Hugur - 01.01.2007, Side 164
162
Davíð Kristinsson
verðir“ Stokkmanns, sem hafa „andlegan höfðingsbrag", séu í raun sjálfstætt
þenkjandi menn af öllum stéttum og því sé ekki um úrvalshyggju að ræða. Hann
reifar þá skoðun Stokkmanns: „(i) að menn séu dýr og tilheyri dýraríkinu; (ii) að
í dýraríkinu fyrirfinnist virðingarröð" (FA 108) og hrósar Stokkmann fyrir að
þora að draga „hinar óvinsælu afleiðingar hugmynda sinna [...] að lögmál dýra-
ríkisins gildi um menn“, þ.e. að í mannfélaginu fyrirfinnist virðingarröð - ólíkt
því sem jafnréttishugsjón lýðræðisins kveður á um. Urvalshyggju Stokkmanns
svipar hvað þetta varðar til afstöðu Nietzsches. Róbert er fáorður um afleiðingar
endurreisnar aristókratísks virðingarstiga,22 og virðist líta svo á að hann sé ekki
aristókratískur á þeirri forsendu að hinn andlegi höfðingsbragur sé áunninn eig-
inleiki sem menn úr öllum stigum samfélagsins geti öðlast. Hafi einstaklingur
náð þessum andlega höfðingsbrag virðist hann eiga inni fyrir fyrirlitningu á fjöld-
anum, sem í túlkun Róberts er ekki fyrirlitning hástéttanna á lægri stéttum held-
ur tilraun frelsaðra einstaklinga af öllum stéttum til að frelsa aðra einstaklinga frá
hugsunardoða fjöldans.
Róbert bregst aðeins stuttlega við gagnrýni Vilhjálms á fyrirlitningu Nietzsches
enda er þýski hugsuðurinn ekki í sviðsljósinu í Frjálsum öndum að bókartitlinum
undanskildum. Hins vegar tekur hann upp hanskann fyrir Thoreau: „Vilhjálmur
virðist alfarið byggja gagnrýni sína á athugasemd um orðanotkun Thoreaus og
skyldra hugsuða. Hann nefnir fjögur skyld orð í því sambandi, orð sem öll virðast
móðgandi við núverandi valdhafa, það er meirihlutann." (FA 224) Þetta dugi þó
ekki til: „Vilji menn sýna fram á að tiltekinn hugsuður tali niður til samborgara
sinna og sýni þeim megnustu vanþóknun er alls ekki nægilegt að benda á (líkt og
gert er í ofangreindri gagnrýni) að hann noti orðin jjöldi, lýður, hjörð, eða mennið.“
(FA 22-23) Róbert leggur áherslu á þá óumdeildu reglu, sem gildir víðar en í
þessu afmarkaða dæmi, að „við megum ekki gefa okkur að við skiljum gagnrýni
viðkomandi hugsuðar áður en við glöggvum okkur á því hvernig hann notar orð á
borð við hjörð (e. the mass of men, the herd, the crowd, þ. die Menge, die Masse, die
Herde).“ (FA 20)23 Vera kynni að þessi fjöldahugtök séu síður ætluð fjöldanum
sjálfum en einstaklingum sem frelsa á: „Andmælendur Thoreaus virðast gera ráð
fyrir því að hugsuður sem ræðir um fjöldann, lýðinn, hjörðina eða mennið hljóti
að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fólks.“ (FA19-20) Sjálfur gengur
Róbert hins vegar út frá því að gagnrýni Thoreaus beinist í raun að einstaklingum
í eintölu þótt skammaryrðin séu í fleirtölu.
Einhver kynni að benda á að skammaryrði menningaraðalsins hafi oftar en
ekki vísað til ákveðins hóps fólks, þ.e. lágstéttanna.24 En Róbert leggur áherslu á
22 Þessi varkárni Róberts er athyglisverð í ljósi þess að hann gagnrýnir ritstjórann Hofstad í Þjóðnídingi sem
„þorir ekki að hugsa eigin hugsanir á enda“. Hann dragi úrvalshyggju sína í land „þegar honum verða ljósar
hinar óvinsælu afleiðingar hugmynda sinna" að í mannfélaginu fyrirfinnist virðingarröð (FA 108).
23 Róbert ræðir þetta einnig í einni af fýrstu greinum sínum: „Ég hef þckkt hugsandi menn sem fyllst hafa
það mikilli vandlætingu þegar þeir sáu orðin ,ofiirmenni‘ og ,hjörð‘ bregða fyrir í ritum Nietzsches að þeir
köstuðu frá sér möguleikanum á að hagnýta sér hið djúpa innsæi hans“ („Lífsskoðun fjölhyggjumanns“,ZsnW/
siðfraðinnar> ritstj. Róbert H. Haraldsson, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1993, s. 116).
24 Á millistríðsárunum ritar t.d. Jón Sigurðsson bóndi frá Yzta-Felli: „Allir, sem nokkuð hafa lesið af útlendum
bókum, munu kannast við djúpa fyrirlitningu margra erlendra rithöfunda á alþýðunni, eða ,lægri stéttunum‘.“
(„Alþýðan og bækurnar", Iðunn, 1928, s. 62)