Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 187

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 187
Milli Guðs ogjjöldans 185 frjór og opnað nýtt sjónarhorn á hugmyndir hvers hugsuðar íyrir sig. Hins vegar virðist mér sumar samlíkingar Róberts á þessum hugsuðum síður grundvallast á því hversu líkir þeir séu í raun en því að Róbert sjálfur leitar gjarnan að sömu grunnsteijunum hjá þessum á margan hátt ólíku hugsuðum. Tökum Emerson og Nietzsche sem dæmi. I túlkun Róberts hverfa flest sér- kenni þeirra í fyrrnefndri formúlu. Ef við losum þá úr þessari samlíkingu Róberts og spyrjum úr hvaða jarðvegi hugmyndir þeirra spruttu og gegn hverjum þeir tefldu þeim, m.ö.o. hverjir voru „lifandi, mikilvægir og óhjákvæmilegir" and- stæðingar þeirra, þá er svarið ekki það sama í tilfelli bandaríska únítarans og þýska menntaaristókratans. Nietzsche blés lífi í áratugagamlar hugmyndir Emer- sons og þróaði þær á annan veg. Nietzsche var ekki að vinna með „hreinræktaðar" Emerson-hugmyndir heldur með Emerson-búta sem hann óf saman við aðra búta svo úr varð litskrúðugur bútasaumur.1501 vefnaði Nietzsches glittir víða í Emerson-búta en samhengið sem þeir urðu til í var annað og bútarnir því ekki lengur sömu bútarnir og þeir voru í upphaflegu umhverfi sínu. I nýju umhverfi er „sami“ búturinn í raun ekki lengur sá sami, „sömu“ hugtökin ekki lengur þau sömu, „sama“ gagnrýnin ekki lengur sú sama.151 Emerson viðaði að sér bútum og saumaði þá saman í því umhverfi sem ég hef reynt að varpa ljósi á með umijöllun minni um Channing og transendentalistana. Meðal trúarlegra andstæðinga þeirra voru kalvínskir rétttrúnaðarmenn og hugmyndir þeirra um spillt eðli mannsins og fyrirfram ákvarðað úrval. Gegn þessu tefldu únítarar fram jákvæðri afstöðu til mannsins og þroskamöguleika hans. Þeir börðust fyrir trúfrelsi ein- staklingsins andspænis trúarjátningu kirkjustofnana. Yngri kynslóð únítara vildi síðan ganga skrefi lengra í trúarlegri upplýsingu, en þetta sama skref álitu íhalds- samir únítarar jafngilda brotthvarfi úr híbýlum kristinnar trúar. A sviði sam- félagsmála börðust transendentalistarnir meðal annars fyrir kvenréttindum og afnámi þrælahalds. En hverjir voru „lifandi, mikilvægir og óhjákvæmilegir" andstæðingar Nietz- sches? Talsmenn nútímahugmynda, lýðræðis- og jafnréttissinnar, anarkistar, sósí- alistar, femínistar, þeir sem vildu frjálst samfélag án húsbænda og þræla. Getum við í ljósi þessa gengið út frá því að Emerson-bútarnir hafi haldist óbreyttir eftir að þeir voru komnir í bútasafn Nietzsches í for-lýðræðislegu Þýskalandi? Eru Emerson og Nietzsche til dæmis báðir að reyna að endurvekja mikillæti í anda Aristótelesar á 19. öld eins og Róbert ýjar að? Mér virðist að svo sé ekki. Vinna Emersons með stórmennið er samtvinnuð hugleiðingum únítara um stöðu mesta mikilmennis kristninnar sem fyrirmyndar. Þótt áhrif Emersons á Nietzsche séu óumdeild eru hugleiðingar þess síðarnefnda um stórmenni og ofurmenni að ein- hverju leyti samtvinnaðar öðrum markmiðum en þeim sem únítarinn Emerson vann að. Hugmyndir Nietzsches spretta ekki úr baráttunni fyrir trúfrelsi hins J5° Bútasaumslíkingin er fengin að láni frá Slcúla Sigurðssyni, „Sagnfræðingurinn fljúgandi og óravíddir tækn- innar", 2. tslenska söguþingið jo. maf—i.júní2002. Ráðstefhurit /, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir, Reykjavílc Háskólaútgáfan, 2002, s. 268-285. í kaflanum „Emerson und Nietzsche“ er Julius Simon meðvitaður um að samhljómur hugsuðanna sé eðli málsins samkvæmt ekld jafn mikill og orðanna hljóðan. Sjá rit hans Ralph Waldo Emerson in Deutschland (1851-19J2), Berlín: Junker und Dunnhaupt, 1937,s* 137-146, hér s- J4°-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.