Hugur - 01.01.2007, Side 84

Hugur - 01.01.2007, Side 84
82 Kristján Kristjánsson sér, eins og við munum, hvort hann væri því óvaskari en aðrir sem honum þótti meira fyrir því að vega menn. Hví skyldi nytjastefnumaðurinn ekki þjást eins og aðrir? Þjáning er tilfinning og tilfinningar skiptast í kenndir sem velta á hrárri skynreynslu (svo sem maga- pína eða tannverkur) og geðshrœringar sem velta á skoðunum (svo sem stolt eða reiði). Jón á hér naumast við þjáningu sem kennd; náttúran hefur ekki sett glugga á brjóst okkar þannig að aðrir sjái hvað í okkur býr innvortis. Engum „finnst hann finna til“ eða getur látið aðra segja sér til um hversu vel eða illa honum líður. Jón hlýtur því að eiga við þjáningu sem geðshræringu; og það kemur raunar fram í málflutningi hans þegar hann segir að það hvort og hvernig aðstæður valdi okkur þjáningu ráðist af skilningi og skoðunum okkar á eigin aðstæðum: hvaða merk- ingu við leggjum í þær. Efasemd Jóns um þjáningu nytjastefnumannsins má þá skýra svo að þar sem nytjastefnumaðurinn virði engin blá bönn og sé jafnan reiðubúinn að sveigja til við almenn siðferðisgildi, til að mynda þegar hann telur „rétt ogskylt að drepa saklaust fólk vegna heildarhagsmuna" (s. 60), þá getum við ekki gert ráð fyrir því að hann leggi sama skilning í hugtakið „harmræn ákvörð- un“ og aðrir, né þjáist í sama skilningi ef hann dæmist til að taka slíka ákvörðun.20 „Harðbakkar" og „óyndisúrræði" væru á sama hátt innantóm orð fyrir nytja- stefnumanninum - svo að ég bæti ögn við túlkunina á orðum Jóns - þar sem hann væri alltaf til í tuskið og bægði engum kaleik frá sér fyrirfram sem ódrykkj- arhæfum. Eg skal ekki sverja fyrir að þær skoðanir sem þjáning nytjastefnumannsins veltur á séu að einhverju leyti sinnar eigin náttúru. Því hafa raunar ýmsir haldið fram áður. En þvert á túlkun Jóns þá hafa gagnrýnendur nytjastefnunnar hingað til fundið henni það til foráttu að rúmsvæði mögulegrar þjáningar í henni sé allt- of vítt: hún bjóði heim of mikilli ogjafnvel óbærilegri þjáningu vegna þess hve kröfuhörð hún sé.21 Nytjastefnumaðurinn getur aldrei sagt: „Nei, ég þvæ hendur mínar af þessu og velti því ekki einu sinni fyrir mér.“ Vel á minnst: Þar væri þá aftur lifandi kominn skyldleiki með nytjastefnunni og kærleiksboðskap Krists sem ýmsir hafa efasemdir um að sé raunhæfur einmitt fyrir þá sök hve mikillar sampíningar hann krefst með þjáningu annarra og vilja til að leggja öðrum lið, jafnvel þegar það útheimtir sársaukafullar fórnir af okkar hálfu. 1.6 Eg sagði áður að ritgerð Jóns höndlaði að hluta til siðferðilega mikilvægan grein- armun. Það er greinarmunur þess að halda því fram a) að siðferðisgildi verka liggi í afleiðingum þeirra, við berum ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum at- hafna okkar og athafnaleysis og siðferði snúist umfram allt um hagsmuni náunga okkar - og b) að siðferðisgildi verka liggi í þeim sjálfum, ábyrgð okkar sé á ein- 20 Sumir fræðimenn sem hallir eru undir það sjónarmið er ég hef leyft mér að kalla „dólganytjastefnu“ telja að nytjastefnan útiloki að nokkrar ákvarðanir geti talist harmrænar. Á þeim hrín gagnrýni Jóns. Eins og fram kemur hér á undan og í eldri skrifum mínum um nytjastefnuna er ég öldungis ósammála þessu sjónarmiði. 21 Sjá t.d. umræðu S. Scheffler í The Rejection of Consequentialism (Oxford: Oxford University Press, 1994).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.