Hugur - 01.01.2007, Page 84
82
Kristján Kristjánsson
sér, eins og við munum, hvort hann væri því óvaskari en aðrir sem honum þótti
meira fyrir því að vega menn.
Hví skyldi nytjastefnumaðurinn ekki þjást eins og aðrir? Þjáning er tilfinning
og tilfinningar skiptast í kenndir sem velta á hrárri skynreynslu (svo sem maga-
pína eða tannverkur) og geðshrœringar sem velta á skoðunum (svo sem stolt eða
reiði). Jón á hér naumast við þjáningu sem kennd; náttúran hefur ekki sett glugga
á brjóst okkar þannig að aðrir sjái hvað í okkur býr innvortis. Engum „finnst hann
finna til“ eða getur látið aðra segja sér til um hversu vel eða illa honum líður. Jón
hlýtur því að eiga við þjáningu sem geðshræringu; og það kemur raunar fram í
málflutningi hans þegar hann segir að það hvort og hvernig aðstæður valdi okkur
þjáningu ráðist af skilningi og skoðunum okkar á eigin aðstæðum: hvaða merk-
ingu við leggjum í þær. Efasemd Jóns um þjáningu nytjastefnumannsins má þá
skýra svo að þar sem nytjastefnumaðurinn virði engin blá bönn og sé jafnan
reiðubúinn að sveigja til við almenn siðferðisgildi, til að mynda þegar hann telur
„rétt ogskylt að drepa saklaust fólk vegna heildarhagsmuna" (s. 60), þá getum við
ekki gert ráð fyrir því að hann leggi sama skilning í hugtakið „harmræn ákvörð-
un“ og aðrir, né þjáist í sama skilningi ef hann dæmist til að taka slíka ákvörðun.20
„Harðbakkar" og „óyndisúrræði" væru á sama hátt innantóm orð fyrir nytja-
stefnumanninum - svo að ég bæti ögn við túlkunina á orðum Jóns - þar sem
hann væri alltaf til í tuskið og bægði engum kaleik frá sér fyrirfram sem ódrykkj-
arhæfum.
Eg skal ekki sverja fyrir að þær skoðanir sem þjáning nytjastefnumannsins
veltur á séu að einhverju leyti sinnar eigin náttúru. Því hafa raunar ýmsir haldið
fram áður. En þvert á túlkun Jóns þá hafa gagnrýnendur nytjastefnunnar hingað
til fundið henni það til foráttu að rúmsvæði mögulegrar þjáningar í henni sé allt-
of vítt: hún bjóði heim of mikilli ogjafnvel óbærilegri þjáningu vegna þess hve
kröfuhörð hún sé.21 Nytjastefnumaðurinn getur aldrei sagt: „Nei, ég þvæ hendur
mínar af þessu og velti því ekki einu sinni fyrir mér.“ Vel á minnst: Þar væri þá
aftur lifandi kominn skyldleiki með nytjastefnunni og kærleiksboðskap Krists
sem ýmsir hafa efasemdir um að sé raunhæfur einmitt fyrir þá sök hve mikillar
sampíningar hann krefst með þjáningu annarra og vilja til að leggja öðrum lið,
jafnvel þegar það útheimtir sársaukafullar fórnir af okkar hálfu.
1.6
Eg sagði áður að ritgerð Jóns höndlaði að hluta til siðferðilega mikilvægan grein-
armun. Það er greinarmunur þess að halda því fram a) að siðferðisgildi verka liggi
í afleiðingum þeirra, við berum ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleiðingum at-
hafna okkar og athafnaleysis og siðferði snúist umfram allt um hagsmuni náunga
okkar - og b) að siðferðisgildi verka liggi í þeim sjálfum, ábyrgð okkar sé á ein-
20 Sumir fræðimenn sem hallir eru undir það sjónarmið er ég hef leyft mér að kalla „dólganytjastefnu“ telja að
nytjastefnan útiloki að nokkrar ákvarðanir geti talist harmrænar. Á þeim hrín gagnrýni Jóns. Eins og fram
kemur hér á undan og í eldri skrifum mínum um nytjastefnuna er ég öldungis ósammála þessu sjónarmiði.
21 Sjá t.d. umræðu S. Scheffler í The Rejection of Consequentialism (Oxford: Oxford University Press, 1994).