Emerson, en
þó á andstæðri forsendu en Stack: Róbert álítur hvorugan þeirra vera úrvals-
hyggjusinna. En hvor afstaðan er nær lagi? Mér virðist hvorugur hafa á réttu að
standa, nema að hálfu leyti. Þegar á heildina er litið var Nietzsche, gagnstætt
Emerson ogThoreau, andstæðingur jafnréttis og lýðræðis. Hann var lítt hrifinn af
þeirri staðreynd að „lýðræðinu vex fiskur um hrygg (sem og undirrót þess, blóð-
blöndun húsbænda og þræla, færist í aukana)"39 og áleit nauðsynlegt að koma á
nýrri tegund höfðingjaveldis.
I afneitun sinni á úrvalshyggjutúlkunum á Nietzsche fylgir Róbert leiðbein-
andanum við doktorsritgerð sína, James Conant, að málum. Conant færir rök
gegn því að Nietzsche sé úrvalshyggjusinni og segir slíka túlkun byggja á mislestri
á Otímabœrum hugleiðingum Nietzsches, nánar tiltekið á þriðju hugleiðingunni,
Schopenhauer sem uppalandi.40 I doktorsritgerð sinni styðst Róbert í undirkaflan-
um „Nietzsche’s reputation as an elitist" við þá rökfærslu Conants „að úrvals-
hyggjutúlkunin byggist á tilvísunum úr Nietzsche sem teknar eru úr samhengi;
hann færir ennfremur rök fyrir því að úrvalshyggjutúlkunin afskræmi bæði inni-
hald og markmið heimspekiskrifa Nietzsches. Mér virðist Conant hafa gert úr-
valshyggjutúlkanir á Nietzsche afar vafasamar og jafnvel hrakið þær.“411 athyglis-
verðri grein sinni tekst Conant þó ekki hið ógerlega, þ.e. að hrekja þá ótvíræðu
úrvalshyggju sem einkennir heildarverk Nietzsches, þótt hann reyni það með
þeirri innantómu nákvæmni, eins og ég kýs að kalla mælskulist af þessu tagi, sem
fáguð textatúlkun hans framkallar. Þannig kann enska þýðingin á Exemplar sem
36 Áhrifa þessa samanburðar gætir í nokkrum B.A.-ritgerðum við heimspckiskor Háskóla íslands sem flestar
voru skrifaðar undir leiðsögn Róberts: Flóki Guðmundsson, Ótíkir skoðanabrœður. Hugmyndir John Stuart
Mill og Friedrichs Nietzsche um einstaklingseðlið, 2003; Viðar Þorsteinsson, Frjáls maður eða frjálslyndur? Um
einstakling og hugmyndafrteði í Þjóðníðingi lbsens með hliðsjón a/'Frelsinu eftir Mill, 2003; Aslaug Skúladóttir,
Ljóðskáld eigin lífs. Lífsspeki í verkum Ihoreaus og Nietzsches, 2002; Snorri Þór Tryggvason, Haltu mér - slepptu
mér svo. Hugmyndir Nietzsches og Emersons um fyrirmyndir, 2002; Skúli Thorarensen, Fyrirmyndir Nietzsche.
Um áhrifEmerson og Schopenhauer á Nietzsche, 1999.
37 George J. Stack, Nietzsche and Emerson. An Elective Affinity, Athens: Ohio University Press, 1992.1 útlistun
Stacks verður Nietzsche allsherjar déjá-vu frá sjónarhóli þess sem lesið hefur Emerson. Máli sínu til stuðnings
vísar Stack oftast til örfárra orða innan gæsalappa án þess að huga nánar að samhengi þeirra. Þetta gerir
honum kleift að leggja ólíkustu hluti að jöfnu og setja fram langsóttar staðhæfingar á borð við þá að kenning
Nietzsches um viljann til valds eigi uppsprettu sína hjá Emerson.
38 Nánar til tekið heldur Stack (s. 287) því fram að báðir þróist með árunum í þessa átt, þ.e. frá því að vcra
frelsarar allra manna (eins og Róbert heldur fram) yfir í úrvalshyggju (sem Róbert vill ekki kannast við):
„Both begin as teachers who seek to lead all human beings out of the herd and end as elitists". Enda þótt
Schopenhauer sem uppalandi hins þrítuga Nietzsches einkennist ekki í jafn sterkum mæli af úrvalshyggju og
síðari verkin er hún þó þegar til staðar í íýrsta riti Nietzsches. Og þótt sýna megi fram á einhveija þróun í
afstöðu Emersons og Nietzsches er hún því ekki jafn einföld og hliðstæð og Stack heldur fram.
39 Nietzsche, Handan góðs og ills, §261.
40 Sjájames Conant,„Nietzsche’s Perfectionism. A Reading of Schopenhaueras Educatoru,Nietzsches Postmoralism,
ritstj. Richard Schacht, New York: Cambridge University Press, 2000, s. 181-257.
41 Róbert H. Haraldsson, 7he Problem of Mitleid and the Morality of Mitleid, s. 48.