Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 90
88
Kristján Kristjánsson
hyggjii. Þetta er hárrétt. Ég hefði raunar ekki reiðst Jóni þótt hann hefði viðhaft
um mig skammyrði Þórbergs um aðferð Laxness: „HriflingabjargastíU". Ég sæki
þannig jafnt í smiðju Aristótelesar og Mills, án þess að gera mér annanhvorn
þeirra að óskeikulu kennivaldi, og leita meira að segja í Hriflingabjörg jafn ólíkra
hugsuða og Humes, Nietzsches eða Marx ef ég tel mig hafa einhvers góðs þangað
að vitja.
Jón er ekki eins næmur á rætur þess heimspekilega ritstils sem ég hef einatt
beitt í skrifum á íslensku. Jóni þykir hann einkennast af því að ég tjái mig jafnan
sem eindreginn talsmann einhvers viðhorfs og reyni svo að útiloka önnur með því
að „lemja“ á þeim. Honum þykir þessi „heimspekilega einsýni" fremur „hvimleið
og gagnslítiT' (s. 245) fyrir þann sem hefúr hug á að öðlast dýpri sýn á viðfangs-
efnin. Jón hefði mátt gefa því gaum að flest skrif mín á íslensku eru samin fyrir
(mis-)upplýstan almenning og nemendur. Reynslan segir mér að hugsun slíkra
um heimspekileg málefni, sem ef til vill hefur ekki borið fyrir eyru þeirra eða
augu áður, skýrist best í því neistaflugi sem skapast þegar öndverðum kostum
lýstur saman. Ég hef því hyllst til að mála þá kosti sem í boði eru nokkuð skærum
litum - og jafnvel leyft mér vissar galsaöfgar - til að gefa fólki skýrt val um að
vera með sjónarmiði mínu eða móti. Þessi stílsmáti á mun síður við í samræðum
við aðra heimspekinga, enda ætti Jón að sjá honum minni stað í skrifum mínum
á ensku - og raunar í þeim ritgerðum íslenskum sem ég hef lagt mestan fræði-
legan metnað í, svo sem um stórmennsku, geðshræringar og lífsleikni.
3-2
Martha Nussbaum fúrðar sig í nýlegri grein á því andvaraleysi sem einkenni við-
horf nútímaheimspekinga til barna og siðferðilegs uppeldis þeirra.34 Eftir að hafa
sótt metnaðarfull ársþing menntaheimspekinga í Bretlandi í nokkur ár hef ég
áttað mig á því hve mjög rannsóknir þeirra eru vanmetnar; „alvöruheimspek-
ingar“ virða þá naumast viðlits. Því miður ber nokkuð á þessu viðhorfi, vitandi
eða óafvitandi, í grein Jóns. Hann telur til dæmis að aðeins tvær ritgerða minna í
Mannkostum teljist vera „eiginlegar fræðigreinar" (s. 243). Hann sleppir þar rit-
gerðinni um „Lífsleikni í skólum" þar sem ég set fram, að ég tel, nokkuð frumlega,
fræðilega flokkun á kenningum síðustu ára um siðferðiskennslu og ver eina þeirra
fyrir árásum. A öðrum stað efast hann stórlega um að það sé hlutverk siðfræðinga
að kenna ungu fólki að reiðast rétt eða hjálpa fólki almennt að veita tilfinningum
sínum rétta stefnu. Sé þetta satt er bróðurparturinn af öllu sem ég hef skrifað um
siðferðileg efni á alþjóðlegum vettvangi síðasta áratuginn vegið fyrirfram og létt-
vægt fúndið - sem og raunar stór hluti af siðfræði Aristótelesar - enda hefúr það
að mestu snúist um siðlegt mat tilfinninga og eðli góðs tilfinningauppeldis.
Jón er hrifinn af greiningu minni á hugtökum á borð við stórmennsku en telur
að greiningin breytist í „martröð" (s. 248) þegar ég reyni að breyta niðurstöðum
34 „Political Soul-Making and the Immincnt Demise of Liberal Education", Joumal of Social Pbilosopby, 37
(2006), einkum s. 311.