Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 198
196
Davíð Kristinsson
Heiðríkjan í vitund Thoreaus virðist í algerri mótsögn við þá dökku og
margþvældu skyldumeðvitund um hið illa, ljóta og andstyggilega sem
virðist landlæg nú um stundir. Varla líður sá dagur að kveldi að menn
uppgötvi ekki nýja ástæðu til að vera óánægðir með lífið og tilveruna, eða
komist að nýjum göllum á sköpunarverkinu. Hér vísa ég ekki einvörð-
ungu til frétta- og blaðamanna sem dag hvern vekja athygli okkar af
stakri samviskusemi á öllu hinu ljóta og andstyggilega í fari nágrann-
anna, eða listamanna sem beina augum okkar að hörmungum tilver-
unnar, auðvitað á „raunsæjan hátt“, heldur líka til allrar þeirrar íjölbreyttu
hugmyndafræði sem nú flæðir um heiminn og virðist hafa að aðalmark-
miði sínu að þjálfa næmi okkar fyrir hinu ljóta, fyrir þjáningunni og of-
beldinu í heiminum. Fjölskyldan er sögð vettvangur ofbeldis, hjóna-
bandið kúgunar —[...] Thoreau ræðir um að lífið sjálft sé gleði og það án
fyrirvara! Að náttúran sé endalaus uppspretta gleði og unaðar, án fyrir-
vara! Hvernig er hægt að tala um frelsi, göfuglyndi og einfaldleika í svo
andstyggilegum heimi? (FA 41-42)191
Róbert varpar auk þess fram þeirri spurningu
hvort afstaða Thoreaus sé ekki óábyrg eða einfeldningsleg, nokkurs kon-
ar „pólitísk“ einfeldni. Hefur slík speki ekki verið notuð í aldanna rás til
að réttlæta það að fjöldanum, alþýðunni, hinum vinnandi stéttum, sé
haldið í sárri fátækt? I stað þess að bæta lífsskilyrði alþýðunnar er henni
boðið upp á andlega hressingu, í stað mannsæmandi vistarvera er henni
boðið upp á stjörnubjartan himininn, í stað góðrar heilbrigðisþjónustu er
henni bent á heillandi lögun tjarnarinnar eða skrjáfið í laufinu. (FA 42)
Til að leita svara við þessari spurningu skulum við skoða nánar tengslin á milli
náttúrudýrkunar Thoreaus og afskipta hans að samfélagsmálum - og hvernig
Róbert túlkar afstöðu Thoreaus í átt að eigin áherslum.
191 Þar sem Róbert nafngreinir ekki alltaf þá hugmyndafræði sem hann þykist greina í samtímanum getur verið
erfitt að átta sig á því við hvern sé átt. V íst er hins vegar að hún er ekki ný af nálinni. Þegar í Kiígun kvenna fullyrðir
Mill að hjónabandið sé vcttvangur kúgunar. Athyglisvert er hins vegar að Róbert yfirfærir bölsýnisgagnrýni
sína á öðrum stað yfir á meinta bölsýni fræðimanna sem séu óhóflega gagnrýnir á kenningar og vcrk annarra:
„Er ekki hætt við að þeir sem temja sér gagnrýna hugsun að hætti Páls [Skúlasonar] séu of fljótir að finna veika
bletti á kenningum og galla á verkum? Að þeir komi ckki auga á styrkleikana og aflið sem í kenningunum býr?
Hafa slíkir menn ekki gleymt sjöunda degi skaparans [...]? Er ekki líklegt að þeir sem keppast við að finna
veika bletti og galla taki til við að endurbæta verk sem e.t.v. þarf ekkert að endurbæta?“ (TMT 192) Eins og
fjölmargar aðrar hugmyndir Emersons gerir Róbert eftirfarandi hugsmíð að sinni og yfirfærir hana á umræðu
um gagnrýna hugsun. „Við verðum að treysta á fullkomnun sköpunarverksins“, skrifar Emerson („Nature",
SWE 182). Óháð því hvaða gildi þessi afstaða Emersons kann að hafa frá trúarlcgum sjónarhóli virðist mér
hún ekki eiga erindi í umræðu um fræðilegt aðhald vísindamanna eða samfélagsgagnrýni listamanna. Þótt
sköpunarverkið sé að mati Emersons fullkomið var hann ekki þeirrar skoðunar að mannfélagið eða mannanna
vcrk séu svo fullkomin að þau séu hafin yfir gagnrýni.